Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 26
Að vera falleg og halda fegurð sinni með húðsnyrtingu PLACENTA CREME Notkunarreglur á íslenzku með hverri túbu. Því fyrr sem þér byrjið að leggja rækt við húðina því erfiðara verður að gizka á aldur yðar síðar meir! MUNIÐ Suzanne André PLACENTA CREME Inniheldur náttúrleg efni, sem hörundið drekkur i sig. Styrkið eðlilega starfsemi húðvefjanna, eykur blóðsóknina til hörundsins, og gerir það þannig unglegra og mýkra. Hrukkur og drættir hverfa. Fæst í snyrtivöruverzlunum. Framleiðandi: Suzanrn Andrí Kosmetik GmbH Wiesbader 26 VIKAN N-S á hættu, suður gefur. íþ 10 y G-10-7-6-2 + K-G-2 ^ ' G-8-5-4 * 8-7-5-4-2 N ^ A-G-9-6-3 V 8-3 v A y 9-5 ♦ 8-7-6-3 y 9-5 * A-K S jf. D-10-7-2 4 K-D V A-K-D-4 ♦ A-D-10-4 4» 9-6-3 Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta pass 2 hjörtu pass 4 hjörtu pass pass pass Útspil: laufaás. Spilið í dag sýnir hvernig bridge- sérfræðingar fara að því að tryggja sér hámarksslagafjölda í varnar- spili. Þegar vestur spilaði út laufaás og síðan laufakóng á eftir, sýndi það að hann ætti A-K tvíspil í laufi. Með þrjú eða fleiri í litnum hefði hann spilað kóngnum fyrst og ásn- um á eftir (þessari reglu hefur þó á seinni árum verið snúið við af fjölmörgum sérfræðingum). Ætti vestur aðeins tvö lauf, þá var suður sannaður með þrjú og þessvegna var austur fullviss um að ef hann kæmist inn á spaðaásinn, þá gæti hann hirt laufaslaginn. En vestur gat varla verið viss í hvorum litnum hann ætti að koma, tígli eða spaða. Kæmi hann í tígli var allt glatað, svo nú reið á að koma vestri i skilning um að hann ætli að koma i spaða. Austur leysti viðfangsefnið með því að láta laufadrottninguna í laufakónginn. Þetta gerði gosann i borði að hæsta spili, en það gerði ekkert til, því kæmi vestur ekki í spaða, var spiiið unnið livort sem var. Vestur skildi merkið á augabragði og spilaði spaða. Austur tók á ás- inn, spilaði laufi, sem vestur tromp- aði. Með augljósri fórn á einum slag tryggði austur sér tvo slagi. SAUMAKLÚBBSKAKA. Framhald af bls. 18. FLJÓTLEGAR SMÁKÖKUR. Vz bolli smjörlíki, Vi bolli syk- ur, Vi bolli púðursykur, 1 egg, 1 Vz bolli hveiti, % tesk. natron, Vi tesk. salt, Vi bolli kókosmjöl, súkkulaði. Smjörlíkið er hrært með sykri og púðursykri. Eggið hrært vel saman við. Hveiti, natron og salt sáldrað, hrært varlega saman við ásamt kókosmjölinu. Látið með teskeið á vel smurða plötu. Súkkulaðið skorið í fremur smáa bita, sem látnir eru á miðju hverrar köku. Bakað við meðalhita þar til kökurnar eru fallega gulbrúnar. RÚGKEX. 250 gr hveiti, 100 gr sykur, 250 gr smjörlíki, 3 tesk. hjartarsalt, 2—2V2 dl mjólk. Hveitið er sáldrað með hjartar- saltinu, sykrinum blandað saman við og smjörlíkið mulið í. Salti og kúmeni blandað þar saman við. Vætt í með mjólkinni. Hnoðað fljótt saman. Flatt fremur þunnt út á smurðri plötu, skorið i ferkantaða bita og pikkað. Bakað við meðalhita ijósgulbrúnt. ÁSTRÍÐUFJÖTRAR. Framhald af bls. 9. legt svið, en banna þeim að brjótast fram í skefjalausri ástríðu. Þessa uppeldis hefur margur afbrotamað- urinn farið á mis, hvort sem því valda ytri mistök eða óvenjulegir erfiðleikar og misræmi i eðlisgerð hans. 1 þessu er fólginn meginmun- urinn á skapgerð afbrotamannsins og liins siðvanda. Ágirnd þjófsins er e. t. v. sterkari en mín, en við- námsvenjur hans eru laust mótaðar og óþjálfaðar. Þvi mistekst honum að hemla i tæka tíð, en leikur við ósiðlegar tilhneigingar, þangað til ])ær eru orðnar honum ofurefli, ástríða sem blindar skynsemi hans. Þetta hugarfar mun verða þvi hrösulla sem fleiri ineinlitlum cn óhreinlegum troðningum er ætlað að stytta löghelgaða alfaralcið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.