Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 6
 i*l Wm Wm..j-rí‘ Þegar Doris vaknaði, naut hún þess innilega að finna aS hún væri út- sofin, að verða ekki vör neinna þyngsla i líkamanum eða verkjar í höfð- inu. Hún opnaði augun hægt og seinlega, þóttist vita hvað hún sæi fyrst — skjöldótt loftið og veggfóðrið, stráð annarlegum og miður smekklegum blómum. En hvað var nú þetta ... hún hvarflaði augum um herbergið og hleypti brúnum af undrun. Ekki gat þetta verið hennar herbergi. Svaf hún þá enn? Svaf og naut drauma sinna? En svo mundi hún það allt í einu. Hún var alls ekki stödd i sínum eigin híbýlum í borginni, heldur í sumarbústað vinkonu sinnar út með firðinum, og hún var þar meira að segja alein, þvi að Mildred, vinkonan, og eiginmaður hennar voru í sumarleyfi á Spáni, en börnin þeirra hjá ömmu sinni. Doris hafði komið hingað seint í gærkvöld, eftir þreytandi ferð með áætlunarbátnum, og nú hafði hún ein öll umráð yfir sumarbú- staðnum i heilan mánuð. Hún mundi það núna, að þegar hún kom þangað í gærkvöld hafði hún verið svo örþreytt, að hún hafði ekki einu sinni rænu á þvi að leita að svefntöflunum í ferðatöskunni sinni, en vonað, að hún gæti sofnað án þeirra. Og svo hafði hún fleygt sér upp í rúmið, og í fyrsta skiptið í marga mánuði hafði hún sofnað um leið og hún lagði höfuðið á svæfilinn. Heima hafði hún lengi tekið inn svefntöflur, jafnvel þótt hún lægi ekki andvaka nema stutta stund, af ótta við að hún kynni að verða svefnlaus alla nóttina, eins og fyrst eftir að henni barst bréfið frá Tage. Liggja andvaka, aumka sjálfa sig og áklaga forlögin — og hata Helenu Svedberg. Ef Tage hefði aldrei farið til Sundsvall, mundi hann alls ekki hafa neina hugmynd um það enn, að Helen væri til. Honum hafði staðið til boða aðstoðarlæknisstarf í mörgum héruðum eftir að hann lauk námi — hversvegna þurfti hann endilega að velja Sundsvall? Höfðu það verið forlögin, sem voru þar að verki? Þegar hann var að athuga auglýsingarnar, hafði hann sagt: — Ég fæ hvergi eins góð laun og í Sundsvall; það er að visu langt i burtu, en því fyrr getum við líka gift okkur. Og það! var stað- reynd, sem Doris tók fyllsta tillit til, enda þótt hún hefði heldur kosið, að hann fengi starf í svo nálægu héraði, að þau gætu hitzt öðru liverju. Hún hafði verið ein síns liðs í fjögur ár, og þráðj að eignast sem fyrst sitt eigið heimili. — Ég hef sagt Helenu allt um kynni okkar, svo henni er ljóst að hún er ekki fyrsta stúlkan í lífi mínu, hafði Tage skrifað. En hún tekur því skynsamlega ... En hafði hann sagt Helenu alit? Hafði hann sagt henni, að Doris hafði veitt honum fjárhagslega aðstoð við námið þessi fjögur ár? Hafði hann sagt henni, að hún hafði aldrei tekið míinnsta tiiiit til sjúálfrar sin, en fórnað sér algerlega fyrir hann? Hafði hann sagt henni ... Það var tilgangslaust að vera að kvelja sjálfa sig með þvi að rifja þetta upp. Hún átti að fara að ráðum Leifs, og horfa eingöngu fram á leið. En — að horfa fram á leið, var hið sama og að hugsa sér framtíðina áji Tagfc. Hvernig átti hún að fara að því? Og hvernig átti hún að geta gleymt því að hann tók það fram í þessu kveðjubréfi, að hann mundi að sjálfsögðu endurgreiða henni það fé, sem hún hafði lagt af mörkum hans vegna, á meðan þau voru trúlofuð? Endurgreiða ... öldungis eins og um venjuleg viðskipti væri að ræða? Og svo tók hann það líka fram, að hann vonaði að hún skildi þetta og fyrirgæfi honum ... Skilja og fyrirgefa. Hvorugt hafði henni tekizt. Bréfið hafði vakið með henni slíka beizkju, að skilningur og fyrirgefning kom ekki til gfeina. Ilún hafði unnið áfram í sjúkrahúsinu, eins og ekkert væri um að vera — sjúkraleikfimi er ekki starf, sem unnt er að hlaupast frá þó unnustinn hlaupist frá manni — og hún hafði lagt harðara að sér en nokkru sinni fyrr, unz hún gat ekki staðið á fótunum fyrir þreytu. Loks hafði Leif Vikström, skólabróðir Tage og þá fyrir nokkru orðinn aðstoðariæknir í sjúkrahúsinu, þar sem hún vann, skipað lienni að taka sér hvíld og skráð hana á sjúkralista næsta mánuð. Hún hafði hreyft andmælum, vildi umfram allt halda áfram að vinna því að hún óttaðist að annars myndu hugsanirnar verða sér ofraun, en Leifi varð ekki liaggað.- Og þegar hún hlustaði á hann, varð henni það allt í einu ljóst hversu Óumræðilega þreytt hún var orðin. Þetta sama kvöld skrifaði hún svo Miídred vinkonu sinni og skólasystur, sem nú var gift kona, og bjó á Framhald á bls. 3G.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.