Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 33
Menn spyrja undrandi hvað valdi þessu óvenjulega skæra ljósi frá hinum nýju OREOL KRYPTON ljósaperum. Svarið er að með þrot- lausu tilraunastarfi hefur OREOL tekizt að finna lausn- ina, nú eru OREOL perurnar fylltar með Krypton-efni, sem hefur þennan eiginleika að perur, sem fylltar eru með því gefa 30% skærara ljós. Biðjið um OREOL KRYPTON þær fást í flestum raftækja- eða nvlendu- vöruverzlunum. Mars Trading Company Klapparstíg 20 — Sími 17373. Hann kvað ekkert tenda til þess að Ijón hefðu verið þarna á ferli, og benti á, að skotunum, sem leiðang- ursmenn heyrðu seinna, hefði Swartz hleypt af í því skyni að renna stoð- um undir þá sögu sína, að hann hefði komizt í tæri við villibráð, en ekki náð henni. „Eínda hefði jafnreyndur frumskógamaður og Swartz aldrei látið sér það til hugar koma, að fara að veita særðu dýri eftirför inn í skógarþykknið einn síns liðs, og það eftir að myrkt var orðið,“ sagði hann. Þá reyndi saksóknarinn og að skýra hvarf Swartz frá leiðangursmönnum. „Mér þykir sennilegast, að þegar hann hafði fengið þá van Dyk og hina tvo til þess að fara upp á hólinn, hafi hann hraðað sér sjálfur sem mest hann mátti til baka, stolið vistunum og öðru því, sem reyndist horfið úr vögnunum, og skrifað sjálfur orðsend- inguna, sem þar fannst, bæði til þess að grunur yrði lagður á Philip, og til þess að koma í veg fyrir að hann yrði sjálfur grunaður um að hafa ráðið Philip bana. Og Það hefur hann gert í þeirri von, að hrægammarnir og loftslagið í frumskóginum yrðu í sameiningu til þess að má út allar sannanir varðandi morðið.“ Saksóknarinn vék siðan að öðru atriði málsins, orsök og tilgangi morðsins. „Hver var orsök glæpsins? Þið hafið séð bréf þau, er Swartz skrifaði. Allt bendir til þess, að hann hafi verið ástfanginn af konu hins myrta, enda þótt ráða megi Það af viðbrögðum hennar, að hún hafi ekki endurgoldið honum ást hans. Engu að siður má gera ráð fyrir að hann hafi hugsað sem svo, að sér mundi ef til vill takast að ná ástum hennar, þegar eiginmanni hennar hefði verið rutt úr vegi ... Vitanlega er ekki heldur útilokað, að þeim hafi orðið eitthvað sundurorða, þegar þeir fóru að sækja vatnið. Kannski hefur van Niekerck krafizt stærri hlutar af fjársjóðnum en Swartz taldi sann- gjarnt, eða hann hefur komizt á sniðir um hvar fjársjóðurinn var graf- inn. En hvað sem þvi líður, þá er það ekkert vafamál, að Swartz hefur skotið hann til bana.“ Þegar verjandinn tók aftur til máls, kvað hann öll atriði þessa harmleiks vera með þeim ólíkindum, að kunn- ustu glæpasöguhöfundum hefði vart getað tekizt betur. Hann lýsti yfir því, að það væri ekki neinum vafa bundið að fjársjóðurinn fyrirfyndist, og eingöngu hefði verið stofnað tií leiðangursins í því skyni að finna hann. Þá kvað hann það hafa verið upphaf þess hvernig allt fór, að Swartz hefði komizt að raun um að einn leiðangursmannanna var leyni- lögreglumaður. Það hefði vakið með honum þann grun, að sá maður væri settur til höfuðs honum af hálfu stjórnarvaldanna, og mundi hann og aðrir leiðangursmenn þá ekki aðeins verða sviptir fjársjóðnum, heldur á- kærðir um lagabrot. Því hefðu þeir, Swartz og van Niekerck ákveðið að láta krók koma á móti bragði. Þegar þeir fóru saman að sækja vatnið, hcfðu þeir ákveðið, að Niekerck skyldi hverfa heimleiðis þegar í stað, en Swartz svo koma á eftir, svo þeir yrðu ekki kærðir um neitt. Van Niekerck hefði síðan látizt, annað- hvort af sótt eða orðið villidýrum að bráð, eða þá hann hefði villzt í frumskóginum. Ef Swartz hefði viljað myrða hann, mundi hann einnig hafa komið þeim hinum leiðangursmönn- um fyrir kattarnef, svo þeir gætu ekki borið vitni gegn honum, auk þess sem hann hefði þá getað setið einn að fjársjóðnum, án þess hann 1:?'