Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 8

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 8
 avi urflugvelli. * Bowling er mjög vinsæl tómstundaiðja á Keflavíkurflugvelli. Leikurinn er fólginn í því að renna kúlum inn eftir gólfinu og fella hvítu keilurnar, sem standa þar. Við höfðum farið þess á leit við yfirvöld á Keflavikurflugvelli, að þau svöruðu nokkrum spurningum nm völlinn og varnarliðið. Því var vel tekið og var t þvi skyni ekið með okkur til aðalbækistöðvanna, sem eru sunnarlega á svæðinu. Það eru raunar aðeins nokkrir bragg- ar sambyggðir og hlaðið sniddu all- hátt uppá veggina. Aðalinngangur- inn i þennan belgidóm er gegnum torfvegginn og minnir mjög á gam- alt kotbýli. Þarna voru nokkrir strákar, íslenzkir, og höfðu það fyr- ir stafni að steypa stétf að bragg- anum. Það voru elcki aðrir íslenzk- ir menn að störfum úti við á vell- inum þennan dag það við sæjum, Fyrir nokkrum árum, meðan vallar- vinnan stóð sem hæst, fóru miklar sögur af vinnusvikum og það þótti nánast skrýtið að vinna vel. Enginn hafði samvizkubit af þvi að snuða Kanann og það varð einskonar vís- indagrein á vellinum, hvernig ætti að komast sem allra léttast út úr vinnu. í þvi sambandi dettur mér I hug saga af íslenzkum húsamál- urum, sem unnu þar. Þeir þóttu svo snjallir að blanda liti, að miklar sögur fóru af hæfni þeirra. Amerisk- ir létu þá hafa litaprufur til þess að vinna eftir og það brást ekki, að ekkert mannlegt auga sá mismun á þeim lit, sem þeir blönduðu og litaprufunni. Leyndardómur snill- innar var sá, að þeir blönduðu citt- hvað svipaðan lit og prufan sagði til um og máluðu siðan prufuspjald- ið með þeim lit. Þarna inni i bragganum var upp- lýsingaskrifstofan og við hittum að máli ungan og viðfelldinn mann, Haymond W. French að nafni. Hann var iautinant að tign og yfirmaður yfir þessari skrifstofu. Við sögðum frá erindi okkar og hann lofaði að leysa úr spurningum okkar eftir fremsta megni. •— Til að byrja með, lautinant, hvað er svæðið stórt innan vallar- girðingarinnar? — Svæðið innan sjálfrar girðing- arinnar er 5.825 ekrur. Svo er hið svokallaða umsamda svæði úti í hrauninu og það er nokkru stærra. Það er samtals 21.349 ekrur sem varnarliðið hefur til um- ráða. — Við vildum gjarnan fá upplýs- ingar um það, hversu margir Banda- ríkjamenn eru á vellinum núna, hve margir eru einhleypir, og hversu margir hafa fjölskyldur sín- ar með sér af þeim sem kvæntir eru? — Það eru samtals 4000 manns á vellinum um þessar mundir. Ég held ég megi segja, að það séu 270 fjölskyldur. Hvað hinu viðvikur, þá hef ég engar upplýsingar um tölu einhleypra, en það er öruggt að KEFLAVÍKUR- FLUGVÖLLUR KOSTAR 7826 MILLJ. KRÓNUR algjör meirihluti kvæntra manna á fjölskyldur sínar ytra og það er einkum fyrir húsnæðisskort hér á vellinum. ■— Kenið þið liðsmönnum liér á vellinum eitthvað um ísland, nátt- úru þess, menningu og sögu? — Þegar liðsmenn koma hingað í fyrsta sinn, sækja þeir stutt nám- skeið, þar sem þe-ssi afriði eru tekin til meðferðar og ])eim eru sýndar kvikmyndir, sem gefa hugmynd um náttúru landsins og menningu þjóð- arinnar. Auk þess er starfandi svo- nefndur Víkingaklúbbur Iiér á Keflavíkurflugvelli og á hans vegum koma stundum fyrirlesarar hingað frá Reykjavík. í þessu sambandi má taka það fram, að Henrik Tliorla- citis licfttr kennt varnarliðsmönnum islenzku og það hafa að jafnaði ver- ið 36 manns á þeim námskeiðum. Það er að vísu ekki há hundra'ðs- tala, en það ber að hafa í huga, að málið er erfitt, dvalartíminn hér i Keflavík stuttur og takmörkuð not Tveir ungir fslendingar í vallar- vinnu. Þ‘^ir voru að steypa stétt heim að bragganum þar sem aðal- bækistöðvarnar eru. 0 VIKAM

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.