Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 51

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 51
heimilistækin hafa staðist lunnar dom reyns eru nýtízkuleg létta hússtörfin -■ í H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI » i jL M i •• •§n?!=ö! Kœri draumráðandi. Fyrir nokkru dreymdi mig draum, sem mig langar að fá ráðningu á. Mig dreymdi að ég ætlaði að fara að gifta mig og var að athuga kjóla. Mér fannst tveir koma til greina, bleikur, en hann mátaði ég ekki og svo svartur úr satíni. Hann fór mér mjög vel. Svo ætlaði ég að hafa hvítt slör plíserað yfir. Athöfnin átti að vera opinber og var ég að æfa mig að koma fram, því að margir mundu verða við- staddir. Kjólinn hafði ég að láni. Ekki vissi ég hver maðurinn átti að vera, en ég er gift og var mað- urinn minn alltaf að biðja mig að flýta mér. Með fyrirfram þökk, Sallý. Svar til Sallýar. Litirnir á kjólunum i draumi þessum eru athyglisverðustu táknin. Bleikur er tákn feigðar- innar, en svartur er í þessu til- felli tákn um endi. Eftir því má búast við að slitni upp úr tengshun þínum við kunningja, sem þú hefur ált náin kynni við. Þetta á ckki við nm eiginmann þinn, en getnr verið lwer annar. m i : i i hí ■ '■■■' Kæri draumráðningamaður. Mig langar til þess að fá ráðn- ingu á tveimur draumum. Mér fannst ég eiga ungbarn, sem mér Jjótti mjög vænt um, en ég varð að gefa það, en fék/k að hafa það einn dag i viku. Ég tók sérstaklega eftir Jjvi livað mér fannst barnið fallegt og hversu vænt mér fannst um það. — Hinn darumurinn var að ég hitti strák, sem ég hef þekkt dPaUMulBInM Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. í nokkur ár. En ég hitti hann i sjávarþorpi, Jjar sem ég dvaldi í þrjár vikur i sumar, þá vorum við saman. Hann er enn úti á landi. En mig dreymdi að hann væri kominn til bæjarins og ég hitti liann. Hann tók utan um mig og var mjög glaður á svipinn. Hann faðmaði mig mikið og brosti og líkaði mér það vel. Systa. Talið er að ungbarn i draurni sé tákn byrði, sem í þinu til- felli er aðeins einu sinni i viku eins og það er orðað í draumn- um. Það merkir hins vegar að þú verður aðeins sjaldan fyrir óþægindum af þessu. — Síðari draumurinn er tákn um ánægju- legt líferni,þar sem ástamök inn- an löglegra marka eru talin vera tákn um slíkt. Kæri draumaráðandi. Nú fyrir stuttu dreymdi mig þennan draum: Mér þótti vera sunnudagsmorgunn og ég ókomin á fætur. Heyri ég að einhver er fyrir utan liurðina hjá mér. Svo ég opna og inn koina systir mín og mágur minn og eru þau með stóra ferðatösku gráa að lit og segjast vera að fara á grasafjall, en langi að horða nesti sitt hjá mér og eru Jiau með lieihnikið af hangikjöti. En systir min vill að ég geti hvað þau séu með og sé ég að það er kettlingur, gulbröndóttur og voru þau bæði mjög hamingju- söm með hann, en ég var undrandi yfir að þau skyldu vilja eiga kett- ling í bænum. Enn finnst mér ein- hver vera fyrir utan hurðina, svo ég opna. Þar stendur maður svo stór að hann rekur sig upp i dyra- staf og sé ég að aðrir tveir menn minni eru í ganginum og Jiótti mér Jieir vera gestir, en allir þrir, varu Jieir með svarta sjópoka ineð- ferðis. Mér tókst að varna stóra manninum inngöngu, og skeilti í lás, en hugsaði, sem svo að ég gæti ekki búið hér lengur. Með fyrirfram þökk fyrir ráðn- inguna. Gerða. Svar til Gerðu. Þegar unga stúlku dreymir kettling er það talið tákn um biðil, sem hefur meiri áhuga á kjassi og daðri heldur en rcglu- legu ástarlífi. Hangikjötið i draumnum er iákn um að systir þín og mágur muni hafa mikið að gera i framtiðinni an tíma til tómstundaiðkana. Mennirnir með sjópokana eru tákn um að þú munir komast í kynni við sjómenn i náinni framtið. vikan 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.