Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 36
Hcntugl.... og smckklcgí Hvítir sloppar fyrir verzl- unarfólk og starfsltð jjúkrahúsa. Bómullarskyrtur fyrir (þrótta- og ferðafólk, mansjettskyrtur. Vasaklútar kvenna og karla úr maco- og bóm- ullarefnum, auk þess tyrknesk handklæði. Mlslit kjólaefni. Framboð vefnaðarvara frá verksmiðjum þýzka Al- þýðulýðveldisins er furðu fjölskrúðugt. Þér ættuð að sjá með eigin augum hve úrval okkar er mikið. Útflytjendur: DEUTSCHER IMNEN • UNOAOSStHHANDEL IEXTII BERLINWa • BEHRENSTRASSE 44 DEUTSCHE DEMOCRATISCHI REPU|BLIK f ’ Létt rennur amerlskir eða islenzkir verksljórar á vinnustöðunum hér á vellinum. Hvort hefur reynzt betur? — Það er rétt, aS þeir hafa ýmist verið innlendir eða útlendir, en oft- ar þó amerískir og það hefur komið til af erfiðleikum við að ná i inn- lenda menn til starfans. Það segir sig lika sjálft, að tungumálin gera það að verkum, að það verður að jafnaði erfiðara fyrir ameriskan verkstjóra að vera yfir íslenzkum mönnum, en annars held ég að sam- starfið hafi yfirieitt gengið vel. Stundum hefur varnarliðinu þótt rétt að hafa islenzka verkstjóra, en við höfum ekki alltaf getað fengið islenzka verkstjóra þar sem þannig stóð á, að sérstaka tæknilega mennt- un þurfti til, en amerískir verk- stjórar hafa venjulega einhverja sérstaka tæknilega þjálfun. Annars skiptir það ekki máli, hvort maður- inn er íslendingur eða Bandaríkja- maður. Það er maðurinn sjálfur, dugnaður hans og hæfni, sem gera það að verkum, hvort hann er góð- ur verkstjóri eða ekki. Svo kvöddum við lautinantinn og þökkuðum honum fyrir ágætar upp- lýsingar. Þar með lauk þessari Kefiavikurgöngu okkar, sem farin var f þeim tilgangi einum að kynna þetta sérkennilega pláss fyrir les- endum Vikunnar. Hafi einhver skýr- ari hugmyndir um það lif, sem lifir innan þessarar girðingar, er tilgang- inum náð. GS. f FULLRI ALVÖRU Framhald af bls. 5. sín að verðskulda það með þvi að bregðast ekki trausti hans. Finni bilstjórinn að hann megi treysta bt! sfnum — það er að segfa að bfllinn reynist vel, eða jafnvel von- um framar við erfið skilyrðí — bykir honum að hann verði að láta bilinn njóta þess og auðsýna hon- um þakklæti sitt i verki með þvf að hugsa sem bezt um hann. Þetta get- ur jafnvel snúizt upp i slfkt dálæti og dekur, að öðrum — og þá einkum fjðlskyldu bflstjórans — finnst það óeðlilegt eða sjúklegt, og hversu ó- trúlegt sem það kann að virðast, munu finnast þess dæmi að bfll hafi valdfð hjðnaskilnaði af þeim sðkum. Enn er eitt atrfðf f „sambúð manns og bfls", sem fyllsta ástæða væri að geta, en verður ekkf gert að gagni f stuttum pistli — þegar bfllinn verður einskonar fjðlskyldu- guð, sem ekki krefst eingðngu að- dáunar og tilbeiðslu, heldur og fórna; efnahagslegra fðrna oft og tfðum langs umfram það, sem fjðl- skyldunni er unnt að færa. . . DORIS Framhald af bls. 7. sumirin f bústað út með firðinum. Mildred hafði alltaf sagt að hún væri boðin og velkomin þangað, þegar hún vildi, en hún hafði ekki not- fært sér það boð nema tvisvar, vegna þess að þeim Mildred og Tage kom illa ásamt. í þetta skipti svaraði Mildred bréfi hennar að tveim dðg- um liðnum; átti við hana sfmtal frá Gautaborg og kvað þau hjónin vera að