Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 3
Fyrir nokkru skrifaði Nonni okk-
ur stutt bréf um fábreytileika ís-
lenzku laganna fyrir fréttir, og
minntist hann þá sérstaklega á
„Lindina“ eftir Eyþór Stefánsson,
sem leikin hafði verið ærið oft í
ár. Nonni sendi okkur aftur Unu:
„Heyrðuð þið það‘?“ segir hann,
„Lindin enn einu sinni.“
OBLÁTUR...
Kæri Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt það fróð-
lega og skemmtilega, sem þú hefur
sett á prent, síðan ég varð læs.
Mig langar svo að biðja þig að
svara fyrir mig spurningu, sem ég
hef spurt alla, sem ég þekki, að,
en enginn hefur vitað hingað til.
Þegar ég var fermd, þá borðaði
ég oblátu, eins og allir, sem ganga
til altaris, og það finnst
öllum sjálfsagt að borða oblátuna,
en svo, ef maður spyr hvað sé ob-
láta, ég meina, hvað er í henni og
hver býr hana til, þá segja allir:
Þetta er bara obláta, ég veit það
ekki. Og nú ætla ég að biðja þig að
svara þessarri spurningu, sem allar
fermdar manneskjur ættu að vita.
Hvar eru obláturnar búnar til, og úr
hverju?
Svo þakka ég þér fyrir svarið, sem
vonandi kemur óðar en líður.
Hvernig er skriftin?
Herborg Guðmundsdóttir, 15 ára
— Nesi, Seltjarnarnesi.
Þær oblátur, sem hér fást, eru
búnar til í verksmiðju í Dan-
mörku og fást hér í lyfjabúðum,
og er öllum heimilt að ganga inn
í eina slíka og fá sér oblátu við
vægu verði, þótt ekki séu mikil
brögð af þvf. Efnið í oblátunum
að vera svona leiðinlega hátíðlegir
með alla þessa sinfóníutónlist, bara
vegna þess að það er venja á sunnu-
dögum að prestarnir skyrpi yfir
söfnuðinn einhverju óskiljanlegu
samsafni lýsingarorða um frið á
jörðu o.s.frv., sem þeir hafa párað
i mesta flýti kvöldið áður? Ja, hjálpi
þá útvarpinu allir heilagir, ef það
yrði tekið upp að hafa messur á
rúmhelgum dögum. Það er eitt
eymdarástand með dagskrá útvarps-
ins, og það liggur við, að það slái
Berlínar-málið út. Getur þú kannski
sagt mér fyrir hvað ég borga afnota-
gjald af viðtækinu mínu? Ég veit
það ekki sjálf, því þegar ég ætla að
hlusta á eitthvað þar, þá endar það
venjulega með þvi að ég hlusta á
Kanann í hallæri, því dagskrárefni
þar er svo fjölbreytt, að það hljóta
allir að fá eitthvað við sitt hæfi. Ég
hlusta því orðið algerlega á Kan-
ann, en það er illa farið, að ekki
skuli vera hægt að hlusta á sína eig-
in stöð, vegna ónógs og illa skipu-
lagðs dagskráefnis.
Eins og þú kannski ferð nærri
um, þá tala ég hér máli unga fólks-
ins, en ég er líka handviss um, að
gamla fólkið hefur sömu sögu að
segja> það fær víst ekki meira út úr
útvarpinu en við. Jæja, Póstur minn,
þú getur víst ekki svarað öllum þess-
um spurningum minum, en þú getur
a.m.k. komið þeim á framfæri. Viltu
vera svo elskulegur?
Blessaður,
Ein í vígahug.
— Fátt leiðist mér eins mikið og
þegar einhver tekur upp á því
hjá sjálfum sér að „tala máli“,
einhvers ákveðins fjölda manna.
Það „unga fólk,“ sem þú þekkir
eitthvað til kann að vera þér
sammála, því að hugarfar þess er
er einhvers konar mjölvi, til
dæmis karöflumjölvi eða annað
slíkt. Skriftin er allsnotur, m’iðað
við aldur, og á hún vafalaust eftir
að mótast til batnaðar enn. Hins-
vegar ertu heldur hirðulaus hvað
stafsetninguna snertir. Það er til
dæmis naumast búið að ferma
þig.
AUMINGJANS UTVARPIÐ ...
Kæri Póstur,
Hvers eiga sunnudagarnir eigin-
lega að gjalda hjá okkar úrkynjaða
Ríkisútvarpi??? Eins og við vitum,
þá er vesalings útvarpið að reyna
að klóra í bakkann, með því ab hafa
þættina sína eftir hádegi dálítið
skemmtilegri en aðrar dagskrár,
þ.e.a.s. létt tónlist (þótt þar sé nú
reyndar mörgu ábótavant). En það
er þó alltaf viðleitnin. Jæja, það er
þetta með sunnudagana, jú, það er
hægt að hlusta á fréttirnar og þar
með punktum basta. Hversvegna
geta þeir ekki haft þættina „við
vinnuna“ eftir hádegi á sunnudög-
um? Eins og fólk þurfi ekki að
vaska upp eftir hádegi á sunnudög-
um líka? Eru þeir kannski að reyna
að líkindum svipað þínu. En við
skulum hvorugt gerast svo djarft
að lýsa því yfir að bréf þitt tjái
hugarfar ungs fólks almennt.
