Vikan


Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 38

Vikan - 26.10.1961, Blaðsíða 38
síðan mágkona þln lézt — er unn- ustinn ])inn ekki farinn að verða óþolinmóður? — Hann bíður mfn ekki svaraði Vera. — Eftir svo sem misseri komst hann að raun um að honum féll ónnur betur. — Hörmulegt, Vera. Þú hefur fórnað miklu. . . — Það er ég ekki svo viss um. Ætli hann hefði ekki fljótt komizt að raun um það sama, eftir að við giftumst, ef til þess hefði komið og þá hefði það orðiÖ örðugra við að fást. Nei, það fór bezt sem fór. Raunar hélt ég sjálf, að ég elskaði hann, og þegar hann sendi mér hringinn, var ég ekki með sjálfri mér í nokkra daga. En svo kynntist ég Lennart skömmu síðar, og þá fyrst komst ég að raun um hvað sönn ást er. — Ætlarðu þá ekki að giftast hon- um? — Það vona ég innilega, en okk- ur hefur komið saman um, að fyrst verði málefni þeirra feðganna að komast á öruggan grundvöll. Og það er ekki nóg, að hann fái góða ráðs- konu — bróðir minn þarfnast eigin konu og Þorbjörn þarfnast móður. — En geti dr. Strandberg nú ekki gleymt konu sinni? — Hún er dáin, og lífið krefst síns, hvort sem um karl eða konu er að ræða. Ég hef sjálf komizt að raun um, að söknuðurinn hverfur fljótt, þegar maður kynnist öðrum, enda þótt ég hefði ekki trúað þvi að óreyndu. Hvernig fellur þér við bróður minn, Doris? Áður en Doris hafði ráðið við sig hvernig hyggilegast mundi að orða svariö, rcnndi bíll i hlað. Doris spratt á fætur. — Þetta eru ein- hverjir kunningjar Mildred, sem ekki vita að þau hjónin eru farin úr landi, sagði hún. — Ég verð vlst að tala við þá ... Þeir feðgar komu um svipað Ieyti og blllinn fór, svo Veru vannst ekki tími til að endurtaka spurn- inguna. Þorbjörn litli var i sjöunda himni — sjúkrahúslæknirinn hafði sagt, að batinn væri blátt áfram ótrúlegur, og ef þessu héldi áfram, yrði ekki langt þangað til hann gæti gengið aftur styrkum fótum. — En nú verð ég ekki nema viku hérna enn, sagði Doris. Drengurinn varð bersýnilega fyr- ir sárum vonbrigðum. — Mér þykir það ákaflega leitt, Þorbjörn. En um leið og sjúkra- leyfi mínu er lokið, verð ég að sjálf- sögðu að hverfa aftur til vinnu minnar við sjúkrahúsið. — Pabbi, viltu ekki biðja hana um að vera lengur hjá okkur, sagði drengurinn og leit vonaraugum á föður sinn. — Ég er hræddur um að það reynist árangurslítið, svaraöi faðir hans stillilega. — Vinnan verður að ganga fyrir öllu. — En þú heimsækir okkur þá oft, þesar við komum heim, mælti drengurinn enn. — Þú ættir að koma til okkar og búa hjá okkur i stóra húsinu. Við höfum stórt gestaher- bergi ... Það varð djúp þögn. Doris fannst sem þau systkinin héldu niðri í sér andanum á meðan þau biðu svars- ins. Ekki gátu þau þó gert ráð fyrir þvi, að hún tæki marlc á oröum drengsins. Dr. Strandberg varð að sjálfsögðu að ræða málið við hana afdráttarlaust. Og án þess að lita á þau systkinin, sneri hún sér að Þorbirni litla. — Það yrði óhentugt fyrir mig. Ég verð að búa i nágrenni við sjúkrahúsið, þar sem ég starfa. En nú verð ég að skrifa bréf. Þakka þér fyrir daginn, Þorbjörn minn. Hún gekk út, hröðum skrefum. Leit ekki um öxl, en hljóp við fót heim að sumarbústaðnum, settist i stól úti á veröndinni og beiö átekta. Það var orðið myrkt að kvöldi og sterka angan lagði fyrir vit af