Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 14
AÐ LANGHUNDA SKEIÐINU LIÐNU J4 tcrast með brer P'.K tj kapparnir, sem allt ætluðu að íslenzk blaðamennska sætir mörgum aðfinnslum, og víst stendur hún til bóta. Samt ligg- ur í augum uppi, hvað blöðin hafa breytzt til batnaðar undan- farin ár, enda un. að ræða stór- fendar framfarir í prentlist og öókagerð. Útlit íslenzku blað- anna er að verða á heimsvísu, þó að vitaskuld eigi þau langt í land að þola samanburð við stærstu og auðugustu blöð ver- aldar. Hins vegar ber efnisval og málflutningur íslenzku blaðanna nokkurn svip fátæktar og smá- sálarskapar. Fámennið bitnar illa á blöðunum, og mannfjölgun íslendinga er hægfara þróun á mælikvarða flestra annarra þjóða. Blaðaútgáfa verður hér varla stórgróðavegur í náinni framtíð. Eigi að síður er smásál- arskapurinn sýnu lakari en af- leiðingar fátæktarinnar og fá- mennisins. Á honum þurfa ís- lenzku blöðin að sigrast, ef þau vilja sæmd sína og heiður. Og sannarlega þokast í þá átt, þó að hægt fari. MIKILL ÁRANGUE. Sú fullyrðing heyrist iðulega, að íslenzkir blaðamenn nú á dögurn séu eftirbátar fyrirrenn- ara sinna og alls ekki vanda sín- um vaxnir. Slíkt er barnaleg dýrkun á fortíðinni. íslenzkir blaðamenn kunna mætavel að koma fyrir sig orði og hafa tækni nútímans sæmilega á valdi sínu, þó að vinnuskilyrðin séu helzt til bágborin. Margir þeirra eru prýðilega ritfærir og miklu hóf- samari og kurteisari en gömlu drepa, ef þeim rann í skap. Of- stopi þeirra og ófyrirleitni var vissulega ekki til fyrirmyndar. Mannskemmdirnar hafa minnkað að miklum mun í ís- lenzkri blaðamennsku, þó að fyrir komi, að einhverjir siðleys- ingjar hefji grjótkast brigzlyrða og ærumeiðinga úr launsátri dul- nefnis eða nafnleysis. En dag- blöðin eru að kalla saklaus af þvílíkri ómenningu. Málgögn fjölmennra félagshreyfinga, sem þykjast hafa mannrækt og sið- gæði á stefnuskrá sinni, falla hins vegar stundum í þetta forað af því að strákar eru látnir ráða ferðinni. Einnig kemur fyrir, að sorpblöð reyni að græða fé á þessum ósóma, en slíkt má heita blessunarlega sjaldgæft. Manna- siðir dagblaðanna mælast vel fyrir. Til dæmis er það liðin tíð, að andstæðingar í stjómmálum geti ekki deilt um skoðanir sínar nema ata sig út eins og naut í flagi. Þeir eru raunar stórorðir, en naumast háskalegir mannorði hvers annars. Þennan árangur ber að þakka íslenzku dagblöðunum, og hann er mikils virði. Stjórnmálamenn- irnir verða vitrari og góðgjarn- ari, ef þeir kunna mannasiði. HLÆGILEGUR BARNA- SICAPUR. Smásálarskapur íslenzku blað- anna birtist aðallega í því, hvað þau umgangast staðreyndir ó- vönduglega. Fréttamennsku þeirra er oft og tíðum hörmulega og atburðum heima fyrir. Þau vanrækja iðulega að rekja sög- una alla, ástunda óhlutdrægni, láta staðreyndir tala og unna andstæðingum sannmælis. Þetta er að sönnu að breytast, en betur má, ef duga skal. f þessu efni geta þau lært margt og mikið af erlendum blöðum, sem kapp- kosta að gera vandlátum lesend- um til hæfis. Eða halda blöðin okkar kannski, að íslendingar séu ekki vandlátir á fréttir og málflutning? Satt að segja gegnir furðu, að ekki megi treysta upplýsingum íslenzkra blaða um smáræði eins og fundasókn stjórnmálaflokka í kosningabaráttu. Málgagn flokksins, sem á hlut að máli, margfaldar venjulega með tveimur eða þremur, en