Vikan


Vikan - 09.11.1961, Síða 21

Vikan - 09.11.1961, Síða 21
að það var eins og Þau gœfu frá sér stunur og andvörp. Einkennilegt að Það skyldi vera langt síðan hún hafði náið samband við karlmenn, hún sem var bæði ung og aðlaðar.di. Sérkennilega fríð. Sérkennilega fríð, og að þvi er virt- ist einnig vel gefin. Mátti halda að hún ástundaði að vera hreinskilin og heiðarleg gagnvart sjálfri sér, og sætti Því nokkurri gagnrýni. Það var freistandi að skyggnast dálítið dýpra í hugskot hennar; ekki í leit að ein- hverju afbrigðilegu, heldur til þess að kynnast þó einu sinni manneskju, sem var ærleg sjálfri sér. — Ungfrú Wallin, ef ég brottskrái yður á morgun, krefst ég þess að þér haldið yður heima og hvílið yð- ur i allt að þvi hálfan mánuð. — Það verður einmanalegt. Ég þarf að hafa eitthvert starf mér til afþreyingar. — Veit ég það. En þér farið villt vegar, ef þér álítið hyggilegast að fara tafarlaust að vinna baki brotnu. Þá getur hæglega farið svo, að brátt sæki í sama horfið og þér liggið andvaka um nætur. Getið þér ekki farið eitthvað? Hann virti hana fyrir sér meðan hún hugsaði svarið. Augu hennar voru skærbrún og sló á þau grænni slikju. — Foreldrar minir eiga heima. í Suður-Sviþjóð, en ég hef ekki neina löngun til að fara heim. Ég get alltaf fundið mér eitthvað til að hafa fyrir stafni í vikutíma, þó ég verði um kyrrt i borginni. Skoðað söfn og ann- að þessháttar, sem maður gefur sér annars aldrei tíma til. Þegar ég fer að hugsa nánar, væri það dásamlegt að eiga fyrir höndum iðjuleysisviku, án þess að nokkuð ami að manni. Ég get setið úti i kirkjugarðinum í grennd við leiðið hans Litladengsa ... — Það megið Þér ekki fyrir nokk- urn mun. Þessi stuttorðu og afráttarlausu andmæli hans urðu til þess að hún lyfti höfði og leit á hann. — Ungfrú Wallin. Ég á sumarbú- stað úti í skerjagarðinum, en kem þangað yfirleitt aldrei. Þar getið þér dvalizt í hálfan mánuð. E'f yður leiðist þar, getið þér horfið heim aftur. Ég ráðlegg yður nú samt að reyna. Ef til vill finnið þér sjálfa yður aftur í einverunni og breyttu umhverfi. Fjarlægizt atburðina, sem gerðust í vetur ... Nokkra stund sat hún Þögul og laut höfði. En svo leit hún upp og virti hann fyrir sér. Það var ekki nema eðlilegt, hugs- aði hann. Þetta var óvenjuleg uppá- stunga, hugsuð um leið og hún var borin fram. Eflaust var engin ástæða til að óttast um þessa stúlku í borg- inni, hún leit út fyrir að kunna fót- um sínum íorráð. Hversvegna reyndi hann þá að koma henni út í skerja- garðinn? ... Vegna þess, hugsaði hann gegn vilja sínum, að ég vil kynnast henni nánar. Vegna þess að ég vil koma í veg fyrir að leiðir okkar skilji. Vegna þess ... nei, þetta er ekki eins og það ætti að vera. Þetta er hættu- legt tiltæki . .. — Ég þigg boð yðar með þökkum, Stenlund læknir. Það verður dásam- legt að geta legið í fylgsni um nokk- urt skeið og notið einverunnar og umhverfisins. Vona bara að þetta valdi yður ekki óþægindum. Hann vissi að það var barnalegt að fagna þessu svari hennar. En hann afréð samt að leyfa sér það. — Þá er það afráðið, að ég brott- skrái yður á morgun. Ég læt yður hafa styrkjandi lyf i nestið, og visa yður leiðina. Hann kvaddi hana með