Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 23
Söngkonan Ella Fitzgcrald er fædd 25. april 1918 i Newport, Virg- inia og vakti fyrst athygli þcg'ar hún var sextán ára í söngkeppni í Harlem. Hún fékk strax eftir þetta vinnu með hljómsveit Chick Webb og fyrstu plötur hennar með þessari vinsælu hljómsveit komu út um það bil ári seinna. Sú alfyrsta hét „Are You Here To Stay“, þetta var á þeim tíma þegar swingstillinn var alls ráðandi í jazzin- um. Chick Webb lézt árið 1939 og þá gerðist Ella hljómsveitarstjón, jafnframt því sem hún kom fram sem söngkona. Það rigndi yfir Ella Fitzgerald hana tilboðum um að koma fram i næt- urklúbbum og veit- ingahúsum og eftir eitt ár sem hljóm- sveitarstjóri liætti hún og ákvað að halda ein áfram á framabrautinni. Ella hefur óvenjumikið raddsvið og með fullkomnum takti og öryggi syngur hún allt frá sígildum jazzlögum til vinsælla dægurlaga. Lag eftir hana sjálfa, A-Tisket, A-Tasket, varð heimsfrægt árið 1938 og varð upphafið á vinsældum hennar hér. Ella vinnur mikið og það er ekki hægt að neita því að á sumum tímabilum hefur hún staðið dálítið í stað. Einkum á timanum milli 1940 og 1950, þeg- ar hún söng aðal- lega hljómlist, sem litið átti skylt við jazz. Þá söng lmn inn á fjölda af plötum með hinum og þessum hljómsveitum og söngvurum og þessar plötur voru greinilega fyrir fólk, sem ekki keypti jazz- plötur. Samt sem áður eru góðar jassplötur inn á milli eins og „Ella and her Fellas“ sýnir. Á þessari plötu syngur hún með Lous Arm- strong, Mills Brothers, The Ink Spots, Lous Jor- dan, Delta Rythm Boys, Eddie Hey- wood, Sy Oliver, og Chick Webb. Siðan Ella byrj- aði að syngja með Norman Granz hafa komið út með henni þrjár hæggengar plötur, þar sem hún syngur svo að segja allt eftir hin banda- rísku tónskáld Irving Berlin, Cole Porter og Richard Rodgers. Á fjórum heilum hæggengum plötum syngur liún lög eftir Duke Ellington. Einnig eru til þrjár plöt- ur þar sem hún syngur með Louis Armstrong, fyrir utan síðustu toppplötuna hennar þar sem hún syngur lög úr Porgy and Bess. Beztu jazzplötur hennar á sið- ustu árum eru „Jazz at tlie Hollywood Bowl“ og tvi- söngvar hennar með Louis Armstrong. Hinar nýjustu eru svo „Ella at the Opera House“ með hinum sígildu lögum „Lady be Good“ og „Stomping at the Savoy“. Áætlað er að yfir 25 milljónir platna hafi selzt með henni á undanförnum árum. Sjálf spilar hún á munn- hörpu. Ella á einn son, Ray Brown jr., frá hjónabandi sinu með bassaleikaranum Ray Brown. Þau skildu árið 1953. Æ^^ANööLíri^ Afsakið! Þið hafið víst ekki séð Ég vildi að okkur yrði bjargað bráð- fimm vilta fíla hlaupa hérna hjá? lega. Mér er farið að lítast vel á hana. Bréfaviðskipti Jónina Magnúsdóttir, Árbæjarbletti 60, Reykjavík, óskar eftir bréfasambandi við pilta eða stúlkur á aldrinum 12— 14 ára. — Anna Garðarsdóttir, Ormsstöðum, Grímsnesi, vill komast í bréfasamband við pilt á aldrinum 15—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi. — Jónu Jakobsdóttur, Hörgs- landi II, Síðu, V.-Skaft. langar til að komast í bréfasam- band við pilta eða stúlkur á aldrinum 11—13 ára. — Vigdís Guðrún Þórðardóttir, Bröttuhlið, Húsavík, S.-Þing. biður um að koma sér i bréfasamband við strák á aldrinum 14—16 ára. Herbergið Rafmagnsleiðslur i lofti og á veggjum líta oft leiðinlega út i skemmti- legum og aðlaðandi herbergjum. En i staðinn fyrir að reyna að fela þær, eða hafa tvítengla og leiðslur út um allt gólf, er betra að láta þær bara vera fyrir allra augum. Litið t. d. á teikninguna. Það er hægt að með smábrögðum að láta jafnvel leiðinlegustu leiðslur líta skrautlega út, er það ekki? C. I VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.