Ánnars er ég hræddur um, að
þú hafir ekki hugmynd um hvað
þú ert að gagnrýna, því að svo
virðist sem þú skiptir alltaf yfir
á „kanann", um leið og útvarpið
dirfist að bera eitthvað á borð
fyrir hlustendur, sem þér fellur
ekki — fyrirfram. Þú hefur t.d.
ekkert leyfi til þess að gagnrýna
sinfóníur því að ég er sannfærð-
ur um, að þú hefur aldrei hlustað
á eina slíka til enda. Svo finnst
mér þú mega sýna umburðar-
lyndi gagnvart þeim hlustend'-
um, sem finna fróun í því að
hlýða á messu og sinfóníur sér
til sálubótar — hefur þú annars
nokurn tíma hlustað á messu til
enda?, síðan þú varst fermd?
TORTRYGGIN...
Kæra Vika.
Mér likar vel við þig i flesta staði,
en eitt finnst mér skrítið við þessar
getraunir ykkar, þar sem keppt var
um „transistor“-útvarpstæki, en ég
ISK
■, ■" ■•■'■ . ' ■' ' ■ ' ' ■'■ • - ' ■
RitKtjórn og áuglýslng^r:' Skipholti
33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Pö»t*
hólf 149. AígrélBsláog drelftng:
BlaOadreiíing, Miklubraut 1S, sintl
iSefandH VIKAN K.F.
KitBljóri:
Gialí SigurOsBon íábai,-)
Áuglýsingaatjóri:
Jðfaannes Jörundssoft.
Framkvæmdastjdri:
Hiiinár. A. Kristjánsson.
Óskar Karls-
■36720. ÖreUingarstjóri: óskar Karls-
son., VerO i iausasölu kr. 15. Áskrift-
arverO .«•' 200 kr. árst n0 ungsicga
gfeiOist fyrlrfram. Prentun: Hlhnir..
/ næsfa blaði verður m.a.:
* Norræn list. Myndir af sýningargestum við opnun Norrænu
listsýningarinnar í haust.
* Flugfreyja upp á milljón mílur. Smellin smásaga eftir Margaret
Higgins Clark.
* Að gera staglfræðin fersk
Þórarinn Björnsson, skólameistari í aldarspegli.
* Beinagrind og tíu leðurpokar úr gulli. Ótrúlega spennandi
frásögn af gullfundi, svikum og manndrápum inni í
frumskógum Suður-Afríku á árunum eftir Búastríðið.
* Kvikmyndasagan. Skæruliðar næturinnar. Fimmti hluti af sjö.
* I leit að lífsförunaut. Annar hluti nýju framhaldssögunnar
eftir Erik Norrlander. Fylgizt með frá byrjun.
* Hver smíðar hamingjuna? Grein eftir Dr. Matthfas Jónasson.
* í fullri alvöru eftir Drómund: Listdómar og listverkakaup.
* Haust. Aðsend smásaga eftir R.
* Hús og húsbúnaður: Stofunni skipL
* Hjónakornin: Elektrónisk tónlist.
* Hallbjörg. Myndasíða með hinni ágætu söngkonu og
eiginmanni hennar.
* Vikan og tæknin: Svifbílar, farartæki framtíðarinnar.
fylgdist með henni frá upphafi og
tók þátt í, en það var aldrei sagt,
liver hefði fengið verðlaunin, svo
að maður gæti haldið, að ekkert
væri dregið, og það halda eflaust
margir. En ég bið ykkur nú að
segja, hvernig hafi staðið á þessu
og hverjir hafi fengið verðlaunin, til
að sanna, að það hafi verið dregið.
,Ein, sem vill láta hvern og einn
gera hreint fyrir sínum dyrum.“
Edj. 1—2.
Eitthvað fyndist mér gruggugt við
þetta, ef þetta bréf birtist ekki.
— Kæra „Ein ... Það er alltaf
dálítið leiðinlegt að fá svona bréf,
því að sökin er engan veginn okk-
ar. Sannleikurinn er sá, að undir-
búa þarf hvert blað allt að því
mánuði fram í tímann, svo að
væntanlegir verðlaunahafar
verða að láta sig hafa það að
bíða óþreyjufullir þótt getraunin
sé löngu búin. Hér koma svo loks-
ins nöfn hinna lánsömu:
Fyrsta tækið vann Sigrún Guð-
mundsdóttir, búsett við Lang1-
holtsveg í Rvík.
Annað tækið Már Magnússon,
Bergstaðastræti 40, Rvík.
Um þriðja tækið hefur enn ekki
verið dregið. Kannski þú fáir
það?
Selfossbúi skrifar Póstinum, vegna
bréfs frá „einni útsteyptri í vörtum."
Því miður hafði Pósturinn ekki get-
að gefið henni önnur ráð en nokkrar
kerlingabækur, sem hann trúði ekki
meira en svo á. Nú segir Selfossbúi,
að læknavísindin hafi fundið upp
einhverja rafstraumsmaskínu, sem
fjarlægi vörtur algerlega kvalalaust
og sé ein slík maskína þar á Selfossi.
Pósturinn þakkar vinsemd Selfoss-
búa og samgleðst um leið „Einni út-
steyptri.“
STRÆTÓ...
Kæra Vika.
Ég bý í Bústaðahverfinu en er í
vist á daginn á Háteigsvegi. Ég tek
oftast leið 20, þegar ég fer í vistina
á morgnana, og ég verð annaðhvort
að fara úr strætó á Nóatúni eða
lengst uppi i Hliðum. Er ekki hægt
að koma upp annarri stoppistöð
milii þessarra tveggja? Mér finnst
það nefnilega fj. . . . hart að þurfa
að labba þetta, þó að það sé kannski
ekkert sérlega langt. En ég er nú
enginn göngugarpur. Viltu nú vera
svo góð, Vika mín, að koma þessu
á framfæri við Strætisvagnafélag
Reykjavikur. Svo þakka ég þér fyrir
allt skemmtilegt og bið að heilsa
Stínu ogiStjána,
V Tóta.
VIKAT4 3