Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 21
Neytendasamtökin hafa gefið út bækling um kaup á notuðum bílum og hafa þau góðfúslega gefið Vikunni leyfi til birtingar á honum. En rúmsins vegna hefur orðið að stytta hann örlítið hér. HVERS BER AB GÆTA VIB KAUP A' NOTUBUM BÍL? í nýja eða kaupi, endurnýi og selji notaöa bila. Slíkum fyrirtækjum er yfirleitt að treysta, enda er ábyrgð þeirra meiri heldur en þriðja manns- ins, umboðssalans. Hér er ekki um annað að ræða en að fara á hina ný- opnuðu bílamarkaði, til ýmissa ein- Stígið varlega á „stuðarana“ og látið yfirbygginguna fjaðra. Ef hún held- ur áfram að fjaðra, eftir að þér hafið hoppað niður, þarf bíllinn nýja höggdeyfa. (Gerist varlega á litlum bílum). stakiinga, sem annast umboðssölu, fara eftir auglýsingum eða auglýsa sjáifur. Óhætt er að fullyrða, að í einu til- felli geti menn talið sig örugga. En Það er, þegar menn komast í sam- band við æruverðuga persónu, sem fullvissir þá um það, að enginn hafi átt bílinn né heldur keyrt hann nema hann sjálfur. Hér skal þó ekki reynt að skilgreina hugtakið æruverðugur, i stað þess bent á það, að enginn hef- ur betri aðstöðu en eigandinn sjálfur til þess að sniðganga einmitt þennan eða hinn gallann, sem bíllinn hefur hlotið oftast á erfiðari ævi. Víða erlendis eru til tæknistofnan- ir, sem sérstaklega taka að sér að rannsaka notaða bila, svo að þá er hægur vandinn að varast meiri hátt- ar vonbrigði. En þótt hér sé ekki sliku láni að fagna, þá eru hér þó fjöl- margir kunnáttumenn, sem ættu að geta veitt mikilvæga aðstoð við bíl- kaupin. Þeir, sem ekki eiga slika fag- menn að vinum eða kunningjum, og fá sig ekki til að biðja neinn, sem þeir þekkja, ættu að lesa þennan bækling mjög vandlega, áður en þeir gera bílkaup, og það gæti sparað þeim nokkrar þúsundir króna, ómæl- anleg vonbrigði og býsn af leiðind- um. Og þá ættu menn að hringja i síma 19722 og ganga í Neytendasam- tökin. Það kostar aðeins 25 kr. á ári, leiöbeiningarbæklingar og réttindi til lögfræðilegrar aðstoðar innifalin! En annars hafa allir bílaeigendur eða á- hugamenn um bíleign gagn af því að lesa þennan bækling, eða með öðrum orðum: Þennan pésa ættu allir að lesa. Blýantur kemur upp um ryð- skemmdir. Hristið framhjólin með höndunum. Fyrir þeim, sem kaupir nýjan bíl, er tegundin yfirleitt aSalatriÖiÖ. En þegar maöur er aö leita aö góöum, notuöum bíl, sem sé peninganna viröi, eru þaö hin ytri eöa innri gœöi ein- hvers sérstaks bíls, sem ráöa úrslit- um — og því miöur eru þaö oft hinir ytri kostir, sem veröa þyngstir á met- unum. ÞaÖ er svo sjálfsagt, aö þaö þarf engar nánari skýringar viö, aö vel meö farinn bíll af ódýrari tegund er eftirsóknarveröari 'heldur en lúxus- bíll í lélegu standi! Það þarf sem sagt aðeins að at- huga, hvort bíllinn sé í prýðilegu lagi eða ekki! Og það er í rauninni minni vandi en ætla mætti að finna sjúk- dómseinkenni bílsins. Og nú höfum við, aðallega eftir amerískum fyrir- myndum, tekið saman það helzta, sem menn þurfa að athuga, þegar þeir vilja rannsaka bíl, og sem ekki krefur neina sérstaka þekkingu á vélum. Sá, sem vill selja bíl, getur mót- mælt því, að hann sé rannsakaður, af tveimur ástæðum: Hann getur verið viss um það, að billinn standist ekki prófið, og hann getur haldið, að bíllinn skemmist við meðferðina. En sú athugun, sem hér verður lýst, gerir seinni ástæðuna algerlega ó- þarfa. En þér skulið muna, að úr göllum, sem í ljós koma, má oft bæta, og það þarf þvi ekki að hætta við allt saman, að því tilskildu, að verð- ið standi í réttu hlutfalli við verðgildi bílsins. Fyrst og fremst þurfið þér að sann- færa yður um það, að bíllinn