Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 6
Sharon og Steve héldust fast i hendur og virtu fyrir sér flugvél- ina, sem var i þann veginn að lenda. Eftir nokkrar mínútur hlaut Sharon að ganga um borð í flug- vélina og halda á brott frá Steve. Að vísu ekki nema í svo sem viku eSa hálfan mánuð — en það var samt nægilega langur tími til þess að ýmislegt gæti komið fyrir hana. Og það var vitanlega sem móðir hennar vildi, hugsaði hún, — að hún kæmi gerbreytt heim úr ferð- þess framar að giftast Steve. Þetta var allt svo heimskulegt. Ekkert nema timasóun. — Ég veit að ég sakna þin liræðilega, Steve, mælti hún döpur. iiann leit á hana; virti hana fyr- ir sér með athygli, rétt eins og hann óttaðist að hann kynni að gleyma litla þúfunefinu eða bros- sporinu i vinstri kinnina. — Þá skil ég ekki hvers vegna þú villt endilega fara að finna þessa frænku þina, sem þú manst ekki einu sinni eftir, sagði hann. Hún gat ekki sagt honuin ástæð- una. Ekki að móðir hennar hefði sagt: — Þegar þú sérð það sjálf hvernig Pálinu líður, þá skilurðu hvað ég á við. Og þessvegna hafði móðir hennar krafizt þess að hún tæki heimboðinu frá Pálínu. Sharon brosti og mælti: — Jú, víst man ég eftir lienni, þegar ég liékk stöð- ugt í pilsunum hennar sem smá- telpa. Hún var falleg og ég tilbað liana. Þegar liún og Ted Larsen gengu i hjónaband hvað sem hver sagði, fannst mér það vera sá róm- antiskasti atburður, sem mannkyns- sagan kynni frá að greina. Steve hló. — Og það hefur þér alltaf fundizt þangað til núna. Hann vafði hana örmum og kyssti hana lengi, unz einhver gerðist til þess að blistra og Sharon sagði: Við höfum víst valdið hneyksli á al- manna færi, eins og mamma mundi komast að orði. — Hvað um það, svaraði Steve og laut að henni aftur, en að þessu sinni varð kossinn skemmri, þvi að Sharon varð að fara um borð. Hún náði í sæti út við glugga svo hún gæti séð Stcve sem lengst, enda þótt hún vissi að hann gæti ekki komið auga á liana. Hún virti hann fyrir sér þar sem hann stóð, há- vaxinn og grannur með rauðjarpt, 6 VIKAN mikið hár, sem flaksaðist í golunni, og hendurnar djúpt í vösum snjáðr- ar leðurtreyjunnar. Steve, ég er hérna, hrópaði hún i huganum, sjáðu, Steve, hérna. .. En hann gat ekki komið auga á hana, þau voru þegar eins langt hvort frá öðru og órafjarlægð skildi þau að. Stundarkorni síðar var hún farin að hugsa um Pálínu. Fyrir átta ár- um hafði hún búið í nágrenninu með móður sinni, sem var ekkja og móðursystir Sharons, sem þá hafði hrafnsvart hár og stór, brosmild grá augu. Hún leyfði Sharon að leika sér að varalitnum sínum og naglagljáanum, og hún hafði gefið henni hring, sem Sharon bar enn. Svo hvarf Pálína all í einu úr nágrenninu. Móðir liennar hafði grátið og mamma Sharons varð liörkuleg á svipinn. Sharon heyrði hana segja gremjulega, að Pálína hefði eyðilagt sjálfa sig og framtíð sina — eins og henni hefðu líka boðizt einstök tækifæri. Móðir Pá- línu lézt nokkru siðar, og móðir Sharon fullyrti að hún hefði látizt úr sorg yfir hinu bráðræðislega hjónabandi dótturinnar, faðir Shar- on sagði hinsvegar að það væri eins og hvert annað þvaður, þar sem hún hefði dáið úr lungnabólgu. Páiína kom ekki heim aftur, ekki einu sinni þegar móðir hennar var jörðuð, þar eð hún gekk þá með barni. En móðir Sharon hafði spurnir af henni öðru hverju og hristi þá jafnan höfuðið. — Vesa- lings Pálína ... — Er Ted vondur við liana? spurði faðir Sharon. Nei, það var ekki það. En þau voru blá- fátæk. Þetta hafðist upp úr því að gifsast hverjum sem var. Sharon þáði gúmtugguna, sem flugfreyjan bauð henni og brosti annars hugar. Hún vissi að fátækt Pálínu var að minnsta kosti orðum aukin. Pálína hlaut að varpa ljóma fegurðar sinnar og gleði á umhverf- ið, hversu fátæklegt sem það var af þeiin gljáandi tómleika, sem keyptur er fyrir peninga, hugsaði hún. Sharon minntist þess enn hve heitt liau Ted og Pálína höfðu unn- azt; hún hafði einu sinni komið að þeim i faðmlögum, og alltaf þegar hún veitti því athygli hvernig þau horfðu hvort á annað, höfðu augu hennar fyllzt af tárum. Og nú unni hún Steve á sama hátt. Það var einmitt þetta, sem móðir hennar fékk ekki skilið, þegar hún hélt að heimsókn til Pálínu gæti breytt þar einhverju um. Sharon hlakkaði í rauninni til að sjá Pálínu, enda þótt hún saknaði