Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 18
DYR útfararkapellunnar opnuðust og fölvan ljósbjarma lagði út i grá- móðu haustsins, sem hvíldi yfir kirkjugarðinum. Miðaldra hjón og ung stúlka komu út og gengu hægum skrefum niður malarborinn stíginn. Á eftir þeim komu svo sex ungar stúlkur, svarklæddar. Ein þeirra snökkti lágt. Lágværir orgeltónar bár- ust innan úr kapellunni og fylgdu þeim á leið út i húmið, ómar af vöggu- vísu. Niðri á veginum biðu þrír fólksbíl- ar. Frosið foklaufið minnti helzt á blóðflekki, þar sem það lá í sölnuðu grasinu. Sonju Wallin varð litið þangað sem bílarnir stóðu og störðu gulum augum út í blámóðuna Það var langt niður á veginn, allt að því hundrað metrar, en hún mátti hvorki bogna né bresta. Hún beit á jaxlinn og tók á því, sem hún átti til svo hún hnigi ekki niður. Þau skyldu ekki sjá hana bila. Þau . . . foreldrarnir. Sonja Wallin fór nærri um tilfinningar þeirra og hugsanir einmitt þessa stundina. Þau furðuðu sig áreiðanlega á því, að hún skyldi vera svona kaldlynd og tilfinningalaus. Bflaust hafði faðjr hennar þó hneyklazt enn meir á því, að henni skyldi ekki verða þokað frá þeirri óguðlegu ákvörðun sinni að láta enda útför Litladengsa með því að leika vögguvlsu. Síðast í morgun hafði hann reynt að telja hana á að breyta þeirri á- kvörðun. Gat hún ekki skilið að það jafngilti helgispjöllum að leika hvers- dagslega vögguvísu við jarðarför? Það var um svo margt annað betur viðeigandi að velja. Eitthvað, sem Ivfti sálinni yfir myrkur sorgarinnar. 'Til dæmis pilagrimskórinn eftir Wagner! En henni varð ekki hnikað. Hví skyldu þau láta sig jarðarför Litladenesa nokkru skipta? Þau höfðu aldrei viliað skipta sér af hon- um það hálft fimmta ðr. sem hann lifði. Hún var pwestsdóttirin, sem gerði uppreísn gegn foreldrum sínum með því að fara til Stokkhólms og setjast þar að — og það var ekki neitt. smáræðis hnevksli. Og þegar bessi sama prestsdóttir eignaðist svo barn í lausaleik, var mælirinn fullur. Hún hafði bó virt vilja föður sins hvað það snerti. að halda þessu leyndu þangað til, „allt væri komið i kring." Hvað — þvi komst hún aldrei að raun um. Þau álitu eflaust að hún yrði að giftast áður en hún gæti kom- ið heim með barnið. Hún fann belzkjuna og þvermóðsk- una setjast að sér, og hana furðaði sjálfa á harðlyndi sinu. Og þó var henni ljóst, að i rauninni leitaði hún á n^ðir þessarar beizkju og þver- móðsku á flótta sínum frá raunveru- leikanum. Að hún reyndi að beina huganum að öllu þvi, sem ekki snerti beinlínis þessa hinztu kveðjustund hennar og Litladengsa. Seinna mundi hún svo geta leyft sínum sönnu tilfinningum að brjótast fram. 1 kvöld, þegar foreldrarnir væru farnir heim. Þegar hún væri orðin ein. Bilstjórinn opnaði dyrnar. Húm- þokan var orðin enn myrkari. Sonja gat ekki greint hverjar af starfsystr- um hennar af skrifstofunni það voru, sem tóku sig fram um að kveðja hana. Þær töluðu svo lágt og áttu örðugt með að finna viðeigandi orð. Fyrir stundarkorni síðan höfðu þær orðið vitni að þvi, er lítil hvítmáluð líkkista seig niður um gólfið, og grip- izt ótta við hið óskiljanlega. Lítill drengur, sem oft og tíðum hafði verið umræðuefni þeirra á vinnustað und- anfarin ár, lítill drengur, sem þær höfðu heyrt svo margar fallegar sög- ur