Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 17
Yves Montand kynnir vinkonn sína fyrir ríkri amerískri frú, það er örlagarík ákvörðun. hódegisverð með vini sínum, Yves Montand. Siminn hringir, hann verður þvi miður að tilkynna forföll vegna áríðandi verzlunarerinda eins og svo oft áður. Næst þegar þau hittast, segir hann að hann hafi visað rikri bandariskri konu til hennar, sem ætli að láta innrétta íbúð sína. Paula fer og heimsækir frúna og hittir þar ungan son hennar, Philip. Þessi heimsókn veldur gjörbreytingu á lífi hennar. Ungi maðurinn verður heillaður af hinni þroskuðu konu og hún getur til lengdar ekki staðizt aðdáun hans. En elskar hún hann? Eða elskar hún sinn jafn- gamla vin? Það sjáið þið þegar myndin kemur hingað. Hver er það sem Paula elskar, ungi maðurinn eða hinn jafnaldra að- dáandi hennar? Lcs, 09 spilar á píditó Steinunn Guðmundsdóttir er ein af unga fólkinu i Reykjavik i dag og sú er ástæðan til þess að við höfum viðtal við hana. Hún hefur ekki unnið sér neitt til frægðar, ekki ennþá, en lifir lífinu eins og flestir aðrir unglingar hér i bæ. Við skulum aðeins forvitnast um þá lifnaðarhætti. — Hvað gerðirðu siðastliðinn vetur? — Ég var i landsprófi. — Og ferðu þá ekki i mennta- skólann næsta vetur? — — Nei, ég ætla að hætta ó menntabrautinni og fljúga til Ame- ríku i haust. — Ætlarðu að vera þar lengi? — Ja, minnsta kosti i vetur. — Og þú ferð bara svona til að sjá þig um? — Já og læra málið, á eftir ætla ég svo að ferðast eitthvað um Evrópu. — Við hvað fæstu aðallega, nú þegar þú ert hætt í skóla? — Ég spila t. d. á píanó, en ein- göngu sígilda hljómlist og svo les ég mikið. — En þú hefur gaman af að hlusta á dægurlög, er það ekki? Þú ert með segulband hér með lögum úr kananum, svo þú hlustar ó hann. — Já, ég hef auðvitað gaman af þ»im, en ég spila þau ekki. — Ertu búin að læra lengi? — Já, ég hef eiginlega stanzlaust verið í timum siðan ég var sjö ára og þykir alltaf jafngaman. — Ætlarðu þá ekki að leggja þetta fyrir þig? — Nei, ég er of nervös til þess. — En þú segist lesa mikið, hver er uppáhaldsrithöfundurinn þinn? — Halldór Kiljan Laxness og mér finnst mest gaman að spila Debussy og Bartok. — Við hvað vannstu i sumar? — Ég var i kirkjugörðunum, F oss vogskirkj ugar ði. Steinunn Guðmundsdóttir. — Hvaða dansstaði sækirðu? — Aðallega Storkklúbbinn,, þó ég fái nú dálítinn leiða á því, en það þýðir ekkert að reyna að fara ann- að, þá þekkir maður engan. Það eru svo miklar klíkur hér á dans- stöðum. — Og ertu ánægð með hljóm- sveitina þar og allan vðibúnað. — Já, þeir eru prýðilegir, þó að Svavar slái þeim auðvitað við. — Svona fyrir utan lestur og spil, hvað gerirðu þá, prjónar eða býrð til mat? — Nei, alls ekki, ég hef engan áhuga á húsverkum og því siður saumaskap, en ég fer oft i bíó og mér finnst mjög gaman að fara í leikhús. — Kvíðirðu ekki dálitið fyrir að verða svona lengi í burtu? — S'att að segja er ég ekki al- mennilega farin að átta mig á þvi, en það verður áreiðanlega mjög gaman. Félagslíf unglinganna i Ameriku er svo frjálslegt og eðli- legt. Þar geta krakkar t. d. verið heillengi saman, án þess að nokkuð náið sé á milli þeirra og strákar Framhald ó bls. 47. •: ’ • •? Þessi rótar órólega með blý-Augun horfa til himins og antinum í hárinu, hún er f]jót°'n*}°Sarn*r eru a borðinu, að skilja hlutina og tekurlaUSU hendinni veifar hún fram og til baka og meo skjótar ákvarðanir, en hættirhinni nennir hún varla að til að taka vanhugsaðar á-^a^a a tólinu. Þetta er , , yfirlætisfull manngerð, „ég kvarðamr, an þess að hugsaveit þetta alu fyrirfram um afleiðingarnar. hugsar hún með sér“. Hún er taugaóstyrk og rfgheldur báðum höndum um tólið. Það er auðvelt að koma henni úr jafn- vægi og hún er viðkvæm og auð- særð. Ef illa gengur missir hún vald á sér. Það er nauðsynlegt fyrir hana að öðlast meira ör- yggi. Þessi er dreymandi og rómantísk og eyðir miklum tíma í að byggja loftkastala. Hún þarf að komast niður á jörðina og uppgötva að lífið getur verið ágætt, þó hún verði að horfast í augu við það. MKAM 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.