Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 47

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 47
ungi of seint til starfs síns í sjúkra- húsinu, en Það kom þó ekki að sök. Þeir í handlækningadeildinni sögðu honum frá atviki, sem hann ætti eig- inlega að rannsaka nánar — miðaldra maður, prúður og vel klæddur, hafði reynt að stytta sér aldur með rakvél- arblaði, en þar eð hann komst undir læknishendur i tækan tið var hann úr allri hættu. Jan Stenlund lagði þetta atvik á minni sér; að sjálfsögðu mundi hann ræða við mann þennan siðar, bæði vegna mannsins sjálfs og til þess að geta fært þetta í skýrslur sínar. Hann skrapp inn í næturvörzluher- bergið og fékk Eér kaffisopa hjá hjúkrunarkonunni. Ekkert athyglis- vert var að finna í skýrslu vökukon- unnar; sjúklingarnir sofið væran, eftri að hún hafði flutt Johanson i sérherbergi, svo herbergisnautar hans gætu sofið fyrir hrotunum í honum. Johanson þessi þjáðist af svefnleysi sökum þess að hann hafði gert sér i hugarlund að hann gæti slegið met Napoleons mikla, sem aldrei svaf nema fjórar klukkustundir í sólar- hring, og lengi vel svaf Johanson ekki nema þrjár. Napoleon var að lokum fluttur til St. Helenu, en Johanson í sjúkrahúsið, þar sem hann endur- heimti sinn glataða svefn með að- stoð lyfja, og af slíkum dugnaði, að hann hélt vöku fyrir öðrum. — Er þetta ekki unaðsleg sönnun um sigurmátt holdsins yfir andanum ? spurði Stenlund hjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkonan var honum sam- mála um að það væri sönnun, en alls ekki um það, að hún væri unaðsleg. Einmenningsherbergin eru ekki bein- línis ætluð til þess að einangra hrot- ur, fullyrti hún, og spurði hvort lækn- irinn ætlaði ekki að útskrifa Johan- son í dag. — Ég veit það ekki, svaraði lækn- irinn. Maður verður að fara með hann eins og brothætt fúlegg. Þegar ég færði það i tal við hann í gær, sárbað hann mig um að fá að vera hér lengur, vegna þess hve rúmdýn- urnar væru mjúkar. Síminn hringdi. Hjúkrunarkonan rétti Stenlund talnemann; það var Maud, sem tilkynnti honum, að hún hefði þegið, fyrir þeirra beggja hönd, boð í samkvæmi þá um kvöldið. — Þú veizt það, Maud, að ég er þreyttur að loknu starfi og hef ekki tíma til að sinna slíku. — En, Jan, þú veizt að ég er að fara og verð fjarverandi i nokkrar vikur, svo þú ættir nú að geta fórnað mér aðeins einu kvöldi. . . Hann gat ekki maldað í móinn í áheyrn hjúkrunarkonunnar. Enn varð hann því að láta undan. Stundarkorni síðar var enn hringt; hann tók talnemann og bjóst við að Maud þættist hafa gleymt einhverju eins o gvenjulega. Svo var þó ekki. —■ Svefnlyfin, rétt einu sinni, sagði hann við hjúkrunarkonuna. Hentu hrotukarlinum út úr einmenn- ingsherberginu. Fengum við súrefnið i gær? — Tvo geyma, svaraði hjúkrunar- konan. Og satt bezt að segja held ég að þér hefðuð sjálfur þörf fyrir inni- haldið úr öðrum. — Þakka yður hugulsemina, en sjúklingarnir verða að ganga fyrir. Hann fór niður i lyftunni. Fyrir utan viðtalsherbergið stóð ung stúlka sem kvaðst heita Irma Bodén og vera kunnug Sonju Wallin. Hún hafði hringt til Sonju, þegar hún mætti ekki til vinnu um morguninn, og þegar hún svaraði ekki, þóttist hún vita að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir, tók bíl heim til hennar og fékk húsvörðinn til að opna herbergið. Sonja lá i rekkju og með litlu lifs- marki. — Þetta töfluglas stóð á borðinu, sagði hún og rétti Stenlund lækni það. Haldið þér að hún sé i lifshættu? — Já, það held ég. — Að það geti átt sér stað að hún vakni ekki aftur? — Veit það ekki. Þér skuluð fara inn til skrifstofustúlkunnar þarna segja henni nafn yðar og símanúmer og allt, sem þér vitið um þessa vin- stúlku yðar. Þakka yður fyrir. Hann gekk inn í skoðunarklefann. Sjúklingurinn reyndist vera stúlka um það bil hálfþrítug, falleg stúlka, andlitsfallið mótað hreinum drátt- um, munnurinn lítið eitt opinn, eins og á sofandi barni. Hárið sítt og ljós- gullið. Jan Stenlund virti hana fyrir sér eitt andartak. Hvaða saga skyldi leynast á bak við þessa sjálfsmorðs- tilraun. Vonbrigði í ástum? Otlit hennar virtist benda til þess. — Hvernig lítur þetta út? spurði hann hjúkrunarkonuna. — Illa, mælti hún þyrkingslega. Æðaslátturinn veikur, blóðþrýsting- urinn undir fimmtíu, hitinn ekki nema 35,6. — Tvo dæluskammta enn, og svo súrefni, sagði hann um leið og hann tók um hönd sjúklingsins, sem var óþægilega köld. Yfir svip hennar hvildi djúpur friður. Hvarmhárin voru dökk — en augun, mundu þau gea orðið björt og brosmild? — Við gerum