Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.11.1961, Qupperneq 39

Vikan - 09.11.1961, Qupperneq 39
ekki rúntinn“ :rix Liver frá sra á Islandi allar trissur. Norður og vestur og austur. Og ekki má gleyma óbyggð- unum. Ég er meira að segja búin að koma að Öskju. Ég fór þrjár ferðir með Guðmundi Jónassyni. Það var mjög glatt á hjalla stundum og í þessum ferðum kynntist ég mörgu fólki. Svo hef ég ferðazt á eigin spýtur. — Ertu trúlofuð, Beatrix? ;— Það er nú einkamál. Beatrix. Sviss, sem í rúmt ár Nei, nei, svoleiðis lagað er nefnilega ekki einkamál hér á ís- landi. Hver einasti lesandi Vikunnar mundi telja sig eiga heimtingu á þvi að vita, hvort þú sért trúlofuð og hverra manna kærastinn sé. — Jæja þá. Ég er trúlofuð. — Ekki þó íslendingi? — Nei, ég var trúlofuð' áður en ég kom til Islands. Ilann er Sviss- lendingur eins og ég og lieitir Beat. — Beat og þú heitir Beatrix. Það var skrýtið. Hvernig finnst honum, að þú sért með Eskimóum og bar- börum hér uppi á íslandi? — Hann veit, hvernig það er hérna. Hann kom hér i fyrra og var hér um skeið. Ég lield, að hon- um hafi bara líkað vel. Hann lærði lika svolitla íslenzku og nú ætla ég að kenna honum meira svo við get- um talað saman á íslenzku. Ég skrif- aði honum meira að segja nýlega á islenzku. — Iivað gerir hann, kærastinn þinn? — Hann er i lierjjjónustu núna. — Og búinn að vera lengi i henni? — Já, alveg óskaplega lengi. — Jæja, við skulum ekki fara að rifja það upp. Finnst þér ekki Reykjavík skrýtinn bær að mörgu leyti? — Iíannski svolítið. Jú, stundum finnst mér ungt fólk dálítið skrýtið. Til dæmis þessi rúntur þarna niðri í bæ. — Rúnturinn? — Já, ég skil ekki rúntinn. Að ganga svona hring eftir hring eða aka i bílum. — Einhvern veginn verða gæjarn- ir að ná sér i skvisur. — Ha? — Skilurðu ekki slang. Það er ekki von. Það hefur verið reynt að hafa gott mál fyrir þér. — Jú, jú, ég skil það vel. Ég hef oft heyrt þessi orð. — Er enginn rúntur i Bern? — Ekki eins og þessi hérna. Og það er annað, sem mér hefur oft dottið i hug, og það er það, að i Sviss væri alveg ómögulegt fyrir ungar stúlkur að fara á dansleik eða restauration eins og þær gera al- mennt hér. — Af hverju væri það ekki hægt i Bern? — Þær væru bara ósköp einfakl- lega álitnar lausar á kostunum. Það er ekki álitið sæmandi fyrir heið- virða og siðprúða stúlku að fara á skemmtistað án þess að vera í sam- fylgd með herra. — Svo þá eru allar dömur upp- teknar á svissneskum skemmtistöð- um. — Það er hægt að ganga að borði og spyrja herrann um leyfi til að dansa við dömuna. —- Ojá, það er nú hægt líka hér og þykir ekki uppá marga fiska. Mér virðist, að það sé þá miklu verra fyrir svissneskar stúlkur að ganga út heldur en hér á ísiandi. Þær verða að bíða uppá von og óvon að einhver komi og bjóði þeim út. En svo ég kúvendi nú heldur snarlega; þú ætlar að fara að lialda málverkasýningu, eða hvað? — Já, en ég var of sein að ákveða það og svo fékk ég ekkert sýningar- pláss. Það var allt upptekið. En ég er að iiugsa um að fá mér stórt tjald og tjalda á auðri lóð við Tjarnar- götuna. Ég er búin að fá tjaldið og ég má tjalda þarna, en ég er í dálitlum vandræðum með lýsing- una. Fyrst ætlaði ég að hafa lampa, en það var víst ekki gott og nú er ég að hugsa um flúrósentlýsingu með einhverju móti. Ég ætla að hafa opið til 19. nóv. — Hefurðu málað þessar myndir hér á íslandi? — Já allar. Sumt eru landslags- myndir og sumt eru myndir liéðan úr Reykjavík og svo eru uppstill- ingar. — Áttu enga mynd hérna til að sýna mér? — Nei, ekki hér á teiknistofunni, en ég er með ljósmynd af einni, sem þú mátt fá í þlaðið. Það er komposition með svartadauða. -— Hún er þjóðleg og góð. Eru myndirnar yfirleitt i þessum stil? — Þær eru allavega. Sumar eru dálitið stílfærðar. En mér finnst fjöllin og landslagið hérna svo fall- egt. Og það er svo fljótt að skipta um liti. Það er varla hægt að gera svo mynd, að litirnir i landslaginu hafi ekki gerbreytzt á meðan. Komposition með Svartadauða. Mynd eftir Beatrix. — Ertu svo á förum? — í desember. Þá fer ég fyrst heim til min og svo langar mig til þess að fara eitthvað suður á bóg- inn. Til dæmis til Spánar. Mig lang- ar til þess að vinna þar eitthvað við auglýsingateikningar. — Góða ferð. Verst að þú skulir fara án þess að skilja rúntinn. — Já, mér þykir það mjög leitt. En ég hugsa nú samt að ég eigi eftir að koma hingað aftur. I GS. Tímans maður kaupir VEGGHÚSGÖGN: Hornhillur Barskápar Borðstofuborð Borðstofuskápar Sófaborð S gerðir |Lm!J| I 1 1 sTIBt^ Skrifborð Borðstofustólar S gerðir Cannes ; Glerskapar Ruggustólar ... - ufhýáí Crown Rennihurðaskápar Skrifborðsskápar Spegilsett 2 gerðir Svefnbekkir Bergamó E I. sett. TM-húsgögn fást í flestum húsgagnaverzlunum. Biðjið um TM-húsgögn. Trésmiðjan MEIÐIIR HALLARMÚLA 1. — SÍMI: 35585. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.