handabandi og fylgdi henni að lyftudyrunum. Svo hélt hann aftur inn í herbergi sitt og hallaði sér fram á skrifborðið. Hugleysi, hugsaði hann. Tek alltaf á mig grímu læknisins, þegar mig langar til að vera maður. Hann fór úr sloppnum og brá sér í jakkann. Ég verð að reyna að vera sjálfum mér hreinskilinn. Og ég verð að tala við Maud, áður en hún fer. Þetta getur ekki gengið svona leng- ur ... SONJA hringdi til Irmu, og sagði henni fréttirnar; að hún væri brottskráð úr sjúkrahúsinu, og læknirinn hefði boðið sér að dveljast í sumarbústað, sem hann ætti, á með- an hún væri að jafna sig. Irmu þótti þetta góðar fréttir og spurði þegar margs um læknirinn. Var það þessi ungi og laglegi, sem hún talaði við. Hann var að vísu með trúlofunar- hring, en þeim kom báðum saman um það, að það hefði ekki svo mikið að segja, jafnvel ekki þótt það væri giftingarhringur, og Irma hvatti Sonju til að fara kænlega að öllu. Sonja spurði hvað stúlkurnar í skrifstofunni segðu um veikindi hennar. — Þær? varð Irmu að orði. Þú heldur þó ekki að ég hafi farið að segja þeim frá svefntöflunum. Ég sagði þeim að það væri fyrst og fremst þreyta, sem að þér gengi og þær trúa því. Kemur hann að heim- sækja þig? — Hver? — Læknirinn, auðvitað. — Irma . .. ég fullvissa þig um að svo langt er það ekki gengið. Ekki enn ... — Ekki það? Getur nokkur kona staðizt lækni í hvitum slopp. Hann hefði að minnsta kosti átt auðvelt með að fá mig til hvers, sem hann vildi. Sonja gat ekki varizt brosi. Eln- hversstaðar hið innra með henni sat ástarguðinn, lítill og glettinn og hló að ístöðuleysi hennar og þrá. Irma masaði eins og hún var vön, að þessu sinni hafði hún svo sannarlega lög að mæla. — Hefurðu eitthvað ákveðið fyrir stafni á laugardaginn, Irma? —■ Ekki það ég man. Ég hef sagt Davíð að ég líti ekki við honum fram- ar og enn er enginn nýr kominn i spilið. Hann metur bilinn meir en mig og hugsar ekki um annað en lausakaup. — Þú getur þá kannski heimsótt mig í sumarbústaðinn? — Það yrði dásamlegt. Hvernig kemst maður þangað ... — Það veit ég varla sjálf. Ég er i þann veginn að leggja af stað, og ef ég finn sumarbústaðinn á annað borð, sendi ég þér línu og læt þig vita nánar um leiðina. —• Afbragð. Ég hef danskjólinn með mér. Einhver samkomustaður hlýtur að vera þarna ... Sumarbústaðurinn stóð á ey einni, spölkorn undan ströndinni og á milli tveggja nesodda, sem gengu út í sjó- inn og skýldu eyjarvognum fyrir vindi og báru. Bústaðurinn var rauðmál- aður, en liturinn farinn að dökkna og hvíta málningin á glugga og dyra- listum var farinn að láta á sjá vegna sjávarseltunnar og sólskinsins. Sonja hafði kviðið einverunni þarna úti í skerjagarðinum, en um leið og hún sá sumarbústaðinn, var eins og hann byði hana hjartanlega velkomna. Og henni fannst sjálfri sem hún væri einhver mektarkvinna, þegar stór og sterkur karlmaður gekk á undan henni upp stigann og bar töskurnar hennar. Þetta var Aron nokkur Ey- berg, en hann hafði litla verzlun við bryggjuna, þar sem báturinn lagð- ist að. Aron þessi hafði tekið á móti henni á bryggjunni, og ekki spurt hana neins, svo það leyndi sér ekki að Stenlund læknir hafði hringt til hans og sagt honum fyrir verkum. Kona