Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 32

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 32
liágrét og blóðið Íagaði úr sári á hökunni. Pálína var náföl, en hún var engu að síður róleg, hegar hún mælti: —- Ég verð víst að skreppa riieð hann til læknisins og láta sauma þetta saman, þegar ég hef gert að þvi til bráðabirgða. Ég verð vist að biðja þig, Sharon, að taka að þér heimilið á meðan, ef með þarf. Þegar þau voru farin, spurði Shar- on Nancy livenig þetta hefði viljað til. — Hann datt úr róiunni á leik- vellinum, sagði hún, og ég vildi fara með hann til umsjónarstúlk- unnar. En liann var ófáanlegur til þess og vildi bara fara lieim. Sharon minntist* ástúðarinnar i rödd Pálínu — það var skiljanlegt að hann vildi ekki fara annað en heim. — Hvernig er það, Nancy, ætli við ættum ekki að hafa ein- hvern mat til reiðu. begar þau koma heim. Þú verðui- að gæta Teddys á meðan ég sé um það. Nancy mældi hana augum. — Þú kannt ekki að búa til mat. Mamma sagði pabba, að hún væri viss um ;:ð þú gætir ekki einu sinni soðið egg. Sharon leit fast á liana. — Jú, ég get svo sannarlega búið til mat, það máttu bóka. Að því mæltu tók hún þegar til við matreiðsluna. Tveim klukkustundum síðar kom Pálína heim. Hún starði stórum augum á Sharon. Er þetta imyndun mín eða hvað? spurði hún. — Það er ekki ímyndun, svaraði Sharon. Þér skjátlaðist, þegar þú heldur að ég geti ekki einu sinni soðið egg. — Ó, þessi Nancy . . . Það var á takmörkum að ég kynni það sjálf, þegar ég giftist, og matreiðslan var ekki á marga fiskana fyrst i stað. En þetta kom smátt og smátt. — Hvenær kemur Ted heim? spurði Sliaron. -—- Á hverri stundu, sagði Pálina og klappaði henni á öxlina. Og ég er viss um að þetta verður sann- kallaður hátíðamatur .. . Sharon lilakkaði til. Hún hlust- aði eftir fótataki hans, en tíminn leið og hann kom ekki. Hún gekk inn í stofuna; Pálína stóð við gluggann og starði út i myrkrið. — Það er allt í lagi með matinn, þátt hann bíði, varð Sharon að orði. Pálina leit á hana tárvotum undr- unaraugum. — Heldurðu að ég sé að hugsa um það — Kemur Ted aldrei seint lieim? — Aldrei. Það kemur ekki fyrir. Ég hringi til jieirra í verksmiðjunni og spyrst fyrir . . . Hún reikaði út úr stofunm, eins og hún gengi i leiðslu. — n.íddu, hrópaði Sharon. Það heml r bíil liérna úti fyrir. Andartaki síðar var Ted kominn 'nn í stofuna. Hanii heilsaði glað- lega. Forstjórinn þurfli að tala við mig, og það tafði mig. ilann heldur að einhverri vangá í aðalskrifstóf- unni sé um að kenna, að ég fékk ekki iaunahækkunina, og hann ætl- ar að athuga það sjálfur.. . Hvað . .. Pálína varpaði sér í faðm honum og hágrét. — Ted . . . hamingjunni sé iof fyrir að ekkert kom fyrir þig • • ■ — Pálína, elskan mín, hvíslaði hann ástúðlega og þrýsti henni að sér. Og kyssti hana. Tárin fylltu augu Sharon og hjart- að barðist ákaflega í barm* hennar. Þetta var ekki aðeins rómantískt. .. Með FEVON þvottaefninu verður þvotturinn hvítur og ilmandi — Reynið FEVON. Fegurðhársins hefst með Hversvegna? Vegna þess, að með því að nota White Rain verður hárið lifandi og blæfagurt. Þessi silkimjúki vökvi er með lokkandi ilmi, gerir hárið glitr- andi, gefur þvi blæbrigði . . . vek- ur hina duldu fegurð þess. White Rain er framleitt á þrennan mis- munandi hátt til þess að fegra sérhverja hárgerð — ein þeirra hæfir einmitt yðar hári. White Rain fegrunar