Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 14
Á ferð með fegurðardrottningum Bananar og blóm hjá Páli — með bændum úr Ölfusi Þegar komið var £ Skíðaskálann í Hveradölum, beið þar fallega búið borð £ vinalegri setustofu. Það er Miss Norden, Rigmor frá Noregi, sem virðir borðið fyrir sér. í Ölfusinu mættum við fjárrekstri og voru þar Ölfusbændur að reka fé sitt til slátrunar á Selfoss. Þær vildu endilega sjá hestana og heilsa upp á islenzka bændur og hér sjást þær £ áköfum faðmlögum við hrossin. Bændurnir voru bræður sr. Jóhanns Hannessonar, prófessors og fyrrum þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. — Þeir eru nákvæmlega eins og sænskir bændur, sagði Inger frá Stokkhólmi. — Þeir eru veðurbarðir og það er pabbi lika. Hann er bóndi rétt hjá Örebro. — V Hjá Páli Michelsen voru bananar og dýrindis rósir i fullum blóma og Páll leysti fegurðardrottningarnar út með fögrum blómvönd- um. Hér er sigurvegarinn í þessari keppni, Rigmor Trengereid, að dást að bananaklasa í gróðurhúsinu hjá Páli. Það var sólskin um hádegið, en svo dró fyrir sól og var heldur napurt eins og sjá má á Rigmor frá Bergen; hún dregur stakkinn upp á nef. Hún sagðist annars vera öllu vön frá Bergen, hvað veðurfar snerti.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.