Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 33
ÞEKKTU SJALF/-N ÞIG Dr. Matthías Jónasson: Ég gæti það eí-- SJÁLFSBLEKKING. Fáir menn eru svo lijartahreinir, að þeir blekki aldrei sjálfa sig. Allt frá bernskudögum, minnumsl við slíkrar sjálfsblekkingar. Hún kemur fram í mörgum myndum. Á siðrænn sviði fegrum við gerðir okkar, látum sem þær spretti fram úr göfugara hugarfari en raun er á, köllum girndina ást, ofríkið umhyggju, ofbeldið réttlæti. Hitt ber sjaldan við, að við afsökum ill verk okkar með því, að þau séu sprottin fram úr ósiðlegu hugarfari. Á vitrænu sviði aftur á móti bykjumst við geta miklu betur en við gerum. Enginn blygðast sin fyrir að gera verr en liann hefir vit til, en hver maður varast að afsaka gallað verk með heimsku sinni. Okkur er miklu annara um að menn dáist að vitsmunum okkar en siðgæði. Tornæmur nemandi sveitist blóði við námið, þeytist e. t. v. frá einum einkakennara til annars, en þegar hann loks er skriðinn gegnum próf, leyna sér ekki drýgindin: „Ég skal viðurkenna, að ég hefði getað gert miklu betur, ef ég hefði lagt mig fram.“ Og jafnvel þótt strit hans sé vonlaust, getur hann sagt af sannfæringu: „Ég veit ég gæti náð þvi, ef ég legði mig fram\“ Samt kann jafnvel að vera vonlaust, að hann gæti lagt sig fram. Sá hæfileiki er ekki öllum gefinn. En hið vafasama „ef“ verður helzta líftaug persónuleikans, sjálfsblekkingin, sem margur leitar huggunar í. „Ef ég legði mig fram“ . . . þá myndi ég áreiðanlega bera af. Þannig vekja ímynduð afrek okkar sælu- kennd; dagdraumurinn bætir fyrir vonbrigði, sem veruleikinn veldur. Yiman getur þó orðið skammvinn. Skyndileg atvik svipta hulunni frá og hin raunsanna innri eymd blasir við. Þá hefst píslarganga vanmeta- kenndarinnar. Framhald á bls. 38. Kona, sem kemst í það að hjálpa síðbúnum manni sínum við nám, gerir það ef til vill af kostgæfni, en sjaldan mun hún glöð í hjarta sinu yfir þvi, jafn- vel þótt hann segi: Ég gæti verið búinn með Iðnskólann fyrir löngu ef - - VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.