Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 5
f fnllri alvöris: Að sætta sig við hlutina Þvi er á stundum haldið fram, að „maðurinn sé ekkert nema vaninn“, og gamalt máltæki segir, að svo megi illu venjast að gott Þyki. Víst er um það, að vaninn eignast smám saman sterk og örlagarík itök í hverjum manni, og eins víst er það, að áhrifamætti hans getur brugðið til beggja vona. Það er ekki að á- stæðulausu, að talað er um góðan vana og slæman vana. Þegar þannig er að orði komizt, er átt við vissar venjur, sem ein- staklingurinn temur sér, og eru, að áliti almennings honum og öðrum til góðs — eða hið gagnstæða. Þá er með öðrum orðum um „virkan“ vana að ræða, sem birtist í siendurteknum viðbrögðum einstaklingsins, fram- komu, orðum eða athöfnum. En þar með er ekki lýst nema öðrum þræði Þess snara þáttar i hverri manngerð. Hinn þráðurinn, „óvirki" vaninn, er honum að minnsta kosti jafnsterkur og örlaga- ríkur, og honum getur ekki síður brugðið til beggja vona. „Virkur“ vani er þegar menn venja sig, eða venjast á eitthvað svo það verður þeim að meira eða minna leyti ó- sjálfrátt, eða nær jafnvel drottnunar- valdi yfir þeim; „óvirkur" vani, þeg- ar menn venjast einhverju, svo Það verður þeim hversdagslegt og Þeir taka það sem sjálfsagðan hlut, eða hætta jafnvel að veita því athygli. Þessi óvirki vani getur komið sér vel, til dæmis þegar um það er að ræða að sætta sig við eitthvað óhjá- kvæmilegt og sem enginn mannlegur máttur fær um þokað, svo öll barátta gegn því og allt hugstríð af völdum þesms yrði aðeins tilgangslaus orku- eyðsla, sem smámsaman rændi mann- inn þreki og kjarki og riði honum loks að fullu án þess nokkuð hefði á unnizt .En hann getur lika orðið manninum skaðlegur bölvaldur — þegar hann fær menn til að sætta sig við það, sem ekki er óhjákvæmi- legt og auðið mundi að sigrast á, ef risið væri gegn því; það er að segja, ef það væri ekki orðið manninum svo hversdagslegt, að hann tekur það sem sjálfsagðan hlut, og telur það þýðingarlaust sérvizkunöldur, ef ein- hver gerist til að efast um að allt sé í lagi og eins og Það á að vera. Við skulum taka eitt dæmi af ótal- mörgum. Allir eru á einu máli um það, að áfengisdrykkja þeirra, sem nú eru kallaðir unglingar, en eru í rauninni ekki annað en börn samkvæmt við- teknum skilningi og málvenju, sé bæði hörmuleg og skaðleg og eitt hið hættulegasta átumein í þjóðarlíkam- anum. Allir eru líka sammála um að það átumein grafi æ meir um sig. En enginn hefst neitt að til að stöðva útbreiðslu þess eða lækna það. Van- inn hefur sljóvgað almenning svo, að hann er farinn að sætta sig við þetta mein og telja það hversdags- legt og jafnvel eðlilegt fyrirbæri. „Þetta er tiðarandinn og ekkert við því að gera,“ segja menn, jafnvel að- standendurnir, sem Þarna eiga um sárt að binda. Hinna raunverulegu orsaka er ekki leitað, fremur en það væri vísindalega sannað mál, að sér- hver unglingur sé fæddur með óvið- ráðanlega ofdrykkjuhneigð. Því er jafnvel tekið sem sjálfsögðum hlut, að veitingamenn og bílstjórar 'selji unglingunum áfengi og gerist þannig óvefengjanlega brotlegir við landslög, og annað fullorðið fólk geri sér þenn- an vanþroska þeirra miskunnarlaust að féþúfu. Það er líka „tíðarandi". Þarna er hinn óvirki vani að verki. Tiðarandinn er aldrei óumbreytan- legur, því að ekki er til neinn annar tíðarandi en sá, sem menn sjálfir skapa, og því er þeim í lófa lagið að bæta hann að vild sinni — einnig á þessu sviði. En fyrsta skilyrðið til þess er að almenningur brjóti af sér viðjar vanans, hætti að lita á sjáif- skapað böl sem sjálfsagðan hlut. Drómundwr. ★ NÝJUNG: Catarina-Teygju- belti. Eins konar „bilting“ í maga- beltaframleiðslu. með á nótunum JóUvörur eru: ★ KVENPEYSUR 4 gerðir. Moorly. ★ HERRAPEYSUR 2 gerðir. Burley. ★ TELPU OG DRENGJAPEYSUR Vick. ★ GESTABÆKUR og MYNDAALMBUM bundin inn í klippt gæruskinn. Mottur úr klipptri gæru. Mörg mynstur. ★ Margs konar smávörur o. fl. Hngsfœtt verd Veríd velkomin Q. Bergmnnn umboðs — htildverxlun Laufásvegi 16. •— Sími 18970. Létt rennur Fyrir utan einn af samkomustöðum bæjarins. Þar má oft sjá drukkna unglinga um helgar. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.