Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 30

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 30
Með stjömublik í augum. Framliald af bls. 6. veikur ... Hún sneri sér að Sharon. ---- Honum finnst svo mikið til þess koma að vera veikur .. . sagði hún, því að þegar hann er friskur, kúga eldri systkinin hann misk- unnarlaust. — Fyrirgefðu, mælti Sharon. Éf< er hrædd um að ég hafi ekki mik- inn skilninfí á börnum. — Það kæmi þér heldur ekki að neinu fíagni, þegar mín börn eiga í hlut. Þau eru ekki eins og börn almennt gerast. En nú skaltu halda áfram að taka upp farangurinn þinn, Sharon, á meðan ég þvæ hon- um og nostra við liann. Nancy, sem var sjö ára að aldri, kom lieim úr skólanum i þessu og heilsaði frænku sinni kuldalega, hafði fataskipti og fór í skátabún- ing og hélt síðan út aftur. Pálína kaliaði á eftir henni, bað hana að koma ’-’ð á barnaleikvellinum i bakaleiðinni og athuga hvort Keith væri þar. Hann er í skóla eftir há- degið, saeði hún við Sharon, en hættir við að koma ekki beina leið heim. Eftir drykklanga stund komu svo systkinin heim, og leið þá ekki á löngu að til átaka kæmi i stofunni. Þau veltu um lampa, Pálina sló til Keiths og skipaði Nancy að fara inn i herbergi sitt. — Hvernig á ég að seta það, þegar hún er þar? spurði Nancy. Sharon vissi ekki hvað liún átti af sér að gera. Hún bauð Pálínu að hjálpa henni i eldhúsinu, en Pálina svaraði þvi til að það væri svo þröngt, að þær kæmust þar varla fyrir tvær. Þá hugðist Sharon lesa fyrir Teddy litla, en hann var þá sofnaður. Hún tók sér því sæti inni í stof- unni og leit í blað. Dyrnar opnuð- ust og Ted Larsen, sá hinn glæsi- legi maður, sem unnið hafði hug og hjarta Pálínu fyrir átta árum, kom inn. En þessi maður, sem rétti henni höndina og bauð hana velkomna, var allur annar — þreytulegur, hálsbinddð skakkt, og til þess að kóróna allt saman, þá hélt hann á jakkanum á armi sér, og buxurnar höfðu áreiðanlega ekki verið press- aðar þá um morguninn. Sliaron tók i hönd hans. — Hvern- ig líður þér, Ted? Það er gaman að sjá þig aftur, sagði liún. Það var tími til þess kominn að þú heimsæktir okkur, mælti hann innilega, en hún spurði sjálfa sig, hvort hann mundi í rauninni muna eftir sér. Ég ætla að heilsa kellu minni, sagði hann enn, og svo verð- ur þú að segja mér allar fréttirnar. Hann lagði jakkann á stól og Sharon fylgdist með lionum fram í eldhús- ið, þar sem Pálina stóð við steikar- pönnuna. — Sæll, þú, sagði Pálina. Ég hélt að þú værir lagztur út. — Munaði minnstu. Hvernig liður Teddy? — Ætli hann hafi það ekki af — hinsvegar er ég ekki viss um að ég hafi það af. Við verðum að láta taka úr honum hálskirtlana strax þegar hann er orðinn hress aftur, svo maður eigi þetta ekki alltaf yfirvofandi. —• Við verðum að láta verða af þvi, sagði Ted og kyssti hana, en ósköp ástriðulaust. Sharon byrjaði á bréfinu til Steve um kvöldið, en gekk illa að koma því saman. Það var eins og hún hefði ekkert til að skrifa — að það væri ákaílega heitt, að yngsti krakk- inn væri lasinn og hinir tveir óþekk- ir, að Pálína hefði breytzt mikið og Ted væri ekki heldur neitt líkur því, sem hún