af. var ekki lengur til. Hann hafði horfið á vit þess leyndardóms, sem öllum er dulinn. Irma, sem er raunhæf og hvers- dagsleg í allri sinni hugsun, er ein um að viðurkenna þá staðreynd að drengurinn hennar Sonju sé látinn þannig. að hann sé horfinn fyrir fullt og allt. Það er þýðingarlaust að ræða nm himnaríki og guð við hana, því hvernig má sá guð vera gerður, sem ræður þvl að stór vöruflutningabíll banar barni, sem ekkert illt hefur að- hafzt? Og það mætti vera harðlynd- ur guð, sem særði Sonju þeirri ólifis- und. eftir að hún hafði fórnað sér fyrir þennan dreng og unnað honum meir en öllu öðru. Bíldyrnar skullu aftur og bíllinn ók af stað. Sonja Wallin sat i fram- sæt.inu. við hlið bílstióranum. Hún sá bað í sneglinum. að mamma hennar bar hvítan vasaklút að hvörmum sér og hún heyrði föður sinn segja lágt, . jæ1a-þá“. Hélugrátt malbikið hvarf inn nndir hiólbarðana og götuljósin runnu framhiá pins og blikandi perlur á endalausri fest.i. Hpnni varð fyrst lit.ið unp er billinn stpðnæmdist. Augu b°nnar heindust, að lýstri klukku- skifunni á kirkjuturninum. Klukkan slær stundarfjórðung vfir fimm. Þá er bessu endalega lokið. Sonja Wallin hefur fvlgt syni sínum til grafar. Járnbrautarlestin, sem foreldrarnir ætluðu með. lagði af stað klukkan n*u um kvöldið Hún fylgdi þeim á brautarstöðina. Að sjálfsögðu buðust bau til að vera kyrr í Stokkhólmi i nokkra daga. en hún afbakkaði það og hikandi mótmæli þeirra gáfu til kynna að þau væru því fegnust. Þau svrgðu vfst. öllu fremur glataða dótt- ur en dáinn dótturson, sem þau höfðu aldrei kynnzt — og þar sem allt benti til að þessi dóttir þeirra væri þeim glataðri en nokkru sinni, gáfu þau allt upp á bátinn. Hin langa bið leið að mestu leyti í þögn, sem aðeins var rofin af innan- tómum orðum og vanabundnum setn- ingum, eða varfærnislegum huggun- arorðum, aðvörunum og ráðlegging- um. Loks lagði lestin af stað, Sonja tók leigubíl og ók heim. ★ Þau sátu sex við kvöldverðar- borðið; höfðu drukkið talsvert af víni, konjakki og likjör, en þó var heldur þungt yfir öllum. Hagström dósent lék sér að því, annars hugar, að bregða fingrinum i kertislogann. Kona hans ræddi barnauppeldi við konu Samuelsonar verkfræðings. Verkfræðingurinn var á svipinn eins og hann væri að fást við erfiða reikn- ingsþraut. Jan Stenland læknir hafði gripizt einhverri tómleikakennd. Hann gat vitanlega ekkert um það sagt hver á- hrif bros hans hefði á viðstadda, en sjálfum þótti honum það leiðinda- gretta. Maud Falkskog lyfti glasi sinu og brosti til hans. —■ Skál! Þú átt eftir þrjátíu sek- úndur af gamla árinu til Þess að óska mér góðs nýjárs og þakka Þér fyrir það liðna. •Tan Stenlund lyfti glasi sinu og hafði mesta löngun til að mola grann- an stikil bess milli fingranna. En hann bar það rólega að vörum sér og öskaðí unnustu sinni gleðilegs árs. Fyrstu klukkuslögin kváðu við í útvarpniu. Eldflaug var skotið upp af svölunum til vinstri, og niðri á götunni kváðu við hvellir og hróp. Þau skáluðu hvert við annað. Svo tók Maud Falkskog glasið sitt, gekk til Jan Stenlunds og kyssti hann á vangann. — .Tan. ég elska þig. hvislaði hún. Um það leyti sem síðustu flugeld- arnir snrungu vfir borginni:. tókst þeim að ná sambandi við bílstöðina ocr þíðja um Jeigubfl. Hagström dósent og kona hans