Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 5
f fnllri &lvörn Bíll og bílstjóri Þess eru mörg dæmi í íslenzkum skáldskap, að orkt er um skip eins og væru þau lifi gæddar verur. Þeg- ar í fornöld eru þau kennd til dýra í kveðskap, og höfundar rímnanna á seinni öldum kölluðu skipin báru- jói, súðahunda, siglugamma og öðr- um áþekkum táknheitum. Algengt var það, og er raunar til enn, að eigendur báta og skipa gáfu þeim mannsheiti — létu skip sitt heita í höfuðið á konu sinni eða einhverju barna sinna — og sannar það enn að skipið er mönnum annað og meira en líflaus hlutur, eins og lika trúin á það, að misjafnt lán og þó einkum misjöfn aflasæld fylgi skipum. Þess eru líka mörg dæmi, að svo nátengdir geta formenn orð- ið hátum sínum, að þeir gera í fljótu bragði lítinn greinarmun á þeim og sjálfum sér, en tala fyrir munn beggja í fyrstu persónu: — Ég var að reka mig utan i bryggjuna, eða ég var að mölva mig. . . Slíkan virðingarsess hefur ekkert atvinnutæki eða farartæki annað skipað í huga þjóðarinnar. Bíllinn hefur komist næst því. Að vísu hafa skáld ekki kallað bílana hjólgamma, barðajói eða hreyfilhunda í kvæð- um, en það stafar fyrst og frernst af því að nútíma skáld grípa ekki til kenninga í yrkingum sínum. Ekki hefur það heldur komizt i hefð að bilstjórar létu bíla sina heita i höf- uðið á eiginkonuin sinum — hins vegar inunu fyrirfinnast þær eigin- konur, sem efast um að manninum þyki að ráði vænna um þær en bil- inn, og hafa þær jafnvel nokkuð til sins máls. Loks er það alkunna, að bílstjórum veitis onn örðugra en formönnum og skipstjórum að gera greinarmun á sjálfum sér og bíln- um i mæltu máli, og það svo að ekki þykir neitt tiltökumál þótt þeim yerði það að orði, að þeir hafi beyglað á sér „húddið“, brætt úr sér eða rekið skottið utan í. Frá hversdagslegu sjónarmiði þeirra er bíilinn annað og meira en dautt og vitundarlaust læki; það mun meira að segja til að biisijóri taki svipaða tryggð við bíl sinn og liti á hann sem vin sinn, á svipaðan hátt og rnenn tóku áður tryggð við hesta og bundust þeim vináttuböndum. t íijótu bragði kann þetta að virð- ast heimskulegt, en sé betur að gáð, kemur i ljós að þetta á sér djúplæg- ari orsakir en margur hyggur. Bát- ur og bill eru gæddir vissum eigin- leikum, sem þeir bera ekki utan á sér, og enda þótt þessir eiginleikar séu að sjálfsögðu eingöngu tækni- legs og vélræns eðhs, þekkir maður- inn þá ekki til hlítar fyrr en eftir alllöng og náin kynni. Og um bilinn má segja, að þessir eiginleikar séu að sjálfsögðu eingöngu tæknillegs og vélræns eðlis, þekkir maðurinn þá ekki til hlítar fyrr en eftir all- löng og náin kynni. Og um bilinn má segja, að þessir eiginleikar hans geta tekið nokkrum breytingum, að minnsta kosti að vissu leyti eftir þvi hvernig þeim er tekið, þannig að bílstjórinn getur, í vissum og að sjálfsögðu mjög takmörkuðum skilningi, „alið hann upp“ eða „tam- ið hann“; þetta nægir til þess að hann mundi finna greinilegan mun á sínum eigin bíl og bíl annars manns, þótt bá(ðir bílarnir væru sömu tegundar og meira að segja af sömu árgerð. Fyrir bragðið finnst honum bíllinn að nokkru hluti af sjálfum sér, öldungis á sama hátt og hestamanninum, sem sveigt hefur persónugerð liestsins til sam- ræmis við sína eigin með tamning- unni. Og loks er það traustið. Það er ríkt i eðli hvers manns, að finnast traust ekki tryggt nema það sé gagn- kvæmt. Telji hann sig komast að raun um, að hann megi treysta ein- hverjum, finnst honum það skylda Framliald á bls. 36. ELDUNARPLATA með 3 eða 4 hellum. Fullkomin viðgerðarþjónusta varahlutir jafnan fyrirliggjandi. EINKAUMBOÐ: Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35200. Umboðsmenn víða um landið. Akurfell Umboðs- og heildverzlun Hallveigarstíg 9. Rvík. Sími 2 49 66. VlkCAN S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.