mundi eftir honum. Og loks þet'ta — ég elska þig og sakna þín, nei, þetta var ekkert bréf, og hún reif það og skrifaði pnnað þar sem hún kvaðst skemmta sér prýðilega cn sakna hans svo hræðilega samt, að það væri alls ekki víst að hún tylldi þarna út vikunn. Daginn eftir stakk Pálína upp á því að Sharon skryppi i kvikmynda- hús, en Sharon gat ekki fengið sig til að vita af henni heima yfir lösnu barninu. Hún spurði Pálínu, hvort j^au hefðu ekki von um að geta flutt í einbýlishús bráðlega. — Jú, vitanlega vonum við og vonum, svaraði Pálina, en það er eins og alltaf komi eitthvað óvænt fyrir, sem gerir þá von að engu. En nú er útlit á að það geti orðið, næst þegar Ted fær launahækkun. Sharon svipaðist um i borðstof- unni. Húsgögnin voru alls ekki sam- kvæmt nýjustu tízku, gluggatjöldin enn síður — og þettta var þá allt og sumt, eftir átta ára hjónaband. Pálína hafði breytzt og Ted var ekkert likur þvi sem Sharon mundi eftir honum. Yrði þetta svona, þeg- ar hún og Steve hefði verið gift i átta ár? Áreiðanlega ekki; Steve var duglegur, þótt móðir hans vildi ekki viðurkenna það. Keith kom með þau boð frá kenn- aranum, að augnlæknir yrði að at- huga sjón hans, en Nancy hafði rif- ið kjólinn sinn illilega og Pálína ávitaði hana harðlega. Nancy reidd- ist og fór inn til Teddy. Þær heyrðu eftir andartak að hann var farinn að hágráta, og þegar Pálina kom inn, veinaði liann: — Hún segir að það eigi að skera upp á mér háls- inn ... Keith setti á sig hjólaskauta og renndi sér uu ganginn; rakst á veggina svo nágrannafjölskyldurnar bönkuðu í loftið. — Það gengur kraftaverki næst, að við skulum ekki hafa verið rekin úr húsinu fyrir löngu, andvarpaði Pálina. Þagar Ted kom heim um kvöldið, var hann mjög svipdapur. Snerti varla mat. Þegar börnin voru sofn- ur, og þau þrjú sátu í stofunni, sagði hann. —Jim Trask fékk launaliækk- un í dag, en það var gengið fram hjá mér. — Jæja, þá það, varð Pálínu að orði, og vonbrigðin leyndu sér ekki i rödd hennar. Þá verðum við að biða eitt árið enn . . . — Ég er hræddur um það, sagði Ted og strauk fingrunum gegnum þunnt hárið. — Ekki getur þú gert að því, sagði Pálina og kyssti hann á ennið. — Ekki glata kjarkinum, vinur minn. Sharon minntist orða móður sinnar um öll þau tækifæri, sem Pálinu höfðu staðið til boða. Og nú var eins og Pálina athugaði það allt í einu, að Saron var við- stödd. — Vitanlega kæmi það sér vel að hafa meiri peningaráð, en það skiptir þó ekki mestu máli. Og Ted tók undir við hana: — Þegar allt kemur til alls, þá er það ástin, sem ber allt uppi. Og Pálína sagði: — Já, það er vist um það ... Vestlingarnir, hugsaði Sharon, þegar hún sá þau brosa hvort til annars, nú vilja þau láta alla halda að allt sé i stakasta lagi. Hún sárkenndi i brjósti um þau, SINCER -PRJÓNAVÍIIN er nýkomin á markaðinn og nýtur þegar mikilla vinsælda. Vélin er sjálfvirk og tveggja kamba (ekki úr plasti). . - j-iSlS*S8 Vélinni fylgir taska og spólurokkur, einnig fáanleg í glæsilegu borði. VERÐ KR. 5.981.oo 6 tíma kennsla og eins árs ábyrgð innifalin. Seld hjá AUSTURSTR/ETI OG KAUPFÉLÖGUNUM. 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.