Arons hafði gætt henni á kaffi og nýbökuðum pönnukökum áður en þau lögðu af stað út að sumarbústaðnum. Þau sögðu að hún gæti fengið allar nauðsynjar í verzluninni og greitt svo reikninginn um leið og hún færi; það yrði hampaminnst. Það stóð til að halda dansleik og skemmtun mikla að Línnesi næstkomandi laugardag. og þangað ætluðu þau hjónin. Og ef ungfrú Wallin vildi slást i förina . . . — Er það venjulegt, að læknirinn sendi sjúklinga sína hingað? spurði hún leiðsögumann sinn. — Það hefur víst komið fyrir einu sinni áður. Jæja, hérna er þá slotið Læknirinn kemur hingað aldrei sjálf- ur Það hefur heyrzt að hann vilji selja sumarbústaðinn. — Það væri gott fyrir yður, að einhver keypti hann, sem dveldist hér sumarlangt. Ég á við að yður bættust þá viðskiptavinir. — Og ég kemst af á meðan einhver branda fyrirfinnst í sjónum. Gerið svo vel. Ég opnaði allt upp á gátt i morgun og tók hlerana ofan af reyk- háfnum. E'f yður leiðist einveran, skuluð þér bara skreppa til okkar stund og stund. Gerða hefur bara gaman af því að fá einhverja til að rabba við. Aron kvaddi og hélt á brott. Sonja svipaðist um. Lítið eldhús með stór- um reykháf og innbyggðu eldstæði. Svefnherbergi til vinstri og loks rúm- góð setustofa. Það var greinilegt að húsgögnin höíðu verið keypt á upp- boðum þarna í skerjagarðinum, en þó var nýtízkulegum legubekk komið fyrir í setustofunni, og virtist hann ekki eiga þar heima innan um hin húsgögnin. Hún tók sér sæti. Á gömlu borði stóð mynd í skeljaskreyttri umgerð —■ mynd af ungri stúiku, sem virtist í algerðri mótsögn við Sonju hvað sviphöfn alla snerti. Dökkhærð stúlka, með stór augu. Myndin vakti annar- lega ónotakennd með Sonju, svo hún setti hana ofan í borðskúffuna. Þetta hlaut að vera þessi unnusta Sten- lunds læknis ... Sonja lagðist aftur á bak á legu- bekkinn og spennti greipar undir hnakkanum. Vitanlega stendur mér á sama um hana, hugsaði hún. Öðru máli gegnir um lækninn. Ég er ástfangin af hon- um. Jú, það er ég, en það skal verða mitt leyndarmál, nema eitthvað breytist. Hann er töfrandi maður, þegar við fyrstu kynni. Nú veit ég þó hvernig sannur maður lítur út. EGAR leið á laugardaginn, varð Stenlund lækni það allt í einu Ijóst, að loks væri komið sumar. Það leyndi sér ekki heldur eirðar- leysið, sem jafnan greip gangastúlk- urnar og hjúkrunarkonurnar þegar líða tók á laugardagana á sumrin, enda var þá líka fátítt að ungir menn lægju í sjúkrahúsinu, en því meira um gamalt fólk, meira og minna far- lama. Þetta mátti meira að segja sjá á hjúkrunarkonunum, sem farnar voru að reskjast. Hann fór niður í lyftunni og gekk inn í skrifstofuna. Þar beið hans hlaði af plöggum, sem Þurfti athug- unar og undirritunar við, en hann hafði, einhverra hluta vegna, enga eirð í sér til slikrar skriffinnsku. Það var sólskin úti fyrir, fátt um bila á stæðinu, en öðru hverju var gljáandi bílum ekið upp að hjúkrunarkvenna- skálanum, einhver af yngri árgöng- unum settist inn og bíllinn ók aftur af stað eitthvað út I buskann. Maud var komin til Lundúna, dvaldist þar hjá prófessornum, föður sínum, sem eflaust hafði þegar spurt Framhald á bls. 42. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.