. ul skipta. Lo.: ávarpaði dómarinn kviðdóm- endur og gerði grein fyrir helztu niðursÁ ðum i málinu, sem hann kvað eii.v' “it að mörgu leyti. „Þið hafið heyj ’ 'öguna af bcinagrindinni og fjársjoonum, sem varð Þess valdandi að til leiðangursins var stofnað, og hvernig leiðangursmenn hurfu og komu ýmist aftur í leitirnar eða ekki — og loks hafið þið heyrt sagt frá fundi jarðneskra leifa, sem úrskurðað hefur verið að væru af van Niekerck, þeim er saksóknarinn telur að hafi verið myrtur, en verjandinn að hafi látizt úr sótt, eða orðið ljónum að bráð . ..“ „En þótt málsatriðin séu flókin, verða niðurstöðurnar, þótt einkenni- legt megi virðast, furðu einfaldar. Það, sem þið þurfið að skera úr um, er þetta þrennt: Hvernig dó van Niekerck? Dó hann eðlilegum dauð- daga eða af mannavöldum? Hvernig bar dauða hans að höndum? Kviðdómendur drógu sig í hlé í tuttugu mínútur til þess að koma sér saman um úrskurðinn. Að þvi loknu lýstu þeir yfir þeim dómúrslitum, að Swartz væri sekur um að hafa myrt Philip van Niekerck. „Ég er ekki sekur “ svaraði Swartz, reiður og vonsvikinn. En dómarinn, sem nú kvað upp dómsorðin, var á öðru máli. „Eg tel kviðdómendur ekki hafa getað kveð- ið upp annan úrskurð," sagði hann við Swartz. „Mér þykir fyrir þvi að verða að valda yður enn meiri sárs- auka, en grimmúðlegra mundi ég þó telja að vekja með yður falskar von- ir um að yður kunni að verða sýnd linkind eða dauðarefsingunni breytt, sem ég verð að ákveða yður. Ég skora á yður að búa yður undir það, sem nú bíður yðar. Megi Guð vera sál yðar líknsamur." Swartz var hinn hnarreistasti þeg- ar hann var leiddur úr réttarsalnum, og þegar hann var leiddur í gálgann að morgni þess 15. febrúar, 1904 var lítil iðrunarmerki á honum að sjá. Hann var fyrsti hvíti maðurinn, sem hin nýja landstjórn dæmdi til dauða. Enn í dag ræðir almenningur í Suður-Afríku um fjársjóðinn við Blydefljótið, og þvi er trúað, að hann hafi í raun og veru fyrirfundizt — enda þótt sumir séu þeirrar skoðunar, að Swartz hafi fyrst í stað skrökvað sögunni upp til þess að vinna ástir önnu, en síðan gripið til hennar í því skyni að lokka eiginmann hennar í gildruna, svo hann gæti unnið á hon- um. E’n þá er það þetta — hversvegna efndi Swartz þá til annars leiðangurs, og hversvegna gaf Smorenberg það í skyn, að hann hefði séð demant- ana, ef aldrei hefði verið um neina demanta að ræða. Þess vegna halda margir því fram, að fjársjóðurinn hafi fyrirfundizt, bæði demantarnir og gullið. En hvar? Og sagði Swartz nokkrum frá því, eða tók hann leyndarmálið með sér í gröfina? Og liggur þá fjár- sjóðurinn mikli í jörðu enn þann dag í dag? ... ir UM PERSÓNUTÖFRA. Framhald af bls. 19. Þá er það síðasta. Farið brosandi í rúmið. Þetta stendur ekkert í sam- bandi við leiklist, en samt vil ég mæla með því. Þið getið kallað mig Pollyönnu ef þið viljið, en það er ekkert eins heilnæmt fyrir andlits- vöðvana og þið eruð miklu hressari þegar þið vaknið. Hér á eftir fara nokkrar spurn- ingar, sem skemmtilegt væri að þið svöruðuð, þá fengjuð þið kannski einhverja hugmynd um hvort þið eruð töfrandi eða ekki. En verið heiðarlegar þegar þið svarið. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.