jasminublómum og lavendlum. Hún hlustaði, og það leið ekki á löngu áður en hún heyrði það, sem hún beið eftir — hratt fótatak á malar- stignum upp að húsinu. En hún heyröi brátt, að það gat eins verið fótatak Veru. — Hversvegna kveikirðu ekki á lampanum? Maður á það á hættu að hrasa og fótbrjóta sig i þessu myrkri, kallaöi Vera til hennar. — Ég þarf að ræða dálitið við þig, sagði hún, þegar hún kom upp á veröndina. — Það er alltaf bezt að fyrirbyggja allan hugsanlegan mis- skilning. Þegar þú hljópst á brott, án þess að svara spurningu Þor- bjarnar gerði ég mér allt i einu lióst, að bað gæti ekki verið nema ein ástæða til þess, að þú hafðir leitað einverunnar hérna. Vonbrigði I ástum — eða hef ég ekki rétt fyrir mér? — Jú, svaraöi Doris. — Ég kom hingað til þess að gleyma. Og ég verð að játa, að þar hafa þeir, Þor- björn og faðir hans, veitt mér mikil- væga aðstoð. — Ekki þarftu að þakka það, það hefur verið þeim ósjálfrátt. En hvernig hefur þér svo tekizt ... að gleyma? Doris hugsaði svarið. — Ekki sem bezt. — Þá er ég ekki mikill mann- þekkjari, sagði Vera. — Ég hef ekki getað betur séð, en þú endurgyldir bróður minum tilfinningar hans gagnavart þér. Doris reis á fætur og gekk út að handriðinu á veröndinni. Horfði út i myrkrið. — Ég fer heim á morg- un. Viltu ekki skýra þeim frá því feðgunum. þegar ég er farin. — Bróðir minn getur ef til vill skilið ástæðuna, en Þorbjörn ekki. Og þegar við komum til borgarinnar, krefst hann þess að fá að hitta þig öðru hverju, sem ekki er heldur nema eðlilegt. — Nei, Vera, ég held að við ætt- um ekki að hittast aftur. — Og þú kemst fljótt að raun um hið sama og ég, svaraöi Vera, — að við erum aðeins konur og getum ekki látið vonbrigðin fjötra hneigðir okkar til lengdar ... Doris svaraði henni ekki. Leif Vikström bauð hana vel- komna. — Þú ert brún af sól og þú hefur fitnað, sagði hann, — en þú gabbar mig samt ekki. Þú hefur ekki komizt yfir þetta að fullu enn ... — Leif, mælti hún bænarrómi. — Hversvegna þurfum við að vera að rifja þetta upp. Alllöngu síðar hitti hún dr. Strandberg um kvöld, þegar hún var að koma úr kvikmyndahúsi. Ilann bauð henni að drekka með sér kaffi í veitingastofu, og sýndi henni myndir, sem hann hafði tek- ið, þegar þau dvöldust i sumarbú- stöðunum út með firðinum. Endur- minningarnar vermdu huga hennar, þegar hún skoðaði myndirnar, og hún spurði að sjálfsögðu hvernig Þorbirni liði. Hann kvað lækninn hafa orðið fyrir vonbrigðum, fram- förin hefði ekki orðið líkt því eins mikil og í fyrra skiptið. Þegar þau kvöddust, hét hún því að heimsækja þá áður en langt um liði. Dag nokkurn, þegar hún kom út úr sjúkrahúsinu, leit hún rauðan sportbíl þar úti fyrir, sem hún þekkti þegar. Henni varð svo mikið um, að hún ætlaði að hlaupa inn aftur, en Tage hafði þá komið auga á hana og kallaði á hana með nafni. — Ég þarf að tala við þig, sagði hann, og leiddi hana að bilnum. Þegar þau óku af stað, fannst henni sem síðustu mánuðurnir væru máðir brott úr vitund sinni. — Hreyfillinn er hávær eins og vant er, sagði Tage. — En faðir Helenu hefur ákveðið að gefa okkur nýjan bíl í brúðkaupsgjöf. Helena ... veruleikinn, hugsaði hún með sér, og hratt frá sér þeim óraunhæfu vonum, sem nærvera hans hafði allt í einu vakið með henni — að hann væri kominn til hennar