Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 39

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 39
meS veika skapgerS, kann að taka rögg á sig i fyrstu, en slappur vilji hans örmagnast fljótt og brátt gríp- ur hann að nýju til hinnar gömlu sjálfsblekkingar: Eg gæti það, ef ... Kannske verður áfengið þá huggun hans og skálkaskjól í senn. Drykkju- viman er þá hið ytra form þeirrar sjálfsblekkingar, sem óheil skap- gerð hans huggar sig við. Aðrir strita sleitulaust, að hefja sig upp til jafns við konuna, en eiga sína harmsögu edgi að síður. Vanmeta- kenndin getur magnazt svo, að hún lami sjálfstraustið, einnig á þeim sviðum, þar sem maðurinn ætti að vera öruggur um kunnáttu sína. Ör- lítil tilbrigði í verkefninu geta fyllt hann ótta, að hann ráði ekki við það. Um leið virðast hæfileikar hans þurrkaðir burt. Fálmkenndar til- raunir og mistök, sem þá kunna að verða, sundra sjálfstraustinu með öllu. Þá er auðmýking hans alger, bæði heima og á vinnustað. Sumar konur reyna að taka þessu með móðurlegu umburðarlyndi. Slikt getur farið vel, ef maðurinn þráir hina móðurlegu týpu. Að öðr- um kosti endist sú huggun skammt. fiskvinnslusöðvar — útvegsmenn — bílaverkstæði — smiðjur — trésmiðir — bændur — húseigendur — verksmiðjur, nfbrogðs tmki SJÁLFSKAPARVÍTIN VERST. Vanrækslu sína eða hæfileikaskort getur enginn kennt öðrum. Það tek- ur hver á sig. Að vísu er mælt, að af engum megi heimta meira en hann orkar, en i alvöru nær sú mis- kunn skammt. Mjög oft er getuleysi talið sjálfskaparvíti. Þvi auka stöð- ugar sjálfsásakanir á vanmeta- kenndina og umbótaviljinn lamast. Vinur minn einn uppgötvaði það fyrst í fullri alvöru um tvítugsaldur, að hann var raunverulega ólæs. Iðr- un hans vegna vanrækslu í skóla hefir eflaust orðið sár, en hún veitti honum engin tök á úrbótum. Nú stóð hann andspænis nýjum kröf- um, sem engu leifðu af kröftum hans. E.t.v. brast hann líka kjark til þess að,í taka tvísýna baráttu skóladrengsins upp að nýju. Dýpst i hugskoti hans leyndist e.t.v. van- trúin á eigin hæfileika. Við hana losnar hann ekki, þó að hann reyni að velta sökinni á skólann. En kannske er það hægt lagalega og á ytra borði: Ungur Norðmaður vann nýlega mál, sem hann höfðaði á skóla sinn fyrir van- rækslu, að honum skyldi vera sleppt ólæsum. Hann hefði sótt skólann samkvæmt lögum og það hlyti að vera á ábyrgð skólans, að námið bæri viðhlítandi árangur. Leti nem- andans væri engin afsökun. — Manninum voru dæmdar álitlegar skaðabætur. Að mála oft er að viðhalda verðmæti eigna sinna. Það er ódýrt að mála með hinni nýju og ódýru málningarsprautu SPRAYIT sem skilar fullkominni vinnu á örskömmum tíma, sparar tíma sparar peninga. Sölu-umboð. Málarabúðin, Vesturgötu 21. Sími 18037. RIK JORGENSEN En ormur vanmetakenndarinnar lifir áfram í brjósti hans. Og fyrir það mun dómsstólum reynast tor- velt að ákveða hæfilegar bætur. í þvi sambandi minnist ég ungs vinar. Hamingjan hló við honum í líki glæsilegrar unnustu, sem stóð honum ofar að menntun og allri siðfágun. Hún yfirgaf allsnægtir foreldraheimilisins og byrjaði von- glöð hina sögufrægu hreiðurgerð. En heimili er ekki aðeins stofur og húsgögn, heldur miklu fremur sá andi, sem ríkir þar. Til hans kunni hinn ungi eiginmaður fátt að leggja. Skapgerð hans var hrjúf og Hfs- hættir hans fábrotnir eins og dag- legt starf hans. Konan reyndi að innræta honum sina siðfágun, vekja áhuga hans á bókum, draga hann BLÓM Á HEIMILINU: LauUar tií jóCnono eftir Paul V. Michelsen. Á haustin koma allskonar laukar frá Hollandi og Danmörku, og reyna þá margir að verða sér úti um ýmsar tegundir, aðallega til að leggja í blómabeðin í garðinum. Margir eru þó farnir að kaupa lauka til að geta sjálfir ræktað blóm til vetrarins. Og eftirvænt- ingin er ekki lítil að fylgjast með þróun lauksins, þangað til hann byrjar að blómstra og fyrstu lauk- blóm vetrarins eru unaðsleg i skammdeginu. Það þykir ákaflega auðvelt að rækta laukblóm í heimahúsum, og ættu nú húsmæður, sem ekki hafa reynt áður, að fá sér nokkra lauka af túlipönum eða hyasintum. En aðgætið að laukarnir séu vel stinn- ir og fallegir, þegar þér kaupið þá. Stundum hafa fengizt í verzlun- um svokölluð „laukglös“ undir hya- stintur, og er glasið þá fyllt af vatni svo hátt að nemi að laukn- um. Glasið með lauknum er svo geymt á dimmum stað 10—12 stiga heitum og er bezt að hafa yfir laukunum svarta hettu, meðan þeir eru að spíra. En munið að líta eftir að bæta vatni í glasið eftir þörfum. Það má líka með góðu móti leggja túlipana, hyasintur, crocus og páskaliljur í blómsturpotta eða litla tréstokka. Blómlaukar gera ekki kröfu til áburðar í moldinni, aðeins að hún sé vel hrein og sandblendin, svo að myndast geti gott rótarnet. Leggið laukinn ekki dýpra en svo, að efsti hlutinn sé upp úr moldinni, vökvið vel og geymið í kaldri geymslu, frostlausri efía raðið pottunum í gryfju í garð- inum, dreifið grófum sandi yfir og mokið vel af mold yfir, svo ekki frjósi. Laukar þurfa helzt að vera grafnir í jörðu 8—10 vikur, eiga þá að vera komnar góðar rætur og 5—8 cm. spírur á þá. Er þá hægt að taka lauka inn í stofuna við og við, og hafa blóm yfir langan tíma. Hafið pappír yfir þeim fyrstu dagana og vökvið vel þegar þið takið þá inn, hugsið svo um lauk- ana eins og önnur blóm með vökv- um. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.