leggja upp f sumarleyfisferð til Spánar og þótti leitt að þannig skyldi hittast á, en spurði Doris hvort hún vildi ekki skreppa þang- a8 samt. „Ef þú þarft að hvila þig eitthvað, geturðu ekki hugsað þér ákjósanlegri stað“, sagði hún. „Ekki verður nágranninn til að raska ró þinni — hann missti konuna sina úr lömunarveikinni i fyrra, og litli drengurinn þeirra fékk aðkenningu af lömun líka, og er í sjúkrahúsi __ég held að þessi nágranni okk- ar ætli að dveljast í borginni sum- arlangt ...“ Og nú var Doris sem sagt setzt að í sumarbústað vinkonu sinnar. Hún iá þarna vakandi, og þegar það rifjaðist upp fyrri henni hvers vegna hún væri þangað komin, varð hún skyndilega gripin kvíða — þetta hlyti að verða óumræðilega langur dagur, fyrst hún vaknaði svo snemma. Hún varð að reyna að sofna aftur, hugsaði hún og lokaði augunum aftur. En henni reyndist það ógerlegt, hún var útsofin og varð að gefa frek- ari svefn uppá bátinn þennan morg- uninn. Hún brá sér fram úr, dró tjaldið frá glugganum, starði frá sér numin út á sólgullinn, lognslétt- an fjörðinn, og varð allt i einu grip- in löngun eftir að fá sér bað. Hún klæddi sig í skyndi i sundfötin og brá yfir sig baðkápunni. Á leiðinni niður að sjónum mætti hún póstin- um, sem færði henni bréf; það var með spænsku frímerki, og Doris sá það á utanáskriftinni, að það var frá Mildred. Hún stakk þvi f vas- ann á baðkápunni og hélt niður i fjöruna. Þegar hún synti frá landi, hafði hún ekki orðið neinna mannaferða vxör uppi á ströndinni, en um leið og hún sneri aftur til lands, sá hún hávaxinn og grannan mann úti fyr- ir næsta sumarbústað. Hann ók hjólastól með 10—11 ára dreng i á undan sér og stefndi niður að sjón- um. Doris gekk upp fjöruna og iagðist i sandinn; þeir virtust ekki verða hennar varir og maðurinn lyfti drengnum úr hjólastólnum, óð með hann spöl út frá ströndinni og lét hann taka sundtökin. Hún sá það strax, að hann fór ekki rétt að, sem ekki var heldur við að búast af manni, sem ekkert kunni til slikra hluta. Sem snöggvast datt henni i hug að ganga til þeirra og bjóða fram aðstoð sína — en hún átU að hvíla sig, auk þess sem þetta kom henni ekkert við, og það var aldrei að vtia nema maðurinn kynni þvi illa, að hún færi að gagnrýna við- leitni hans. Hún sneri þvi baki við þeim, braut upp bréfið frá Mildred og fór að lesa hástemmdar lýsingar hennar af öliu því framandlega, sem fyrir augu hennar bar á Spáni, en svo lauk hún bréfinu á þvi, að hún befði frétt að nágranninn, sem hún hafði áður minnzt á, dr. phil. Strandberg, hefði í hyggju að verða nokkurn tíma i sumarbústaðnum með son sinn, og að öllum likind- um mundi systir Strandbergs koma þangað með þeim, en hún væri ráðs- kona hans. Dr. phii. hugsaði Doris með sér. Ekkjumaðurinn, hávaxinn og grann- ur, og að því er henni hafði virzt, á bezta aldri ... Síðari hluta dags gekk Doris aft- ur til strandar. Nú lá drengurinn þar á ábreiðu í sandinum; hann hafði bók hjá sér, en las þó ekki i henni, heldur starði með þrá i aug- um út á fjörðinn. Stórri sólhlif var komið þannig fyrir, að geislarnir féllu ekki á andlit drengnum, en þegar Doris kom aftur i land eftir langan sundsprett, sá hún að sól-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.