Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 32
Juminlum fiskikassarnir frá Hoyang uppfylla allar kröfur. sem gerðar eru til fiskikassa. Notkun þeirra um borð i fiskibátunum tryggir: betri nýtingu aflans. meiri gæði, hærra gæðamat og hærra verð. Notkun Hoyang fiskikassanna í fiskvinnslustöðum trygg- ir meira geymsluþol og betri vöru. þar sem kassarnir staflast saman og falla í þétta valsa svo loft leikur ekkl um þá. bráðnar ísinn mun hægar en í öðrum gerðum | fiskikassa og vatnið rennur allt burt. Aluminium i Hoyang fiskiköss- unum er ..seltuvarið**. Forðist gerlagróður. Notiö Heyang fiskikassa. F R I Ð ÆGISGÖTll RIK JORGENSEN 7 — s í m i 1X020 túsunda, en gúmmíið á tengilsfót- stiginu er mjög slitið og benzíngjaf- inn illa farinn, þá er skilningsrikt bros i hæsta máta eðlilegt. Það getur auðvitað vel verið, að fótstigsgúmmíið sé gott, enda þótt bíllinn hafi verið mikið keyrður, því að það má endurnýja. Þegar framhjólin snúa beint fram, eigió þér aö athuga, hve mikió stýrió hleypur —- þ. e. hve mikiö má snúa því án þess aö hjólin hreyfist. Ef þaó er yfir 6 cm á amerískum bil og tals- vert m^nna á evrópskum, maelt á yzta hring stýrisins, þá kostar þaó lagfœringar, og hundraókallinn er fljótur aö fara. Ræsið (startið) bílinn augnablik, hafið innsogið inni og snúið ekki bíl- lyklinum, og bíðið andartak, og end- urtakið þetta 8—10 sinnum. Ef þér heyrið óvenjuleg hljóð, þegar ræsi- vélin snýst, er bezt að reikna með því að tannkransinn á sveifluhjólinu sé slitinn. Það eru að minnsta kosti nokkur hundruð krónur, sem fara Þar. Lyítið vélarhlífinni, setjið vélina í gang og látið hana ganga lausagang. Vélin á að hitna hægt án nokkurra annarlegra aukahljóða og bylmings- högga. Ef það er eins og skógarspæt- ur séu að fullu starfi inni í vélinni, þá skuluð þér láta einhvern ríkan fuglavin taka við vagninum. Vélin getur meðal annars þjázt af slitnum stimpilboltum, sveifar- eða höfuð- legum. Þegar vélin er orðin nokkurn veg- inn nógu heit, skuluð þér biðja ein- hvern að stíga snöggt á benzíngjaf- ann nokkrum sinnum, meðan þér at- hugið sjálfur litinn á reyknum aftur úr bílnum. Ef bláleitt reykský (eða svart eða grátt) gýs út, er vélin mjög eyðslusöm á olíu og þarf að minnsta kosti nýja stimpilhringa. Setjizt svo sjálfur við stýrið og stigið benzin- gjafann niður um það bil þriðjung og sleppið honum snöggt aftur. Stigið hann svo hálfa leið niður og sleppið honum snögglega. Endurtakið þetta nokkrum sinnum. Ef það heyrast högghljóð, sem þér heyrðuð ekki, þegar vélin gekk lausagang, er eitt- hvað i ólagi í legunum, og það verð- ur dýrt að gera við það. Og þannig á að reyna fóttengsli og fóthemii. Fóttengsliö (kúplingin) hefur einn- ig sína sögu aö segja. Ýtiö því niöur meö hendi eöa fæti. ÞaÖ veröur aö vera aö minnsta kosti nokkurra cm bil, áöur en viönámiö eykst. Ef svo er ekki, svikur tengsliö („snuöar kúplingin") og er vafalaust talsvert slitiö. Einnig getur veriö rétt aö reyna vélina þannig: setjiö vélina í gang og skiptiö í hæsta hraöastig (gír). Dragiö handhemilinn fast út og sleppiö tengslinu hægt og gefiö svo til fullt benzín, einmitt um leiö og tengslinu er sleppt aö fullu. Vél- in hlýtur aö stöövast á augnabliki, en geri hún þaö ekki, sannar þaö, aö tengsliö svíkur. Stigið að lokum á fóthemilinn. Hann má ekki vera eins og svamp- kenndur —■ ekki fjaðra. Haldið heml- inum niðri eina mínútu. Ef fótstigið sekkur hægt niður, þá hafið þér staðreynt, að einhver galli sé við vökvahemilskerfið, og það verður ekki ódýr viðgerð. Það sakar heldur ekki að biðja seljandann að taka það hjól af, sem þér bendið á, svo að þér getið skoðað hemlana. Það mega ekki vera djúpar rispur í hemilskál- unum og engin merki um oliuleka, og ennfremur verða hemlaborðarnir að vera vel