aftur, þótt ekki væri nema rétt í bili. — Hvað var það, sem þú vildir mér?, sagði hún stutt í spuna. — Ég ætlaði bara að spyrja þig hvort þú hefðir ekki skrifað hjá þér það, sem þú lánaðir mér. Ég ætla að greiða það að fullu ... Greiða — og hún sem hafði gert sér von um að hann væri kominn til að segja sér, að það væri hún, sem hann elskaði og þráði, en ekki þessi Helena Svedberg. — Nei, Tage, ég hef ekki skrifað það hjá mér, því að mér kom aldrei til hugar, að um endurgreiðslu yrði að ræða. — En þú hlýtur að skilja, að það er erfitt fyrir mig, að vera þér úr sögunni, þegar hann hefði kvænzt annari. Að það mætti þurrka hana út, rétt eins og tölur úr reiknings- dálkum. Reikninginn, ungfrú, gerið svo vel — og þar með væri það búið. Eflaust fannst honum sjálfum að þetta væri hreinskilnisleg fram- koma; það væri ekki nema heiðar- legt að brjóta þannig allar brýr að baki sér. Og nú fyrst sá hún hvernig hann var — sjálfselskur, tillitslaus og tilfinningakaldur eins og talna- dálkur; allt á hreinu, því ekki það. Hún opnaði bíldyrnar og bað hann nema staöar. — Þú þarft ekki að endurgreiða neitt, sagði hún um leið og hún steig út úr bílnum. — Ég hef hlotið það mikið fyrir þessa peninga, að þú skuldar mér ekki neitt. Þú hefur opnað augu mín fyrir þvi, að þessi svokallaða sanna ást, sem ekki er á neinn hátt bundin peningum og tekur ekkert tillit til þeirra fjötra, sem við kunnum annars að binda okkur, er blekking ein. Ég er því fegin að ég skuli hafa gert mér það Ijóst, áður en það var um seinan. Og án þess að láta sig undrun hans nokkru skipta, skellti hún aftur bílhurðinni og hljóp við fót yfir götuna, rakleitt að næsta simklefa. Hún ætlaði að hringja til dr. Strand- bergs og segja honum, að af sinni hálfu væri ekkert framar þvi til fyrirstöðu, að þau endurskipulegðu framtið sína í sameiningu. Fyrst hann hikaði við að taka af skarið, varð hún að gera það ... -fc ÉG GÆTI ÞAÐ EF... Framhald af bls. 33. MINNIMÁTTARKENND OG MAKAÁST. Hjá karlmanni er sú kvöl ekki sjaldgæf, ef honþm finnst eigin- konan standa sér ofar að menntun og mannvirðingu. Margur maöur, sem vanrækti nám og fyrirleit menntun, en huggaði sig við dag- draumaafrek og knæpuraup, svipt- ist snögglega út úr þessari sjálf- blekkingu, þegar eiginkonan fer að gera kröfur til siðfágunar hans og starfshæfni. Ef bæði finna, að hann stendur henni að bnki, er bjónabandið sjald- an óblandin sæla, t.d. þegar sfð- búinn iðnnemi þarf að fá hjálp konu sinnar við lexiurnar eða hún stund- ar vegna menntunar sinnar æðra starf en hann. Við slikar aðstæður stendur konan sem stöðug áminn- ing frammi fyrir manni sínum, jafn- vel þótt hún sé engill að hógværð, sem þó er ekki léð hverri konu! Konan vill Hta upp til manns sfns, sannfærast um sjálfstraust hans og yfirburði. Maðurinn með vanmeta- skuldbundinn, þegar ég hef kvænzt kenndina er þvf bein andstæða þess annari, sagði hann. som kona hans óskar sér, og þess Skuldbundinn, hugsaði hún. Það örugga verndara, sem hann óskar vantaði ekki, að hann vildi hafarwað vera f hennar augum. allt á hreinu. Það var eins og hannffl Viðbrögð beggja við m héldi, að ást þeirra væri með ölluS t:.. þessu mis- ræmi eru margvfsleg. Karlma’ður KEXVERKSMIÐ3AN ^TÓn SÚKKULAÐI 3B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.