Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 2

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 2
KANTER'S lenoteygju mittið. BH 8250 er síður og úr og blúndu. Fellur þétt að í Vel klædd kona er vandlát í vali sínu á lífstykkjavörum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá BLINDU HJÓNIN í HAMRA- HLÍÐ 19. í næsta blaði Vikunnar mun birt'- ast algjörlega óvenjulegt efni: Við- tal við nýgift, blind hjcn og mynd- ir af þeim. Hann vinnur úti og fer með strætisvagni og hún stundar heimisstörfin og vinnur meira að segja líka úti jafnframt þeim. En nú megum við ekki segja of mikið; þetta verður allt saman skilmerki- lega rakið á fjórum síðum í næsta b!aði, þann 16. nóvember. f því sam- bandi má geta þess, að hinn árlegi fjársöfnunardagur Blindrafélagsins er núna á sunnudaginn og ættu allir sem sjónina hafa að sjá sóma sinn í því að rétta þessu fólki hjálparhönd og létta því erfiða lífsbaráttu. Myndin að ofan var tekin af þeim hjónum á brúðkaupsdaginn. Forsídnn Það er vafamál, að gamli Öxarár- foss hafi áður séð svo mikið af kvenlegri fegurð í einu — að minsta kosti er hægt að slá því föstu, að fimm norrænar fegurðar- drottningar hafa aldrei verið þar áður í einum hóp. Því miður var ekki sólskin og því eru litirnir ekki eins bjartir og skyldi, en hvað má sólin sín á móti fimm fegurðar- drottningum, sem ljóma eins og sólir, hver fyrir sig. Frá vinstri: Margareta frá Finnlandi, Inger frá Svíþjóð, María frá fslandi, Birgitte frá Danmörku og efst trónar Miss Norden 1961, Rigmor frá Noregi. f þessu blaði eru fjórar síður með myndum úr ferðinni, sem Vikan bauð ungfrúnum í. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.