shampoo — hsfir ölln hári. frá Toni Perluhvítt fyrir venjulegt hár Fölblátt fyrir þurrt hár Bleikfölt fyrir feitt hár það var mun djúplægara en það. Eftir átta ár .. . nei, iiún þurfti ekki að aumka Pálínu. Enginn þurfti að aumka hana l'yrir það, að hún skyldi hafa valið sér þetta lilutski]iti. Allt 1 einu varð Sharon gripin ómótstæðilegri þrá eftir Steve. Hún hafði aldrei þráð jiað eins sterkt að vera návistum við hann. ■—- Svona ljúkið jmssu nú af, sagði hún glettnislega, en rödd liennar titraði. Þið verðið að borða matinn áður en hann verður lcald- ur — annars fái þið aldrei tækifæri lil að sannfærast um matreiðslu- list mína. . . því ég fer heim á morgun .. . Beinagrind og tíu leöurpokar með gulli. Framhald af bls. 1E van Niekerck bana. Hann var engu að síður ákærður um morð, og hóf- ust réttarhöld í máli hans i Jóhann- esarborg, þann 13. janúar 1904. Sir James Rose-Innes dómari var i for- sæti. Hinn opinberi ákærandi, E. Wing- field Douglass, seinna fulltrúi yfir- hershöfðingjans i Capenýlendunni, rakti harmleikinn í frumskóginum fyrir réttinum, en C. F. Stallgard, seinna dómsmálaráðherra, hélt uppi málsvörn fyrir Swartz og kvað óger- legt að sanna að hann hefði orðið Philip að bana eða með hvaða hætti dauða hans hefði að höndum borið. Kvað hann götin, sem fundust á hjálmi og klæðaslitrum hins látna, ekki endilega þurfa að vera eftir byssukúlur — þau gætu eins verið eftir stafprik, en ekki leiddi hann þó neinar getur að því, hvernig eða hvers vegna þau kynnu að hafa verið gerð á þann hátt. Hann leiddi lækni nokkurn sem vitni, og bar læknirinn það, að sérfræðingum skjátlaðist oft, Þegar þeir kvæðu upp úrskurði um slíka hluti. Þegar leiðangursmenn voru leiddir sem vitni, vildu Þeir sem fæst segja, að öllum líkindum af ótta við að verða ákærðir um meinta tilraun til að brjóta lög ríkisins, varðandi með- ferð gulls og demanta. Blöðin töldu hinsvegar að fjársjóðurinn hefði ver- ið, eða væri, allt að því fjögurra milljóna sterlingspunda virði. Smorenberg einn gaf hinsvegar í skyn, að hann hefði séð eitthvað af demöntunum; minntist eitthvað á smáböggul, sem komið hefði í leit- irnar, en neitaði svo harðlega að segja meira um það, þar sem hann ætti þá á hættu að vera kærður fyrir brot á áður nefndum lögum. Þegar Stallard gekk á hann, kvað hann réttinum heimilt að leggja þann skilning í orð sín, sem hann teldi líklegastan. Anna, ekkja hins látna, bar vitni og kvaðst hafa borið kennsl á fata- slitrin, sem fundust í grennd við bein- in, og verjandinn dró ekki heldur í efa að þar væri um jarðneskar leifar Philips að ræða. En hann kvað með öllu ósannað að hann hefði verið myrtur, hann gæti eins hafa látizt úr einhverri bráðri sótt, eða ljón hefðu unnið á honum. Saksóknarinn kvað vörnina byggj- ast á ágizkunum einum. Það væri hinsvegar staðreynd, að byssa hins myrta hefði fundizt i runna og bæði hlaup hennar verið hlaðin; hinsveg- ar hefðu leiðangursmenn heyrt skot og fundið tóm skothylki i grennd við beinin, enda benti allt til þess að hinn myrti hefði verið skotinn í hnakkann. „Þegar van Niekerck lagði af stað frá tjöldunum þetta sama kvöld," sagði saksóknarinn við kviðdómend- ur, „var ekki annað að sjá en hann væri við beztu heilsu. Er þá sennilegt að hann hafi látist úr bráðri sótt andartaki síðar, eftir að hann hafði gengið frá byssu sinni í runnanum?" 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.