Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 42
• • mm Ungir sem aldnir kjósa sér Terylene-buxurnar frá Veltusundi 3. — Sími 11616. Lubitil Sputnik vélin Heildsölubirgðir firíkur Kedlsson Garðastræti 2. — Ég skal láta kopiera íyrir þig, eí þú lætur mig hafa prufurnar, sagði Alex. — Það er óþarfi, ég get vel séð um það sjálf. Þegar foreldrar Sheilu voru farnir, sagði Alex: — Þú lætur mig kannski hafa Þessar tvær, þar sem ég er í bátnum, mig langar til að senda mömmu þær. — Já, það er velkomið, ég hef prufurnar. Hérna eru þær. — Þakka Þér fyrir, Sheila, sagði Alex. Hann stakk þeim í vasa sinn og leit út undan sér á prufurnar, sem lágu á borðinu. — Sheila, þú vildir víst ekki vera svo góð að gefa mér vatn að drekka. Ég er svo voða- lega þyrstur. —• Sjálfsagt, en viltu ekki heldur coca-cola? — Nei, takk, bara vatn. Þegar hún kom með vatnið lágu öll prufuspjöld- in ásamt kopíum í jakkavasa Alex. Hann drakk vatnið. — Þakka þér fyrir, Sheila. Þau snæddu kvöldverð á litlu veit- ingahúsi, og Alex sagði henni að hann ætlaði til Chicago daginn eftir. — Strax á morgun? Ég hélt að þú ætlaðir að vera hérna í nokkra daga. -—• Já, en ég hringdi til Chicago í dag, og mér var sagt að nú gæti ég fengið vinnuna, sem ég hef verið að bíða eftir. Þegar hann kom til gistihússins brenndi hann kopiurnar og prufurn- ar. Hann andvarpaði af feginleik, þegar allt var brunnið til ösku. Snemma næsta morgunn fór Alex flugleiðis til Mexico City. Þegar hann kom þangað höfðu borizt fréttir af Raney. Það voru myndir af honum á forsiðum allra mexíkönsku dag- blaðanna, og einnig á annarri og þriðju síðu amerísku stórblaðanna: KUNNUR BANDARlSKUR UM- BOÐSMAÐUR HORFXNN 1 ACA- PULCO. Hann fletti blöðunum, en hvergi var minnzt á bátsferðina, og það var aðalatriðið. Það var sagt að Raneys hefði verið saknað í fimm daga. Kvarfið hafði ekki verið til- kynnt fyrr en eftir þrjá daga sam- kvæmt fyrirmælum yfirvaldanna, sem létu fyrst leita hans í kyrrþey í Acapulco og meðal vina hans i Mexico City. „Menn halda", stóð i blaðinu „að hr. Raney hafi ef til vill orðið fyrir hefndaraðgerðum. McGee gat verið alveg rólegur, hugsaði Alex. McGee og félagar hans höfðu sjálfsagt nógar fjarvistarsann- anir fyrir alla siðast liðna viku. Alex hringdi til George Bell, sem var einn aðstoðarmanna McGee. — Ert þú loksins kominn Alex, við vorum farnir að undrast um þig. — Ég hef tekið það rólega, hvað er að frétta. — Allt ágætt, við eigum að koma til fundar við McGee, og ég gæti bezt trúað að hann hefði annað verkefni á takteinum handa þér. Kaffi er kjördrykkur en reynið einnig — JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. I ís-kaffi Fyllið % af háu glasi meS sterku köldu löguðu kaffi. Látið eina matskeið af vanillu-ís út í og nokkra ísmola (mulda) ofan á. Setjið síðan nokkrar skeiðar af þeyttum rjóma yfir og skreytið með ruðum cocktail-berjum. ■fr JOHNSON & KAABER KAFFI-UPPSKRIFT NR. 2 ískælt kaffi Sterkt lagað kaffi er sett í kælingu. Fyllið % af háu glasi með ískaldri mjólk og % af kaffinu. Sykur eftir vali. Bezt er að nota sykur-lög, (þ. e. 1 kg sykur og 1 litri af vatni soðið saman og kælt) til að gera sætt með. Setjið siðan eina matskeið af vanillu-ís eða þeyttum rjóma út i um leið og horið er fram. Kaffibrennsla InuKicnu o Yl VADCD H/_ KUUnlHbUN ot IV/ \AbtK /f — KöIluðuS þér, herra minn?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.