Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 36

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 36
futð €Hj báJkuti að halda þvottinum hvítum og bragglegum ef þér notið Sparr í þvottavélina. Sparr inniheldur CMC, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr gerir hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Kynnið yður verðmuninn á erlendum þvottaefnum, og yður mun ekki koma til hugai að nota annað en Sparr upp frá þvi. SAPUGERÐIN FRIGG VIKAN OG TÆKNIN. Framhald af bls. 4. Volvo P 1800: Hemlun á 110 km hraða á klukku- stund; venjulegir hjólbarðar — 72,5 m; beltísbarðar — 62 m. Heml- un á 125 km hraða á klukkustund; beltisbarðar — 62 m. Ekki var talið óhætt að reyna hemlun á þeim hraða með venjulegum hjólbörðum. Ford Anglia: Hemlun á 100 km hraða á kiukku- stund; venjulegir hjólbarðar — 37 m; beltisbarðar — 33,6 m. Loks var reynd átakshæfni beggja barðagerðanna við hraðaaukningu, og einnig þar reyndust beltisbarð- arnir hafa greinilega yfirburði. Með venjulegum hjólbörðum tók það 15,3 sek. að auka hraða Volvo P 36 VIKAN 1800 úr 0—100 km hraða á klst, en með beltisbörðum 12,5 sek. Ford Anglia jók hraðann með venjulegum börðum úr 0—100 km á 21 sek., en með beltisbörðum á 18 sek. Sannar þetta ljóslega að mun minna átak fer til spillis í akstri, ef beltisbarð- arnir eru notaðir, en það þýðir vit- anlega talsverðan benzínsparnað. Þess ber að geta, að beltisbarð- arnir eru, enn sem komið er, allt að 20—40% dýrari en venjulegir hjólbarðar, og að þeir eru fyrst og fremst gerðir fyrir hraðan akstur, og þá einkum á malbikuðum vegum eða steinsteyptum. Séu þeir notaðir í hægum akstri á ósléttum vegi, segja ójöfnurnar frekar til sín, en ef ekið er á venjulegum hjólbörðum. Beltis- barðarnir eru nú fáanlegir i öllum venjulegum stærðum frá öllum helztu hjólbarðaframleiðendum, og eins og áður er fram tekið, eru *£b»?aV‘**, ••' ■ i'tí*ft' . - í nokkrar bílategundir, t. d. sport- skerjum og torgengum klettahömr- gerðin af bæði Volvo og SAAB, af- um. hentar með beltisbörðum til kaup- enda. SÓLIN SÉR VITANUM FYRIR ORKU. Þessi nýi viti, sem nú fyrir skömmu hefur verið tekinn i not- kun á Dungunesi á Englandi, er liklegur til að valda gerbyltingu i gerð vita í framtiðinni. Hann er nefnilega knúinn sólarorku — sú hlið hans er veit móti sólu og suðri, er búin geislaföngurum, sem hlaða rafgeymana, svo þeir geta stöðugt séð vitanum fyrir orku til ljósa og radiómerkjasendinga. Skammt frá sést gamli vitinn. Það gefur auga leið hve þessi nýja tækni auðveldar starfrækslu vita á þeim stöðum, sem örðugt er að komast að, til dæmis á brim-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.