Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 2
Forsíðumyndin er tekin neðst á
Amtmannsstígnum, en það hvernig
við fengum turninn til að hallast rétt
eins og hann væri skakki turninn í
Písa, er atvinnuleyndarmál. En okk-
ur langar til að kynna fyrir ykkur
þessa fallegu stúlku, sem stendur
framan við bílinn.
Hún heitir Guðrún Bjarnadóttir
og er úr Njarðvíkum. Faðir hennar
rekur slipp þar og Guðrún vinnur
hjá honum. Ekki beinlinis í slippn-
um, heldur eitthvað við reikningö-
hald og skriftir, sem er óhjákvæmi-
legur fylgifiskur allra fyrirtækja.
Þó sagðist hún einu sinni hafa unn-
ið í slippnum í beinum skilningi.
Guðrún er hávaxin og mjög grönn
vexti, jarphærð og hörundsbjört.
Hún hefur fengið góða menntun, er
útskrifuð af verzlunarskóla í Hull
í Englandi og auk þess gekk hún á
skóla fyrir sýningarstúlkur í New-
castle. Guðrún hefur tekið þátt í
tízkusýningum hér heima og aukið á
kunnáttu sína með námi í hinum
nýja tízkuskóla í Reykjavík. Aðr
spurð sagðist Guðrún ekki umgang-
ast Ameríkana af vellinum, enda þótt
hún talaði vel ensku og væri í ná-
býli við þá. Hún sagðist ekki kunna
við hugsunarhátt þeirra og ennþá
sem komið væri tæki hún íslendinga
fram yfir aðra menn, sem hún hefði
kynnzt. Hafi hún þökk fyrir það.
Við fórum með Guðrúnu í Sport-
ver og fengum þar lánaðan galla sem
færi Vel við bilinn, Við völdum
Ijósrauðar síðbuxur og stakkinn
fræga, sem mikla athygli hefur vakið
að undanförnu. Það er alveg ramm-
íslenzk flík úr íslenzkri ull, en efnið
ofið á Álafossi og það er í sauðalit'-
unum gömlu og góðu. Stakkurinn
er röndóttur langsum eins og sést
á myndinni, en rendurnar eru ýmist
grannar eða breiðar. Frú Ásgerður
Esther Búadóttir hefur gert munzt-
urteikningu, en frú Dýrleif Ármann
hefur teiknað sniðið. Stakkurinn
er þó fyrst og fremst búinn til fyrir
forgöngu frú Margrétar Árnadóttur
í Sportveri. Hún átti hugm'yndina og
hefur leitað allmikið fyrir sér með
útflutning á þessari flík og sýnis-
horn hafa verið send bæði til
Evrópu og Ameríku, þar sem helzt
þykir líklegt að þessi alíslenzka flík
mundi geta orðið vinsæl. Hvíta húf-
an, sem Guðrún er með á myndinni,
er líka frá Sportveri. ★
Langt finnst þeirn
sem bíður ...
Kæri Póstur!
Mig lan-gar til þess að biðja þið
aS birta þetta litla bréf mitt, ef ske
ikynni að einhver, og þá réttir aSilar,
tæki mark ó þvi. Svo er mál meS
vexti, að ég hef verið sjúklingur síð-
ustu árin og þurft mikið aS ganga
til lækna. Ég ætla ekki aS reyna að
reikna saman alla þá klukkutíma,
sem ég hef setið á biðstofum, en ég
er viss um, að ef læknar — sumir
hverjir, a.m.'k. — sýndu sjúklingum
sínum meiri tillitssemi, væri hægt
að fækka þessum biðstundum um
allan heming. Manni er kannski sagt
að koma klukkan tvö — klukkan
tvö mætir maður svo á biðstofunni,
en þá biða þar allt að þvi tuttugu
manns, svo að sjálfur verður maður
að bíða kannslti klukkutímum sam-
an. Þetta finnst mér óhæft og ættu
læknar að reyna að bæta úr þessu.
Jafnvel á læknastofum, þar sem
verður að panta tíma langt fram i
tímann er sömu sögu að segja. Á
sunium læknastofum hefur verið
tekið upp það fyrirkomulag að sjúkl-
ingarnir fá númeraSa miSa, og er
það sannarlega spor i rétta átt. Ég
vil beina þeim tilmælum því til
lækna hér í bæ að þeir reyni að
finna viðunandi lausn á þessu máli,
því að sú lausn hlýtur að vera auð-
fundin.
Með fyrirfram þökk fyrir birling-
una.
Guðrún J. Jóhanns.
Hávaðasamur nágranni ...
Kæra Vika,
Ég bý í sambýlishúsi, og eigandi
íbúðarinnar fyrir ofan mig er óskap-
legur gleðimaður, því að oft í viku
er ekki hægt að sofa fyrir hávaða
uppi hjá honum, og það er oft langt
fram undir morgun. Spurning mín
er: get ég sigað á hann lögreglunni?
V—2.
Þú getur svo sem sigað á hann
lögreglunni, því að einhverjar
umgengnisreglur hljóta að gilda í
þessu sambýlishúsi, og auðvitað
á hver og einn rétt á sínum svefn-
frið. En væri ekki rétt að tala
heldur við þennan gleðimann í
fullri kurteisi og benda honum á
villu sína, áður en lögreglunni er
blandað í málið.
Eiga þau að giftast ...
Móðir skrifar Póstinum, en vill
ekki láta birta bréfið. Hún á korn-
unga dóttur, sem á von á barni.
Henni er ljóst, að dóttir hennar er
bæði óþroskuð og kærir sig auk
þess kollótta um verðandi föður
barns síns. Móðirin spyr, hvort dótt-
ir hennar eigi ekki rétt á að njóta
æsku sinnar, þótt þetta óhapp hafi
komið fyrir og hvort það sé skylda
uiigu stúlkunnar gagnvart barninu
að giftast þessum unga manni.
Það er sorglegur sannleikur, að
forsendan fyrir allt of mörgum
hjónaböndum nútímans er
krakki, sem aldrei átti að verða
til. Unga stúlkan er enn of ó-
þroskuð til þess að gera sér fulla
grein fyrir þeirri ábyrgð, sem á
henni hvílir. Vissulega á hún rétt
á að njóta æsku sninar, og það
væri óheilbrigt og jafnvel rangt
gagnvart barninu að giftast þesS-
um manni af eintómri „skyldu“
— líkurnar fyrir því að það
hjónaband blessist eru sáralitlar.
2 VIKAN