Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 19
 I' i til þess, sem hann i rauninni alls ekki vildi. Hann reyndi a8 afsaka sig með fogrum orðatiltækjum — að fórna lífi sínu fyrir annan, en svo göfugur var hann varla. En hvernig fékk hann þá skýrt það, að hann skyldi lifa við slíkt ósamræmi? Og hvað mundi gerast, ef hann hitti einhverntíma fyrir stúlku, sem hefði svo djúplæg áhrif á hann, að hann tæki ekkert tillit til Maud? ★ Svefntöflurnar höfðu tilætluð á- hrif fyrst í stað; hún féll í einskonar dá, en þó ekki nema í nokkrar klukkustundir. E’n svo tóku áhrif þeirra að vara æ skemur. I febrúar- mánuði gat hún sofnað um eittleytið, en þegar kom fram i aprílmánuð og tók að vora, lá hún oft andvaka til klukkan fjögur. Læknirinn, sem hafði eftirlit með skrifstofunni þar sem hún vann, hafði áhyggjur af útliti hennar; ráðlagði styrkjandi lyf og fjörefni og' stakk upp á því, að hún dveldist uppi i fjöll- unum vikutíma. Hún fékk nauðsyn- legan útbúnað að láni, dvaldist í fjallaskála nokkra sólarhringa, þar sem hún lá andvaka um nætur við atlotapiskur og niðurbældra hlátra dvalargestanna, hvarf heim eftir viku og veitti því víst enginn athygli. Og nú gat hún ekki heldur sofið á morgnana, eftir að snemma tók að birta með vorinu. Um leið og hún vaknaði af dvalanum, sóttu minning- arnar að henni, sjúklegar martraðar- sýnir — Litlidengsi og bangsinn hans, hvít líkkistan i kapellunni . .. tákn- myndir úr hennar eigin æsku; brúð- an, sem hún dró á hlutaveitunni, en mátti svo ekki eiga, vegna Þess að faðir hennar veitti því athygli, að hún var með rauðar neglur . .. and- lit manns nokkurs, sem hét Hilding og gerði ýmist að brosa tvírætt, glotta hæðnislega eða bíta hörkulega á jaxl- inn; maðurinn, sem skildi einmana leit hennar í stórborginni, en skildi hinsvegar ekki neitt og vildi ekki einu sinni við hana kannast, þegar hann hafði gert hana barnshafandi. Undir lok maímánaðar tók að hlýna í veðri, og um það var rætt í dag- blöðunum að sumarið væri snemma á ferðinni. Umferðargnýrinn barst inn um opinn gluggann, hratt fótatak, ómur af glöðum söng skólafólksins. Já, — það var ekki svo ýkjalangt síðan hin gáfaða dóttir prestsins lauk stúdentsprófi, áður en hún var fullra fjórtán ára. Þann dag var fað- ir hennar stoltur af henni. Safnað- arnefndarmennirnir komu í heim- sókn og drukku kaffi. Orð ... orð. Mundu Það, Sonja litla, að það er Guð, sem hefur gefið þér þína miklu hæfileika, og viljir þú sýna honum tilhlýðilegt þakklæti, ber þér að helga honum krafta þína . . . Framhald á bls. 46. Jan Slenliind, læknir, horfði á hana, þar sem hún lá á sjúkrabeðinum. Honum fannst þessi stúSka svo ólík öllum öðrum, sem gerðu sjálfs- morðstilraimir. Honum fannst, að hann yrði • að bjarga henni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.