þykkir. Sleppið stýrinu augnablik! Gleymið ekki hemlunum. — Hlustið vel eftir afturdrifinu. Sumir seljendur leyfa þaö ekki, aö billinn sé keyröur tíl reynslu, áöur en kaup eru gerö. Oft getur sú neit- un veriö dýrmæt ábending um ástand bílsins. Sumar þær rannsóknir, sem hér hefur veriö ráölagt aö gera, eru strangar, en þær skaöa ekki bíl, sem er nokkurn veginn í góöu standi. Ef þér treystiö ekki sjálfum yöur til aö draga réttar ályktanir af reynslu- feröinni, skuluö þér biöja einhvern góöan vin yöar aö aka bilnum eöa fá fagmann til þess. Og áöur en lagt er upp í reynsluferöina, veröiö þér aö gæta þess vel, aö réttur loftþrýst- ingur sé i öllum hjólböröunum. Byrjið á því að reyna stýrisbún- aðinn. Akið fyrir götuhorn, bæði til hægri og vinstri. Stýrisbúnað, sem heggur og skelfur viljið þér ekki. Það er erfitt að gera við hann — og dýrt. Finnið beipan veg með sléttri braut og akið beint áfram. Takið báðar hendur af stýrinu og athugið, hvort bíllinn leitar á aðra hlið. Hann á að fara 150 metra, áður en Þér þurfið að hreyfa stýrið. Þetta miðast við það, að akbrautin sé slétt og halli ekki. Endurtakið þetta nokkrum sinnum og takið ekki bílinn gildan, ef hann leitar stöðugt á sömu hlið- ina. Biðjið einnig einhvern annan að aka bílnum beint áfram og standið fyrir aftan bílinn til að gæta að, hvernig hjólin hagi sér. Ef afturhjólin fylgja ekki sporum framhjólanna, eða ef eitthvert hjólanna vaggar, er rétt- ast að hætta við kaupin. Leitið að slæmum vegarspotta. Það er gott að geta ekið bíl á hraðri ferð, en hemlarnir eru næstum þvi mikilvægari en vélin. Akið beint áfram og stigið fóthemilinn fast nið- ur. Ef billinn kastast til eða leitar mjög á aöra hlið, Þá skuluð þér ekki taka á móti bílnum, fyrr en settir hafa verið nýir hemlaborðar í stað hinna greinilega mjög slitnu, sem fyrir eru. Reynið hemlana helzt einn- ig í langri og brattri brekku. Ef fót- hemillinn sígur að gólfinu smátt og smátt, þá sitjið þér i bíl, sem þér eigið ekki að sitja í. Nú er kominn tími til að finna einhvern verulega slæman vegar- spotta, sem ekki ætti að vera svo erfitt hér á landi (þetta stendur einn- ig í sænsku útgáfunni!) og rannsaka heilsuna hjá fjöðrunum, höggdeyfun- um og framhjólafestingunum. Þegar bíllinn rennur yfir holurnar, skelfur stýrið ef til vill og hristist í hönd- unum á yður, þá er framhluti bílsins ekki góður. Fjaðrafestingarnar, sem eru slitnar, gefa frá sér innantómt óhljóð. Ef þær hafa verið festar um of til að draga úr óhljóðinu, kemur það fram I því, að bíllinn nötrar og skelfur, einnig á sléttum vegi. Ef það er erfitt að stýra bílnum frá annarri vegarbrúninni yfir á hina á mjög illa förnum vegi, þá er það yfirleitt vegna lélegra höggdeyfa. Það er dýrt að skipta um aftur- drif, en það krefst nokkurs sjálfs- öryggis að reyna það. Maður lokar gluggunum og tekur upp aftursætið. Ef nokkurt óhljóð heyrist frá aftur- drifinu eða mismunadrifinu, meðan þér akið fyrst jöfnum hraða og sið- an aukið hann og minnkið aftur, þá er það ills viti. Seljandinn ber því sennilega við, að hljóðið komi frá hjólunum við aksturinn, en það er vissast að vera varkár. Smávegis fimleikar fyrir vélina. Akið bílnum upp i 25 km hraða á fyrsta hraðastigi (gir), en 31—40 km í amerískum bíl með stórri véi og einungis þremur hraðastigum. Drif í skiptihjólakassa (girkassa), sem er mjög slitið, kemur þá sam- stundis upp um sig! Ef það kemur innantómt högghljóð frá vélinni, þeg- ar þér takið fótinn af benzíngjaf- anum eða það heyrist eins og þegar stafur er dreginn eftir rimlagirðingu, þá þarf að taka vélina rækilega til athugunar. Ströngustu raunina fyrir vélina í notuðum bíl er einna auðveldast að framkvæma. Hægið á vagninum ofan Framhald á bls. 47. 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.