Vikan


Vikan - 09.11.1961, Side 29

Vikan - 09.11.1961, Side 29
II * '1 ’bifwap vegna. lega á HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þetta verður mjög viöburðarík vika, og einkum munu mið- vikudagur og fimmtudagur verða skemmtilegir. Þó verður líklega einhver til þess að særa þig ó- viljandi í vikunni, og átt þú þessi ummæli engan veginn skilin. Um helgina verður einhver til þess að bæta úr Þessu,. svo að báðir mega vel við una. NautsmerkiÖ (21. apr.—21.mai): Það er eitthvað, sem veldur þér áhyggjum þessa dagana, en það er eins og þú gerir þér ekki almennilega grein fyrir því hvað það er. 1 vikulokin er eins og rætist úr þessu, án þess að þú gerir þér grein fyrir hvers- Líklega mun einhver í fjölskyldunni koma þér þægi- óvart á laugardaginn. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Gamall vinur þinn kemur nú fram á sjónarsviðið en veldur þér þó einhverjum vonbrigðum, þvi að þetta er önnur og breytt persóna. Þú munt umgangast einhvern, sem þú hefur litið umgengizt til Þessa og hefur þú gott af þeim samskiptum. Þú ert allt of uppstökkur þessa dagana, og verður það oft til þess að reiði þín bitnar á alsaklausum mönnum. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Það verður heldur lítið lesið úr stjörnunum fyrir Krabba- merkið í þessari viku, en eitt er víst, að einhver mikil óvissa hvilir yfir vikunni. Þú skalt umfram allt ekki leggja í nein stórfyrirtæki og alls ekki tefla á tvær hættur. Ýmislegt bendir til þess að föstudagur- inn sé þýðingarmikill dagur, líklega skiptir sá dagur fram- tíð þína miklu. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Einn eiginleiki þinn, sem hefur verið lítt áberandi til þessa, fær nú að njóta sin, svo um munar, í þessari viku. Þetta verður til þess að þér býðst gullvægt tæki- færi, sem þér er ráðlegt að nýta til hins ýtrasta. Þér sinnast eitthvað við einn fjölskyldumeðlim út af smá- munum. Reyndu að ná sættum hið skjótasta. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þetta verður óvenjuleg vika í alla staði og afar frábrugðin fyrri viku. Það gerist ýmislegt um helgina, sem lengi verður í minnum haft, og allt bendir til þess að þú þurfir síður en svo að kvíða helg- inni. Eitthvað verður samt til að varpa skugga á ánægjuna á mánudag, en það er svo smávægilegt, að ekki tjóir að gera veður út af því. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Þig skortir einhvern veginn sjálfstraust í þessari viku, og er það miður, því að þér bjóðast mörg góð tækifæri, sem þú þorir ekki að notfæra þér sakir skorts á sjálfstrausti. Líklega græðist þér fé í vikunni. Láttu ekki þennan nýja félaga verða til þess að þú snúir baki við gömlu félögum þinum. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þér verður á glappaskot í vikunni, sem í fyrstu virðist smá- vægilegt, en það mun síðar koma í ljós, að þetta glappaskot á eftir að draga dilk á eftir sér ■— þó mun svo fara að lokum, að þú munt hrósa happi yfir þessu glappaskoti þínu, hvernig sem það má nú verða. Þú sýnir þínum nánustu ekki næga tillitssemi þessa dagana. Bogmannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þetta verð- ur ánægjuleg vika I alla staði, þótt ýmislegt bendi til, að þú reynir að skapa þér óþarfa áhyggjur, sem þér tekst heldur illa! Það hefur dálítið borið á þvi í fari þínu, að þú reynir að kvelja sjálfan þig með alls kyns hugarórum ■— þú verður að venja þ'ig af þessum leiða vana. Þú færð skemmtilegan gest i heimsókn GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú kemst i einhverja klípu í vikunni út af einhverju, sem þér varð á að segja í síðustu viku. Þú verður að játa fyrir fleirum en sjálfum þér, að þetta var Ijótt glappaskot, og nú ríður á að þú biðjist af- sökunar, þótt þú verðir að taka á öllu þinu. Helgin verður frájjrugðin undanförnum helgum og eftir því skemmtileg. ©Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú hefur eitthvað á prjónunum, sem ekki er ráðlegt að framkvæma, fyrr en eftir svo sem mánuð — vertu nú ekki of óþolinmóður, eins og undanfarið. Þú ættir, þegar að því kemur, að fá einhvern félaga þinn I lið með þér, til þess að vinna að þessu verk- efni. Kvöldin verða mjög skemmtileg. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú ert á báð- um áttum út af einhverri ákvörðun sem þú þarft að taka i vikunni, og líklega væri þér hollast að gera það, sem þér datt fyrst í hug. Þú hefur van- rækt nokkra vini þína undanfarið, og er það miður. Gleymska þín gæti komið þér í koll i vikunni — áttu eftir að endurnýja happdrættismiða?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.