Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 42

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 42
Stærsta húsgagnaverzlun landsins býður yður: 9 gerðir svefnherbergissett „ «> 5 gerðir borðstofuhúsgögn 3 13 gerðir sófasett 11 gerðir sófaborð 7 gerðir skrifborð 7 gerðir eins og tveggja manna sófar HM v> | *5 ^SKEIFAN^ SVEFNSTÓLAR. ALLT ! HANSASAMSTÆÐUNA. BARNARÚM. BARNAKOJUR. SKRIFBORÐSSTÓLAR. STAKIR STÓLAR. Áklæði í 99 mismunandi litum og gerðum Kjörgarði li KJALLAI II N N _ _ KJALLARINN KJALLARINN v—r í LE'IT AÐ LÍFSFÖRUNAUT. Framhald af bls. 21. hana hvenær þau hygðust gera al- vöru úr þessu og ganga I hjónaband, hún og Stenlund læknir. Og hún haföi vafalaust svaraS eins og vanalega: —- Sennilega verður nú af þvi með haustinu. Sjálfur varð hann að viður- kenna, að það létti af honum byrði við fjarveru hennar. En það var eingöngu stundar- ánægja, sprottin af langvarandi og djúplægri óánægju. Seinasta daginn, sem þau voru saman, hafði hann verið staðráðinn í að tala hreinskiln- islega við hana, en orðið óttasleginn og brostið kjark, um leið og hann sá skelfinguna, sem greip hana, þegar hún þóttist vita hvað hann hefði í huga. Hann var sjálfum sér reiður, fyrst og fremst fyrir það, að hann skyldi enn vera bundinn þessu heiti. 1 huganum varð honum reikað til sumarbústaðarins úti í skerjagarð- inum, þar sem Sonja hafði nú dvalizt í viku. Það mundi ekki taka hann nema tvær klukkustundir að skreppa þangað og vita hvernig henni liði. Nei, hann hafði hvað eftir annað visað þessari hugsun á bug þennan laugardag. Hann langaði til þess, en var óheiðarlegt gagnvart Maud. Hann sá hvít segl úti á víkinni. til vill var Sonja í baði í sjónum nei, það var tæplega orðið nógu til þess enn. Eitthvað hafði verið að minnast á dansleik í símanum; kannski færi hún þangað honum. Tvær klukkustundir ... einungis til að komast að raun um hvernig henni liði; að hún hvíldi sig, að ... Að fá að sjá hana aftur, vita af henni, sjá bros hennar og sannfærast um að hún væri lifandi stúlka með holdi og blóði en ekki nein draum- sýn. Hann greip um bíllyklana í vasa sinum. Það var óheiðarlegt gagnvart Maud. Barnaskapur, vanþroski ... í slíkum málum var ekki til neitt ó- heiðarlegt gagnvart neinum ... AÐ var um sólarupprás. Hreyf- íj illinn i bátnum hans Arons r suðaði lystilega, Aron hafði fengið sér nokkra snafsa um nóttina og unnið bangsa fyrri skotleikni sína. Og nú var hann sæll og ánægður, þar sem hann sat og hafði aðra hend- ina á stýrinu en hina um mittið á Gerðu sinni og söng hástöfum. Sonja sat í stafni og hafði vafið um sig þykkri ábreiöu. Hvernig skyldi Irmu líða, hugsaði hún með sér. Það hafði ekki tekið hana nema svo sem hálftíma að komast í kunn- ingskap við miðaldra mann, sem átti hraðbát og var sólbrenndur og úti- tekinn. Þau höfðu dansað saman og þegar á leið nóttina, kom Irma og tilkynnti henni, að hún ætlaði að skreppa með honum í hraðbátnum út í skerin, þar sem hann átti lítinn sumarbústað, svo hennar væri ekki von heim fyrr en einhverntíma á morgun. Aron hafði dansað af miklum dugn- aði, bæði við Gerðu sína og Sonju. Þeir voru og allmargir, sem höfðu dansað við hana einn og einn dans og boðið henni með sér til frekari skemmtunar út í sumarbústaðina, en einhverra hluta vegna kærði hún sig ekkert um slíkt þessa nótt, og þeg&r það barst svo út, var sem enginn vildi líta við henni. Hún varð því að láta sér nægja að dansa við Aron — og svo dró hún kaffistauk á hluta- veltunni. — Peningavirði, sagði Aron. Skrautmálaður, tvær krónur og tutt- ugu aurar, það held ég. Báturinn klauf bylgjukambana. Þau nálguðust bryggjuna, búðina hans Arons, bóndabæina og sumar- bústaðina. Stenlund læknir, hann hefði átt að vera þarna í nótt, hugs- aði Sonja með sér. Ég hefði feginn viljað hvíla við barm hans I dans- inum. Sjá hann klæddan í annað en þennan hvita slopp, heyra hann tala og ... Stefnið rann upp með bryggju- brúninni. Aron stökk upp á bryggj- una og batt bátinn en Gerða vafði saman ábreiðurnar. — Á ég að fylgja þér á leið? sagði hann við Sonju. — Nú förum við beint heim I hátt- inn, greip Gerða fram í, áður en Sonju gafst tækifæri til að þiggja boð hans. Og Sonja skildi þegar að Gerða hafði orðið afbrýðisöm; vissi ef til vill að honum væri ekki treyst- andi, þegar hann hafði fengið sér í staupinu. — Veðrið er svo yndislegt, að ég hef ekki nema gaman af að ganga ein þennan spotta, sagði Sonja; þakk- aði þeim fyrir skemmtunina og sam- veruna og hélt heim beinustu leið yfir móana. Lyngið brakaði og brast undir fótum hennar. Það sló roða á þil sumarbústaðarins. Það væri dá- samlegt að koma heim og fara að sofa. Þegar hún kom að útidyrunum, varð hún gripin kvíða og ugg. Lyk- illinn, sem hún hafði falið undir dreglinum á dyraþrepinu, stóð í skránni. Beið einhver hennar þar inni — einhver, sem hafði talað við hana dansleiknum? Eða hafði einhver Iitið inn sem snöggvast og var farinn aftur. Hjartað barðist um i barmi henar af kvíða og eftirvæntingu i senn. Þegar hún kom inn á ganginn, virtist þar allt með kyrrum kjörum. Dyrnar að svefnherberginu, stof- unni og eldhúsinu voru lokaöar. Hún svaf jafnan i svefnherberginu. Það gæti orðið spennandi ævintýri, ef — og þó ... Nei, hún varð að sannfæra sig um að hún væri ein í sumarbústaðnum. Annars mundi hún ekki sofna blund, heldur llggja vakandi milli vonar og ótta, kvíða og eftirvæntingar. Hún opnaði stofudyrnar með var- úð. Allt virtist rólegt og kyrrt, og hún opnaði dyrnar dálítið meir. Og þar á legubekknum hvíldi manneskja nokkur undir ábreiðu ... karl- maður ... Framhald i næsta blaði. 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.