Steve. Þegar flugvélin lenti, varð Sharon að taka leigubil heim til Pálinu þar sem Pálína gat ekki komið út á flugvöllinn til að taka á móti henni. Það var svækjuheitt i bilnum; Shar- on athugaði sig í speglinum — hvernig skyldi Pálinu frænku nú lítast á hana, hún, sem hafði spáð því að hún yrði frægasta piltagull, þegar hún stækkaði. Og Sharon minntist þess hve Pálína hafði sjálf verið falleg . .. nei, spegilmyndin sannfærði Sharon um að spáin hefði ekki rætzt, enda þótt Steve væri hrifinn af henni, hvernig svo sem á því gat staðið. Steve, ástin . .. hún ætlaði að skrifa honum langt bréf, strax í kvöld. -—- Þá erum við komin á leiðar- enda, ungfrú, sagði bilstjórinn. Sharon virti fyrir sér sambygging- uná. Þrátt fyrir fjas móður sinnar um fátækt Pálinu, hafði Sharon alltaf gert sér það i hugarlund að hún hlyti að búa í fallegu, litlu ein- býlishúsi. Hún rataði þó á réttu dyrnar og hringdi bjöllunni, og það lá við að hún héldi niðri í sér and- anum á meðan hún beið. Loks opnuðust dyrnar og Pálína kom fram á þröskuldinn. — Sæl og blessuð, Sharon; það var gaman að þú skyldir koma, sagði hún. Pálina var klædd i rauðköflótta blússu og bláar síðbuxur; hún var grönn og föl ásýndum, augun þreytuleg.. Hún tók við ferðatösk- unni og bauð Sharon inn. — Var ferðin skemmtileg? spurði hún. — Ég er nú hrædd um það, svar- aði Sliaron og gekk á eftir henni inn ganginn, unz Pálina opnaði lítið svefnherbergi. Sambygging, hugsaði hún ... nei, þetta var á einhvern hátt allt annað en hún hafði búizt við. — Þú vilt vitanlega hafa fata- skipti, sagði Pálína. Farðu bara i það lakasta, sem þú hefur meðferð- is. Ég hef tæmt efstu skúffuna i dragkistunni og helminginn af klæðaskápnum, svo þú getur komið fötunum þinum fyrir, sagði hún enn. Sharon hafði ekki neitt lakara með sér en hvítan og strokinn lln- kjól. Heimskulegt af mér, hugsaði hún. Það leyndi sér ekki að hún átti að gera sér að góðu svefn- herbergi Nancyar, yngstu dóttur Pálínu. — Þú situr nú hérna hjá mér og rabbar við mig á meðan ég hef fataskipti, sagði hún. Pálína tók sér sæti. — Rétt sem snöggvast, svaraði hún. Teddy kallar áreiðanlega á mig áður en langt um líður. Hann liggur í háls- bólgu, og þess vegna gat ég ekki sótt þig út á flugvöllinn. — Það er leiðinlegt, sagði Shar- on- Kannski get ég eitthvað hjálpað þér. Það var fallega gert af þér að bjóða mér að koma ... — Bjóða ... Pálina varð undr- andi á svipinn, það sá Sharon í speglinum þegar hún hneppti að sér kjólnum. En Pálina sagði ekki meira i þá átt og kvað það hafa verið skemmtilegt, að Sharon skyldi geta komið. Sliaron skammaðist sin niður fyrir allar hellur. Vitanlega hafði Pálina aldrei skrifað móður henn- ar, aldrei beðið hana að skila því til Sharon að hún vonaðist eftir að ía að sjá hana. Sjálf hafði Sharon aldrei séð þetta bréf, það mundi hún núna. Og svo hafði móðir henn- ar að sjálfsögðu skrifað Pálinu og farið þess á leit við hana undir einhverju yfirskini, að hún lofaði Sharon að dveljast þar um tima. Það lá við sjálft að liún reiddist móður sinni fyrir vikið. — En hve þú ert brún á hörund- ið, mælti Pálína með aðdáun. Ég öfunda þig sannarlega. Ekki hef ég átt þess kost að njóta sólskinsins i sumar. Þú ert orðin bráðfalleg stúlka, Sharon — finnst þér ég hafa breytzt mikið ... Sharon dró við sig svarið. Gerði Pálína sér það ekki Ijóst sxálf — Ekki finnst mér það, sagði hún og reyndi að láta það hljóma sannfær- andi. Þú hefur kannski grennst dálitið. Pálína hló. — Ég þarf að minnsta kosti ekki að beita neinum brögðum til að megra mig; þau sjá um það, krakkarnir. Nú kallar Teddy ... Sharon fylgdist með henni inn i barnaherbergið. Teddy neri augun og brosti. — En hvað hann er ynd- islegur, sagði Sharon. — Þegar hann liggur í rúminu, svaraði Pálína þurrlega. Annars er hann blátt áfram martröð. Teddy rak upp hlátur. — Hver er þetta? spurði hann. — Ég er Sharon frænka þin. vinur. Og ég held bara að þú sért orðinn frískur. Þú ert að minnsta kosti ekki þesslegur, að það gangi neitt alvarlegt að þér. Teddy varð dapur á svipinn og augun fylltust tárum. — Ég er víst veikur, kjökraði hann. Mikið veikur. — Svona, ekki að gráta, mælti Pálina huggandi. Þá versnar þér í hálsinum. Auðvitað ertu mikið Framhald á bls. 30.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.