Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 20
ÚRDRÁTTUR Sonja Wallin starfar í skrifstofu vátryggingafélags eins í Stokkhólmi og elur önn fyrir syni sínum, sem hún ann mest af öllu. Svo verður hann undir vörubíl og bíður bana, en Sonja lætur bugast af sorginni; liggur andvaka á nóttum, og tekur að síðustu inn of stóran skammt af svefnlyfi til þess að geta sofnað. Irma, vinstúlka hennar, finnur hana meðvitundarlausa og kemur henni undir læknishendur. I sjúkrahúsinu er ungur geðlæknir, Jan Stenlund, sem hefur með höndum athugun á slysi hennar. Hann er trúlofaður, en unnusta hans gerir honum lífið óbærilegt með ofurást sinni. Hann þorir þó ekki að rifta heiti sínu af ótta við að henni sé það alvara, að hún geti ekki lifað án hans. Þegar hann hefur komið inn í sjúkrastof- una, virtist Sonju hann hversdags'- legur, en það gerbreytist, þegar hún situr andspænis honum í viðtals- herbergi hans. Þá finnst henni sem hann umljúki hana og þrýsti henni að sér, og allt í einu hugsar hún með sjálfri sér, að það sé einmitt hann, sem hún hafi beðið eftir alla ævi ... 5TENLUND læknir, hvíslaði hún. Það var ekki með vilja gert. Þér megið trúa því, að það hefur aldrei hvarflað að mér að fremja sjálfsmorð. En ég var orðin svo ör- þreytt — og einmana. Litlidengsi dó — og ég þráði það eitt að mega sofa. Sofa sætt og rótt eina nótt. Annar var tilgangurinn ekki. Jan Stenlund hripaði eitthvað á pappírsörk: Ekki með v. gert. Virð. trúl. — Munið þér nokkuð hve marg- ar svefntöflur þér gleyptuð þessa nótt? spurði hann. Það kom áhyggjusvipur á andlit henni. Hún hleypti brúnum. — Ég veit það ekki með vissu; sennilega tvær töflur um ellefuleytið, aftur tvær nokkrum klukkustundum seinna — og litlu seinna einar tvær í viðbót. — Hafið þér lengi þjáðst af svefn- leysi? Kannski alltaf átt örðugt með svefn? — Nei. Fyrst í vetur. — Af einhverjum sérstökum or- sökum? —■ Já. Ég átti lítinn dreng, sem varð undir bíl og beið bana. Það var í nóvembermánuði. Ég reyndi að bera það sem bezt ég gat. En maður ræð- ur ekki við hugsanirnar. — Þér starfið í tryggingaskrif- stofu. Hverskonar starf er það? — Sjóvátryggingar. Við tryggjum skipsfarma og þessháttar. —- Þreytandi vanastarf? —■ Jú, auðvitað verður það vana- bundið. Þreytandi —■ ég veit ekki. Ég kann vel við mig þar. — Engin önnur einkavandamál? Enginn karlmaður, sem veldur yður hugstríði? Hann iðraðist þess að hafa spurt, þegar hann sá hve henni brá. En svo færðist bros á varir henni. — Nei, Stenlund læknir. Það er orðið langt síðan ég hef haft náið samband við karlmenn. Honum varð litið á skýrslublaðið. Hvers vegna skrifaði hann ekki neitt af því, sem hún sagði? Þessi viðstöðu- lausu, hreinskilnislegu svör voru þó þess virði að þau væru skrásett, flokkuð og tekin til gaumgæfilegrar meðferðar i doktorsritgerð hans. Honum varð litið á skjalahylkin í hillunum. Þau stóðu þar í stafrófs- röð og höfðu inni að halda slík firn af mannlegum þjáningum og kvöl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.