Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 16
Ef þið hafið fylgzt með vetrartizk- unni í ár eruð þið ábyggilega ekki i vafa, það er ekki hægt að lifa út vet- urinn án þess að hafa uppháan kraga einhvers staðar, helzt á kápunni, ef þið á annað borð fylgizt með. Þið eruð auðvitað ekki lengi á ykkur og bjargið kápunni frá i fyrra. Þið takið af henni gamla kragann og setjið lausan á stað- inn sem lokað er að aftan. Hinn feyki- iega stóri prjónakragi er hér kantaður með ræmu af efninu sem er i ltápunni. Ræmuna takið þið neðan af, því þið styttuð kápuna i fyrra, var það ekki? Þá hafið þið mjúkan og góðan prjóna- kraga við hálsinn og ekki væri úr vegi að gefa ermunum sams konar skjól, það kemur sér vel þegar hitamælirinn sýnir 0°. Kannski kaupið þið ykkur líka tösku úr skinni og prjónið í kápu- litunum, en þá má ekki sjást mikið í ermaprjónið. Ef þið eigið grófan, kannski köflótt- an kjól eða stóra blússu, er einnig hægt að gera hann hæstmóðins með miklu prjóni við háls og úlnliði. En athugið, prjónið i miðjan kragann röð af lóðréttum hnappagötum og dragið tvöfalda rússkinnssnúru i gegnum þau, sem þið bindið lauslega saman á miðjum hálsinum. Og nú örvæntið þið kannski, því ykkur fara alls ekki uppháir kragar, en látið ekki hugfallast, það er hægt að gera kjólinn nýtízkulegan með prjón- uðum ermum og breiðum uppslögum og hafið þá breiða prjónaða ræmu yfir mjaðmirnar, en i því tilfelli mega mjaðmirnar ekki vera of breiðar. Hin þroskaða kona og ungi maðurinn, sem hneigjast hvort af öðru. Hin margumtalaða mynd eftir skáldsögu Francoise Sagan, Geðjast yður að Brahms. Nafnið á við eina að þeim setn- ingum, sem notaðar eru í samkvæmislífinu til að koma af stað samræðum og kynnast fólki. En fljótleg samkvæmis- kynni geta orðið örlagarík. Paula (Ingrid Bergman) hefur litla húsgagnaverzlun. Dag nokkúrn ætlar hún út að borða Það sem síminn leiðir 1 Þegar stúlka talar i sima segir hún heilmikið um sjálfa sig án þess að vita af því. Við erum alltaf að koma upp um sjálfa okkur. Enginn er fær um að skýla eiginleikum sínum fyrir athugulum áhorfanda. Á hverju augnabliki komum við upp um okkur með hreyfingum og öðru sem stendur i sambandi við okkar persónuleika. Við komum upp um okkur með göngulaginu, talsmátanum, hvernig við reykjum og stúlkan hér á myndunum sýnir hvernig við komum upp um okkur þegar við tölum i síma. Við viðurkennum að skap hennar gagnvart þeim sem hún talar við getur haft mikið að segja, en flestir hafa þó vana eða siði, sem alltaf koma 1 Ijós þegar þeir tala í síma. Athugið stúlkuna hér á myndunum, sjáið þið ekki sjálfa ykkur i anda í einhverjum af þessum aðstæðum? Þannig talar manneskja í sfm- ann sem er í góðu andlegu jafn'- vægi. Hún rækir vel sín eigin áhugamál, en er einnig tilbúin til að ráðleggja og hjálpa öðrum. Framkoma hennar er látlaus og þægileg. Með vonleysissvip heldur hún símtólinu frá sér. Hún verður fljótt leið á öllu og er áköf og óþolinmóð. Hún kemur sjálfri sér hvað eftir annað í óþægindi eins og hún sé ekki alveg full- orðin. Hún þarf að þroskast bet- ur og læra umburðarlyndi. Þessi er alltaf tilbúin til að gera að gamni sínu og tekur sjálfa sig ekki of alvarlega. Hún hefur gott sjálfstraust og það er óhætt að treysta henni. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.