Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 22

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 22
Bezti gamanleikari í lieiminum. Mexikaninn Cantinflas, sem lék Passepartout í „Umhverfis jörðina á áttatiu dögum“, fer nú sigurför um allan heim í kvikmyndinni Pépé. Hann er cinn af frægustu kvikmyndaleikurum jarðarinnar og sá alfræg- asti -I Suður-Ameríku. Milce .Todd vissi vel hvað hann gerði þegar hann valdi Cantinflas í hlutverk Passepartout í kvikmyndinni Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Þessi litli töfrandi Mexikani hefur ótrúlega kímnigáfu. Og hann hittir beint í mark með leik sínum. Þess vegna var það ekki undarlegt að hann skyldi verða heimsfrægur eftir hlutverk sitt í þessari mynd. Og þar með var ferli hans ekki lokið, hann er eins og áður er sagt frægasti kvikmyndaleikarinn í Suður-Ameríku og sá allra ríkasti. P’aðir hans var fátækur póstur og lítið menntaður. Þess vegna vildi hann að sonurinn fengi betri tækifæri í lífinu en liann. Cantinflas, sem upphaflega heitir Mario Morcno, fékk að ganga í skóla þó að það kostaði föðurinn næstum aleiguna. Strákurinn var skarpur og vel gefinn, en hafði lítinn áhuga á náminu. Aftur á móti dvaldi hann langtímum á markaðs- torgunum þar sem umferðaleikarar og flækingar liéldu til. Eroll Garner Píanóleikarinn Eroll Garner er sérstakur í sinni röð, ekki aðeins þegar hann situr við píanóið. Henn hefur t. d. mjög ákveðnar hugmyndir um það, hvernig samningar eigi að hljóða. Einn liður samninga hans hljóðar alltaf þaning, að hann hafi rétt til að henda píanói því í hljóm- leikasölum, sem hann er ekki ánægður með. Hann mtindi víst hafa nóg að gera hér á landi. Jill og Sal. Með þeim á myndinni er Eva Maria Saint. Fyrir nokkru töluðum við hér um myndina Exodus, en þar fóru með tvö af fjórum aðalhlutverkum, Sal Mineo og Jill Haworth. Jill hefur þroskazt mikið síðan þessi myndataka fór fram og er nú orðin falleg dama og það hefur ekki farið fram hjá Sal Mineo, því þau voru í París nýlega og opinberuðu þar trúlofun sína. Þau leiddust þar um göturnar, ljósmyndurum og öðrum til ánægju, gáfu dúfunum og höguðu sér að öllu leyti eins og ástfangið ungt fólk gerir í París. Og á hvíta hestinum sínum í sömu mynd. Hann fylgdist nákvæmlega með öllu, sem þeir tóku sér fyrir hendur. Og einn góðan veðurdag fékk hann eftir margítrekaðar tilraunir ieyfi til að ferðast um með einum þeirra. Það kom brátt í ljós að Cantinflas var fæddur til þessa starfs. Án þess að hafa nokkuð fyrir þvi tileinkaði hann sér hina vanabundnu hluti á bak við sönginn, dansinn og dollarabrögðin. Svo kryddaði hann þetta allt með sín- um persónulega stíl og sló í gegn. Árði 1940, þegar hann var 23 ára gamall, yfirgaf hann lífið í hringleika- húsinu og fékk stöðu við leikhús. Einnig lék hann í nokkrum stuttum kvikmyndum, sem voru svo góðar að gera varð heila kvikmynd úr þeim. Cantinflas var orðinn upp- áhald allra Mexicobúa og hann var nógu „sniðugur" til að sjá þá möguleilca sem fólust i kvilcmyndunum, bæði til að verða listamað- ur og businessmaður. Hann kom á fót sínu eigin kvik- myndafélagi og græddi á því dágóðan skilding. Cantinflas er óvenjulega gáfaður maður. Charlie Chaplin, sem einnig er al- veg í sérflokki, hefur sagt, að Cantinflas sé mesti gam- anleikari í heiminum. Hann hefði einnig getað orðið frægur nautabani ef hann hefði farið út á þá braut. Hin eldsnöggu brögð hans hafa sigrað mörg hættuleg naut. En Cantinflas finnst allt of vænt um dýr til að geta verið að særa þau. Þess vegna kem- ur hann aðeins fram á vígvöllunum, sem gamanleikari eins og í hinu ógleymanlega atriði i myndinni Umhverfis jörðina á áttatíu dögum. Gerið göt leðurbelti a Það getur verið erfitt að setja aukagöt á dýr leðurbelti, en á þennan hátt er það auðvelt. Þið glóðhitið prjón í passandi stærð yfir eldi. haldið svo um prjóninn með naglbít, meðan götin eru stungin á beltið saumaklúbbinn FYLLTIR TÓMATAR. 4 stórir tómatar, 4 salatblöð, íVi dl rjómi, % matsk. edik, % matsk. sykur, Vi tsk. rifin piparrót, 1 krydd- sildarflak, steinselja. Setjið tómatana hola að innan á salatblöðin. Niðurskorið síldarflakið er sett í tómatana. Þeytið rjómann þar til hann er næstum þvi stifur, bætið i hann ediki, sykri og piparrót, og leggið svo blönduna yfir síldina. Skreytið svo með steinseljunni og berið fram með rúnnstykki. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.