stóðu úti á svðlunum og veifuðu i kveðiuskvni ti1 gesta sinna. Þau fóru öl1 fiögur með sama bílnum. og var fvrst ekíð að húsi verkfræðingsins. en beear hiónin höfðu kvatt, nefndi .Tan Stenlnnd heimilisfang Maud Falkskog. Þegar þangað var komið og hann gerði sig ekki líklegan til að stíga út úr hílnum, vafði hún örm- unum um háls honum. — Elsku Jan, þú kemur upp til min svolit.la stund. Það er nýársnótt, svo bú getur ekki skilið við mig. — Ég er orðinn sárþreyttur, Maud, og ég verð að fara til vinnu I fyrra- málið. Og þú veizt að nýársdagurinn er yfirleitt ekki neinn hvildardagur fvrir lækna. — Aðeins örstut.ta stund ... Hann sá að bilst.jórinn gerðist ó- rólegur. — Jæja, en aðeins stutta stund, sagði hann. — Þú trúlr ekkl hve Þú gleður mlg. Klukkan var orðin hálffjögur, þeg- ar hann hélt heim. Það var stundar- fjórðungs gangur, og hann hafði sannarlega þörf fyrir að róa taug- arnar. Þetta höfðu verið honum þreyt- andi stundir, og Það hafði hann vit- að fyrirfram. Hve mörg slik kvöld skyldi hann hafa átt að undanförnu? Þau skiptu að minnsta kosti hundr- uðum, þessi fjögur ár, sem hann hafði verði trúlofaður Maud Falkskog. Þau voru að minnsta kosti orðin fleiri en hann gat tölu á komið. öðru hverju varð ekki annað séð, en það hefði verið fyrirfram ákveðið, að þau skyldu enda í argi og ósamlyndi; eins og það væri bókstaflega ómögulegt að varast þau orð, sem komu öllu af stað. Hann kunni þetta utanað. Hann var sjálfur orðinn sárleiður á þessu sambandi beirra á milli, sem hann megnaði þó ekki að rjúfa. Hún neit- aði aftur á móti að viðurkenna, að hann væri ekki jafnástfanginn af henní og hún af honum. Og svo end- urtók sama satran sig aftur og aftur —• hann revndi að slita sig lausan og hún beitti öllum brögðum til að halda honum föstum, bangað til hún missti allt taumhald á sér. Hann hafði reynt að venjast þessu. En eitt var bað. sem hann aldrei gat sætt sig við; þegar hún lýsti yfir þvf, að hún gæti ekki lifað én hans og sagði bað þannig, að helzt. mátti skilja það sam hótun. Hann skyldi hana aldrei til fulls. Vitanlega voru tilfinningar hennar úr jafnvægi. en þó varla meir en gengnr og gerist, þegar um konur var að ræða. En bessi orð hennar vöktu samt með honum ótta. Það var ekki nein- um vafa bundíð. að hún unni honum takmarkalaust og án bess nokkur eagnr-áni kæmist bar að Hann var alls ekki viss um. að hún gæti I rauninni lifað án hans. Væri hann óbrevttur starfsmaður við siúkrahúsið. þá mundi málið horfa allt öðruvfsl við. Þá hefði hann getað látið hart, mæta hörðu. En það vildi nú svo til. að hann var geð- læknir. sérfræðingur f þeirri grein meira að segja. og hafði þegar getið sér nokkurn orðstír fyrir að bjarga lífsbrevttum mannverum, sem ekki voru beear of langt leiddar — fá bær til að snúa við og sannfærast um að lífið væri bess virði að bvi væri lifað Það hafði honum oft teklzt. En honum hafði ekki tekizt að sann- færa sina eiein unnustu um bað, að lffið væri bess virði að lifa bvf án hans Og bó var bað óskadraumur hans að verða aftur friáls og óháður. Eða — var bað óskadraumur hans? í rauninni var hann ekki viss um bað. öðru hverju ásótti sú hugsun hann, að honum hlvti að vera bað nautn að kvelja sjálfan sig, þvinga slg 1B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.