hafi ekki verið málaður á ný. Með því að rispa svolítið hurð að innanverðu má sjá, hvort gamalt litarlag leynist undir yfirborðinu. Bill, sem hefur verið málaður oftar en einu sinni, hefur oft lifað hátt. GangiÖ úr skugga um þaö, hvort málmurinn í yfirbyggingunni sé ryö- étinn, meö því aö þrýsta fingri eöa enn frekar blýantsenda í liorniö milli liúss og afturbrettis, og eins viö gangbrettislistana undir dyrunum. Sé málumurinn mjúkur, er ryögunin langt á veg komin. Viögerö á ryöét- inni yfirbyggingu er dýrari en svo, aö þaö taki því aö hugsa um hana. Rispur og beyglur á aurbrettum og hjólkoppum tala sínu máli. Bíllinn hefur verið illa meðhöndlaður, og ef til vill hefur hann verið keyrður af manni, sem er mjög slysgjarnt. Það þarf nokkra sérþekkingu til að geta rannsakað hjólbarðana þann- ig, að hægt sé að lesa þær rúnir, sem þar eru ristar. Ef þér getið ekki séð eða kannizt ekki við munstrið á slit- laginu, er sennilegt, að dekkið sé sólað, mikið keyrt og lítils virði. En óvanur ökumaður getur einnig séð, hvort dekkin séu ójafnt slitin. Það sýnir, að hjólastillingin er skökk og að sennilega er undirvagn bílsins að framan mjög slitinn. Kreistið sannleikann út úr framhjólunum. Leggizt á kné við hliðina á fram- hjóli, takið höndum um dekkið efst og hristið hjólið fram og aftur. Ef þér heyrið óþægilega smelli, þá eru óeðlilega stór hlaup annað hvort í framhjólslegunum, spindilboltunum eða fjaðrafestingunum. Fyrstnefndi gallinn er sennilega ekki alvarlegs eðlis, en hinir tveir þeim mun verri. Biðjið seljandann að sjá um það, að framhjólslegurnar séu hertar, — það tekur ekki meira en 10 mínútur fyrir bæði hjólin — og endurtakið rann- sóknina. Ef óhljóðið heyrist ennþá, getið þér séð fram á háan viðgerðar- reikning. Stígið upp á annan ,,stuðarann“ og svo á hinn, og látið yfirbygginguna fjaðra. Ef hún heldur áfram að fjaðra eftir að þér hafið hoppað niður, þarf bíllinn nýja höggdeyfa. Nú skuluö þér reyna aö beita enn meiri vélaþekkingu og lyfta vélar- hlífinni. Oft finniö þér ryöbletti á vél- inni ,sem benda til þess aö vatnskass- inn hafi lekiö, eöa merki um raka á sveifarhúsinu, vegna þess aö olía hafi dropiö út. ÞaÖ getur oröiö dýrt aö gera viö leka á vantskassanum eöa vélinni, og olíublettirnar sýna a. m. k., aö þaö þurfti að setja ný þétti (pakningar). Dragið oliukvarðann út, lítið á olíuna og komið við hana og berið saman við venjulega olíu i bíl með kaldri vél. Sé hún þykkari, getið þér verið sannfærður um það, að allt hafi verið gert, sem hægt var, til þess að fá mjög slitna vél til að ganga hljóð- lega við reynslukeyrsluna. Það sakar ekki að skrúfa allar rúð- ur upp og niður og reyna dyralæs- ingarnar. Opnið síðan allar fjórar Reynið hemlana í langri og brattri brekku. dyrnar (eða báðar) og takið eftir því, hvort þær síga, þegar þær eru opn- aðar. Lokið siðan dyrunum — með rúðurnar niðurdregnar — og ef það þarf að skella einhverri hurðinni ó- eðlilega fast aftur, getur það verið merki um það, að bíllinn hafi oltið um koll. Fótstigin eru lausmál. Það en enginn vandi að leika Sherlock Holmes, þegar maður stíg- ur upp í vagninn og lítur í kringum sig. Að visu gæti aðeins maðurinn frá Bakerstreet séð það á rykinu á gólfinu fyrir framan bílstjórasætið, að fyrri eingandi bilsins myndi hafa verið rauðhærður, einhentur maður á fimmtugsaldri, en þér getið sjálfur dregið miklu mikilvægari ályktanir af fótstigunum („pedölunum") og gólfmottunni en nokkru sinni kíló- metramælinum, jafnauðvelt og er að setja hann úr sambandi. Ef kíló- metrafjöldinn nemur nokkrum tugum Framhald á bls. 32 vikanT 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.