and- stæðingarnir nota sömu tölur til deilingar. Svipað er uppi á ten- ingnum þegar íslenzk blöð skýra frá opinberum rökræðum, hvort, heldur þær eru háðar í útvarpi eða á mannfundum. Þá bera allt- af samherjar hlutaðeigandi blaðs af andstæðingunum að mælsku og viti eins og gull af eiri. En af þessu leiðir meðal annars,‘að íslenzkir stjórnmálamenn standa ekki norrænum starfsbræðrum sínum á sporði í rökfimi og mælskulist. Menn hætta að vanda sier og leggjast í leti, ef þeir burfa ekki að gera neinum til hæfis. Þennan hlægilega barnaskap ættu íslenzku blöðin að leggja niður og vaxa af þeirri skyldu að segja satt og rétt frá staðreynd- að vera óþægilegar samherjum og vinum. Lesendurnir eiga líka að hafa húsbóndavald. MINNISSTÆÐAR UNAÐS- SEMDIR. Annar þáttur fréttamennsk- unnar er í nokkru ólagi hjá ís- lenzku blöðunum: Þau vanrækja að koma á framfæri við lesendur sína merkum nýjungum úti í heimi, ef þær hafa ekki orðið for- síðuefni stórblaðanna. Þess vegna fylgjast íslendingar betur með skrilslátum og manndráp- um en vísindalegum uppgötvun- um, sem geta valdið tímamótum. Islenzk sveitakona á þess meiri kost að vita um hjónabönd og viðhöld frægs kvikmyndaleikara í Ameríku eða Evrópu en starf læknis, sem er á góðri leið með að vinna bug á banvænum sjúk- dómi. Eg er ekki að hneykslast á slúðurdálkum blaðanna, með- an þar er gætt bærilegs hófs, en mér finnst, að hitt megi alls ekki vanta. Hatrið og grimmdin má sín mikils í heiminum, en þar fyrir ættum við að skyggnast um eftir þeim fögru og göfugu líknar- verkum, sem unnin eru í kyrr- þey af fórnfúsum hugsjóna- mönnum, gefa gaum að barátt- unni við fátækt og sjúkdóma og unna okkur menningar og lista samtíðarinnar. Og blöðin eiga að rækja það hlutverk, að þær un- aðssemdir gleymist ekki. SVTPMÓT NÚTÍMANS. Rosknir og ráðsettir borgarar staðhæfa, að íslenzku blöðin séu fremur ætluð óþroskuðum ung- lingum en fullorðnu fólki. Þá eru þeir að amast við of stórum Ijós- myndum af því, sem þeim finnst lítilmótlegir atburðir heima eða erlendis, ómerkilegum fram- haldssögum og öðru léttvægu lesefni. Samt er ekkert sjálfsagð- ara en íslenzku blöðin beri svip- mót nútímans og láti ekki for- tíðina marka sér bás. Góð Ijós- mynd er alveg á borð við ýtar- lega frétt eða vel skrifaða grein um skemmtilegt efni. Og blöðin hljóta að bjóða lesendum sínum upp á sitt af hverju. — Vandi þeirra er einmitt sá að gera sem flestum eitthvað til hæfis. fslenzku blöðin flytja auðvit- að mikið meira af svokölluðu vönduðu lesmáli nú á tímum en í gamla daga, þó að þau þoli ekki samanburð í því efni við erlend stórblöð. Samt ættu þau að geta betur en þegar er orðið. Sam- vinna þeirra við skáld, rithöf- unda og aðra listamenn þyrfti að aukast. Ennfremur er blöðun- um nauðsynlegt að gefa öðru hvoru orðið þeim mönnum, sem fjalla um ýmis konar fram- kvæmdir, nýjungar eða fræði- mennsku, en láta hjá líða að aug- lýsa sjálfa sig og störf sín. Allt kostar þetta peninga, og fámenn- ið er íslenzku blöðunum marg- víslegt óhagræði. Eigi að síður verða blöðin að kappkosta þessa skyldu, svo að þau auki þroska vandlátra lesenda og skipi þann sess, sem þeim ber í íslenzku þjóðlífi. Framhald á bls. 50. Þetta er októbergrein Helga Sæmunds- sonar, hún fjallar um blaðamennsku á íslandi annó 1961 14 vikan VlKAM 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.