Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 40

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 40
1962 AUSTIN Fallegri línur, aflmeiri vél. Fjórir gírar áfram eða sjálfskiptur. Fjórar hurðir og stórt geymsluhólf. Austin tryggir trausta og örugga ökuferð. Garðar Glslason h.f. Reykjavík Með FEVON þvottaefninu verður þvotturinn hvítur og ilmandi — Reynið FEVON. inn í umgengni við fólk á hennar menntunarstigi. Þetta stöðuga að- hald magnaði vanmetakennd hans. „Ég er víst ekki nógu góður handa henni. Hún ætlar að gera úr mór finan mann,“ sagði hann við mig. Gróft orðbragð, sem hann hafði van- izt á áður, færðisí nú í aukana, rétt eins og sjáifsvitund hans reyndi að finna þar framrás. Að lokum skildu þau, og vinur minn fær aðeins sjald- an að sjá ijóshærðu dótturina, sem honum þykir þó svo innilega vænt um. * TREYJA O G HÚFA. Framhald af hls. 20. Á þennan hátt eru auknar út 2 1. á hvort ermi og bakstykki og 1 1. á hvort framstykki í annarri hverri umferð. Næsta aukningsumferð verður þá þannig: 5 1. garðaprjón, 13 1. sléttprjón, 1 1. band, 1 1. sl., 1 1. band, 10 1. sl., 1 1. band, 1 1. sl., 1 1. band, 30 1. sléttprjón, 1 1. band, 11. sl., 11. band, 10 1. sléttar, 1 1. band, 1 1. sl., 1 1. band, 13 1. sL, 5 1. gárðaprjón. Haldið áfram að auka þannig út, þar til lykkj- urnar eru 242. Um leið og þetta stykki er prjónaö, eru 2 hnappa- göt gerð á hægra framstykki með 4 cm millibili. Látið 37 lykkjurn- ar af öðru framstykkinu, 68 1. af bakstykkinu og 37 1. af hinu fram- stk. á öryggisnálar. Takið 50 1. aðra ermina, aukið út 5 1. báðum megin og prjónið ermina 9 cm, takið úr um leið, 1 1. i hvorri hlið, 8 hv. umferð, prjónið siðan mynztur og takið úr 1 1. i fyrstu umf. Eftir 22 umí. mynztur, er prjón- að garðaprjón 7 umf. og tekið úr um leið, i fyrstu umferð, svo lykkjurnar verði 38. Fellið af. Prjónið hina ermina eins. Takið nú 37 1. af öðru fram- stykkinu og fitjið upp 8' 1. hand- vegsmegin, takið siöan 68 1. af bakstykkinu, iitjið upp 8 1. og tak- ið að lokum 37 1. af hinu iram- stykkinu. Prjónið slétt prjón, nema 5 i. að íraman báðum megin, sem prjónast með garðaprjóni alla leið tii aífellingar. Eftir 8 cm slétt- prjón prjónast mynztur. Takið úr 1 1. x fyrstu umferð. E'ftir 22 umf. mynzturprjón, prjónast garðaprjón og um leið í fyrstu umf. eru teknar úr 14 1. með jöfnu millibili. Prjónið 7 umf. garðaprjón. FeU- ið af. Kragi: Fitjið upp 69 1. og prjónið garðaprjón 4 umf., prjónið síðan mynztur, nema 4 I. til hliðanna, sem prjónast með garðaprjóni alla leið. Þegar kraginn er 4 cm er fellt af. Húfa: Fitjið upp fyrir öðru hliðarstykkinu 104 1. og prjónið garðaprjón 6 umf. Prjónið síðan sléttprjón og takið úr á eftirfar- andi hátt; * 11 1. sL, 2 1. sl. prj. saman, endurtakið frá * tU * umf. á enda. Endurtakið þessar úrtök- ur í annarri hv. umf. og látið þær standast á. Þegar tekið er úr á þennan hátt, minnkar um eina lykkju milli úrtakanna, þannig að næst verða 10 1. á miUi, síðan 9 1. o. s. frv. Haldið áfram að taka úr, þar til 8 1. eru eftir. Dragið garnið í gegnum þessar 8 1. og gangið frá Því. Prjónið hina hliðina eins. Prjónið nú stykkið á milli hlið- arstykkjanna. Fitjið upp 26 1. og prj. garða- prjón 6 umf. Prjónið síðan mynzt- ur og aukið 5 1. í með jöfnu milli- bili yfir eina umf. Eftir 12 cm er 1 1. tekin úr i hvorri hlið 6. hv. umferð þar til lykkjurnar verða 21. Þegar allt stykkið er 25 cm er prjónað garðaprjón og teknar úr 3 1 i fyrstu umferð. Prjónið 7 umf. garðaprjón. Fellið af. Pressið öll stykkin mjög laust frá röngu. Saumið treyjuna saman með aftursting og úrröktu ullar- garninu. Saumið kragann við. Gangið frá hnappagötunum meö venjulegu kappmelluspori. Festið tölur á mótstæðan stað við hnappagötin. Saumið saman hliðarstk., húf- una og miðstykkið á milli, þann- ig að 3 úrtökubil séu ósaumuð (sjá mynd). Gerið snúru á húfuna og festið vel. í MEXIKÓ Framhald af bls. 11. — Augnablik, Alex! Alex leit upp og hrökk við, þegar hann sá að hún beindi myndavélinni að þeim og smellti af. Raney stóð beint fyrir framan myndavélina og horfði á stúlkuna, og nafn bátsins og hann sjálfur hlaut líka að koma fram á myndinni. — Þetta verður áreiðanlega góð mynd, kallaði hún ánægð. Alex hafði hjartslátt, en reyndi að láta ekki á því bera og sagði brosandi vlð Raney: — Loksins hafðist það af ... og svo er rigning! — Þær eru bara snotrar stúlkurnar í Acapulco, en ég kæri mig ekki um að hafa þær með í veiðiferðum. Alex vissi að Manuel hafði ekki séð mynda- vélina. Hann hefði betur gert það, hugsaði Alex. Hann kveikti sér 1 sígarettu, og sneri baki að Raney til að leyna því hve skjálfhentur hann var. Raney stóð við stýrið hjá Manuel. Þeir stefndu beint á haf út. Þegar þeir komu út úr flóanum dró Manuel úr ferðinni og stöðvaði bát- inn. Alex reyndi að gera honum skilj- anlegt að hann þyrfti að tala við hann einslega, en í sama bili sagði Raney eitthvað og Manuel fór til hans. Ef til vill hafði Manuel ekki tekið eftir bendingunni. Manuel hjálpaði Raney með beituna. Raney fór aftur i skut og settist á annan stólinn, sem var skrúfaður niður í botninn. Mexíkaninn settist á hækjur sínar við hlið hans, eins og hann vildi ekki líta af bráð sinni eitt augnablik. Nú leit hann við og Alex hristi höf- uðið i aðvörunarskyni. Nú var allt undir því komið að Manuel skildi hvað hann var að fara. En Manuel bara hló og kinkaði kolli. Alex varð miður sín. Annaðhvort misskildi mexikaninn hann algerlega, eða hann vildi ekki breyta fyrirætlan þeirra. 40 VIKm.-.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.