Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 35
Það leynir sér ekki að í slíku tilliti er aðdáun og viss ótti — um að gefa of mikið til kynna. Oryooi Hún skapar sjálfstraust og öryggi, vissan um það að vekja jákvæða eftirtekt. k II i 'HUPlnair’ HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú átt í ein- hverju stríði við sjálfan þig i þessari viku og hegðar þér yfirleitt heldur undarlega. En úr þessu rætist liklega um helgina, fyrir tilstilli eins vinar þíns. Þú munt þurfa að sinan erfiðu verkefni í næstu viku, og væri þér hollast að búa Þig vel undir það i þes^ari viku. Talan 5 skiptir ungt fólk afar miklu. Nautvsmerkið (21. apr.—21. mai). Undanfarið hefur verið einhver órói og ólga í kringum þig, en nú breytist þetta áberandi mikið til batnaðar. Þú munt verða potturinn og pannan í einhverju, sem þú og nokkrir félagarnir takið ykkur fyrir hendur, og þú munt fá það hrós fyrir, sem þú átt skilið. Þú hefur verið allt of eigingjarn gagnvart fjölskyldumeðlim. ___Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Þú hefur átt þér háleita hugsjón, en nú verður eitthvað til þess að varpa skugga á ljóma hugsjónarinnar, en þú rnátt vel við una, því að þetta var ekki annað en sjálfsblekking. Vikan er mjög vel fallin til alls kyns kaupsýslu — þú munt að líkindum gera góð kaup um helgina. Þú hefur haft kunningja þinn fyrir rangri sök. KrabbamerkiÖ (22. júní—23 júlí): Þú munt taka veigamikla ákvörðun í vikunni, en ekki er víst að þú standir við orð þín. Þú lendir í einhverri deilu út af eintómum smámunum i vikunni, en líklega mun þessi deila draga einhvern dilk á eftir sér. Þú skalt forðast allt óhóf í vikunni, sérstaklega skaltu varast næturrölt. LjónsmerkiÖ (24 júií—23. ág.): Þú munt kynn- ast alis kyns fólki í vikunni, þar á meðal manni, sem er afar sérstæður persónuleiki. 1 fyrstu muntu ekki kunna nema miðlungi vel við þenn- an mann. en hann vinnur mjög á við kynningu. Þú virðist óvenjugleyminn þessa dagana, og á gleymska þín nú eftir að koma þér illilega í koll. Meyjarmerkiö (24. ág—23. sept ): Þú munt þurfa að glíma við ýmiss konar nýstárleg verk- efni í vikunni, og verður það til þess að gera vikuna mjög óvenjulega og skemmtilega, ef þú heldur rétt á spöðunum. Atburður frá fyrra mán- uði endurtekur sig nú, og nú munt hú kunna að bregðast rétt við. Þú munt umgangast mikið gamlan félaga þinn. VoqarmerkiÖ (24. sept—23. okt.): Laugardag- urinn verður sá dagur, sem skiptir big langmestu i vikunni, en hinsvegar skaltu fara að öllu með pát á fimmtudag, þvi að þá verður lögð fyrir big alvarleg gildra, sem þú munt falla i, ef þú hegð- ar bér ekki af skynsemi. Þér gefst got.t tækifæri i vikunni, en líklega munt.u ekki kunna að nýta Þér það til fullnustu vegna vantrausts á sjálfum þér. DrekamerkiÖ (24. okt—22. nóv.): Það mun ger- ast margt markvert í vikunni. Þú átt við erfitt vandamál að etja, og væri þér hollast að trúá góðvini þínum fyrir þessu — hann gæti orðið þér að ómetanlegu liði. Þú munt eignast nýtt áhuga- mál í vikunni. en þó mun áhuginn é því dofna áður en var- ir. Föstudagurinn er mjög mikilvægur dagur í lifi þínu. BoqmannsmerkiÖ (23 nóv.—21. des.): Undanfarið hefur eitthvað valdið Þér miklum áhyggjum, en nú muntu loks geta litið lífið réttum augum, þvi að eitthvað gerist í vikunni, sem verður til þess að 'bú öðlast sjálftraust þitt að nýiu. Þú skemmtir þér óvenjumikið í vikunni, og er það vel. Mundu bara. að vinir þínir meta þig mikils — þér hættir t.il að vanmeta þá. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Það mun margt koma þér á óvart í vikunni, og yfirleitt Þægilega á óvart. Þér mun vegna mjög vel, en hætt er viö. að frami þinn vaxi þér dálítið í augum. Helgin verður mjög ánægjuleg, en þá muntu kynnast skemmtilegum hóp manna, sem því miður hverfa brátt aft- ur af sjónarsviðinu. Talan 12 virðist skipta þig miklu Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb ): Á vinnustað gerist eitthvað, sem á eftir að valda þér óþörfum áhyggjum. — Það virðist vera leiðinlegur þáttur í fari þínu þessa dagana, að þú reynir að kvelja siálfan þig með alls kyns smámunum. Þú færð skemmtilegt verkefni að glíma við í vikunni, en Þú virðist allt of bjartsýnn — verkinu verður ekki lokið eins fljótt og þú gerir ráð fyrir. F’iskamerkiö (20. feb—20. marz): Þú munt hafa heppnina með þér í vikunni. og veitir vist ekki af. því að þú leggur út í alls kyns glæfrafyrirtæki Þó skaltu fara að öllu með gát í öllum peninga- málum — það er einhver að revna að leika á þig í 'þeim efnum. Þú ferð í undarlegt samkvæmi í v'kunn' Sunnudagurinn er mjög góður dagur — þá munt þú og vinur þinn taka veigamikla ákvörðun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.