allt, sem unnt er, sagði hann við hjúkrunarkonuna. Skiptum um blóð — og segið skurðlækninum að vera við því búinn að opna brjóst- holið, ef með þarf . . . LES OG SPILAR ... Framhald af bls. 17. bjóða út dömum, þó þeir séu ekki með henni, en sá riddaraskapur virðist vera að deyja út hér. Þeir gefa stúlkunni að minnsta kosti tækifæri til að kynnast sér, áður en þeir fara fram á meira. — Skilur þú nokkuð hjartfólgið eftir hér heima? — Nei, nei, þannig hlutir rista ekki svo djúpt á þessum árum, og svo verður þetta fljótt að liða, ef út í það færi. HVERS BER AÐ GÆTA ... ? Framhald af bls. 32. i 15 til 20 km hraða í hæsta hraða- stigi og stigið svo benzíngjafann um það bil hálfa leið niður. Ef billinn eykur ferðina upp í 50—60 km án Þess að rykkja, hika eða missa kveikju, þá getið þér verið nokkurn veginn viss um það, að bæði rafkerfið, blöndungurinn og lokarnir eru i góðu lagi. Allra síðasta athugunin snertir kælinguna. Gangið úr skugga um það við upphaf reynsluferðarinnar, að kælivatnið sé ekki of heitt og viftu- reimin sé spennt og gætið svo að vatnshitanum eftir aksturinn. Sé hann allt of hár, þá vitið þér, að kæli- kerfið er stíflað — af ryði, beyglun eða öðrum orsökum. Fjórtán spurningar um bifreið- ar og svör við þeim. Erfiðasta timabil ársins fyrir alla bifreiðaeigendur er vetrartíminn, og til þess að hjálpa örlítið upp á þetta skulu teknar hér nokkrar ráðlegg- ingar, sem sézt hafa í blöðum undan- farið. Hér koma þær: 1. Notið fjölþykktarolíu. 2. Notið ekki fjölþykktarolíu. 3. Látið vélina ganga í lausagangi svolitla stund áður en farið er af stað. 4. Látið vélina ekki ganga í lausa- gangi. Skiptið strax og farið er af stað. 5. Sjálfskiptur vagn er hreint og beint stórhættulegur í hálku. 6. Sjálfskiptur vagn hefur alla kosti fram yfir aðra vagna í hálku. 7. Setjið vetrardekk á, þegar færið fer að verða hált. 8. Trúið ekki öllum þessum áróðri um vetrardekk. 1 mikilli hálku er miklu beti’a að hafa vel slitin dekk, þar sem þau leggjast betur á vegínn. 9. Gardinur fyrir vatnskassa eru óþarfar. 10. Vatnskassagardínur eru nauð- synlegar. 11. Að setja vax á lakkið er alveg ónauðsynlegt. 12. Vaxberið lakkið. 13. Nýtízku vagn hefur miklu betra af því að standa úti. 14. Ekkert fer eins vel með bifreið- ina og upphitaður skúr. Fyrir þá, sem hafa lifað af þessar ráðleggingar, skulu hér birtar ráð- leggingar, sem eru eins konar svar við öllu þessu. Það er sænska blaðið „Svensk Motor“, sem lætur sérfræð- ing sinn svara. Hér koma svörin: I. -2. Auðvitað á maður að nota fjölþykktarolíu. Það hefur sýnt sig að fjölþykktarolía hentar ekki á- kveðnum tegundum bifreiða (Kamb- ásinn bræddi úr sér). Sérfræðingar framleiðenda þessara bifreiða héldu því fram að þetta væri oliunni að kenna og oliufyrirtækin að þetta kæmi til af Því, að of veikbyggðir málmar væru í legum vélanna. Fjöl- þykktarolian hefur þann hæfileika að laga sig eftir hitastiginu, þvi Þarf maður ekki að velja milli þykkta. 3.-4. Áður fyrr var það venja að láta vélina ganga 5—10 mínútur i lausagangi, en nú er talið réttara að setja nærri strax í gir og aka af stað, ef maður sér, að olíuþrýstingurinn er eðlilegur .Með þessu móti nær maður fljótast eðlilegum vélarhita og minna sliti á vélinni. 5.-6. Sjálfskiptingin hefur allt fram yfir. Sá vagn, sem er með sjálfskipt- ingu, skiptir betur niður en bifreiðar- stjóri getur nokkurn tima. Allir rykk- ir, sem komið geta fyrir um leið og skipt er, hverfa algerlega. 7.-8. Ágætt er að hafa vetrardekk og í vissum tilfellum snjókeðjur. Það er hreinasta fjarstæða að hafa slitin dekk. 9.-10. Bifreiðir með góðum vatns- lásum þurfa ekki gardínu fyrir vatns- kassann, en sumir viija sjálfir ráða hitanum og með því gera Þeir engan skaða fyrr en þeir gleyma sér og það sýður á vélinni. Hafi maður gardinu er það ágætt t. d. þegar bifreiðin er stöðvuð augnablik, hún heldur þá véi- inni lengur heitri. II. -12. Ný' bifreið þarf ekki vax. „Póleringsefnin“ hafa nú orðið það mikið vax í sér að ekki þarf meira með en þau. Volvo hefur enga trú á vaxinu. 13.-14. Allt tal um það, að ekki sé gott eða ekki nauðsynlegt að hafa upphitaðan skúr, er og verður út í hött. Tímans maður kaupir VEGGHÚSGÖGN Hornhillur Hillur I RenniHúrðal Skrifborðsskápar TM-húsgögn fástefestum húsgagnaverzlunum. Biðjið um TM-hú^|ögn. Barskápar Borðstofuborð Borðstofuskápar Svefnbekkir Borðstofuskápar Sófaborð S gerðir SÓFASETT: fca ltoyál Croí E I. sett. Trésmiðjan NEIÐIIR HALLARMÚLA 1. — SÍMI: 35585. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.