Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 19
aö komast aS segnlbandi, taka rödd sína upp á það og hlusta svo vandlega. Þær munu komast að raun, að þær tala ekki aðeins of hátt heldur renna orðin líka saman. Það er annað mikils- vert atriði að tala svo að maður skiljist. 2. Hreyfðu þig eins og leikkona. Flestar kon- ur eru bognari en þær lialda. Það fær þær til að virðast óánægðar með sjálfa sig. Það fyrsta sem leikkonur læra er að hreyfa efri hluta hryggs- ins, andið djúpt og þá finnið þið nákvæmlega hvar staðurinn er. Leikkona hefur aldrei á- hyggjur af stöðu sinni, hún hugsar ekki um að setja axlirnar aftur, magann inn eða að ganga með alfræðiorðabok a höfðinu, liún man aðeins eftir að ganga með brjóstkassann hátt, þá kemur hitt allt af sjálfu sér. Glæsilegt yfir- bragð nýtur sín alls staðar, hvort sem er á leiksviði eða í nýlenduvörubúðinni. Leikkonu er kennt að koma inn i herbergi og halda höfð- inu hátt, eins og hún stefni að háleitu marki í lífinu. Henni er kennt að ganga eins og fugl fljúgi, án þess að vagga til beggja hliða. Og henni er kennt að líta alltaf niöur fyrir sig, áður en liún sezt, svo hún skelli ekki niður. Þegar hún sezt lætur hún ekki tilviljun ráða hvar fæturnir lenda. Takið eftir næstu kvik- mynd sem þið sjáið. Leilckonan mun að öllu forfallalausu setjast niður og krossleggja fæt- urna, en það er fallegasta stellingin sem völ er á. Og takið eftir því aS yfirleitt láta leik- konur ekki sjást i hnén á sér. Það er yfirleitt ekki fallegt að láta sjást í hnén nema þá að konan sé í sundbol eða einhverju þess háttar. Hendurnar eru mikið vandamál fyrir leikkonur. Það er regluleg list að halda höndunum í fallegum stellingum. Jafnvel leikstjórarnir eru hræddir viS hendurnar, þeir nefna þær t. d. aldrei, því þeir eru hræddir um að það geri leikkonurnar taugaóstyrkar. En það er einn hlutur sem leikkonur mega aldrei gera, þær mega aldrei fikta í andlitinu á sér, ýta á ennið eða augun, nudda á sér nefið eða kinnarnar eða róta i liárinu, þetta eru hreyfingar sem algjörlega eru bannaðar, því þær undirstrika minnimáttarkennd. 2. Klæddu þig eins og leikkona. Þetta virðist kannski vera hlægileg ráðlegging, en hún hefur' mikið að segja. Venjulega klæða leikkonur sig ekki áberandi. Leiksviðsljósin eru sterk og af- hjúpa mjskunnarlaust ef kona er of mikið eða ósmekklega klædd. Takið eftir aSalleikkonunni í næstu mynd sem þið sjáið og þið verðið hissa þegar þið sjáið hvað hún er einfaldlega klædd. Frægur leikstjóri sagði mér einhvern tíma, aS ef hann vildi láta einhverja konu lita heimskulega út, hlæði hann á hana skartgripum. Áberandi einkennilegar konur eru látnar klæða sig alveg eftir nýjustu tizku eða jafnvel á undan, það ætti að vera ábending um það, að lilaupa ekki alltaf eftir tízkunni, heldur biða þangað til hún hefur unnið sér fastan sess. Ef eitthvað mjög sérstakt fylgir nýrri tizku, mun þetta at- riði verða fallcgra eftir dáiítinn tima, heldur en þegar það er ný til lcomið. Munið svo að taka tillit til eiginmannsins eða unnustans, þegar ný föt eru keypt. 4. Hugsaðu eins og ieikkona. Með þessu meina ég, skiptu þér af því sem fram fer í kringum þig. Ef leikkona sýnir ekki áhuga á umhverfi sínu leiðist áhorfendum jafnvel enn meira en henni sjálfri og frægðarferill hennar tekur skjót- an endi. Það eru miklir persónutöfrar fólgnir í því að hafa áhuga á því sem fram fer í kring- um sig, tala um hugsanir sínar með áhuga og hlusta á sama hátt. Ég hef umgengizt karlmenn Ekki fikta með höndunum í andlitinu. Gættu þess einnig að láta hnén ekki sjást. Notaðu ekki of mikið af smáhlutum, það er ekki nauðsynlegt, að nota allt seni þú átt. Réttu úr þér, þú nýtur þín ekki ef þú stendur leiðinlega. Ekki hlaða utan á þig fötunum. lengi og ég hef aldrei heyrt neinn kvarta undan því að kona hafi of mikinn áhuga á lífinu í kringum sig. Og ég meina allar konur, ekki aðeins leikkonur. Staldraðu aðeins við og at- hugaðu hver er vinsælasta stúlkan í þínum kunningjahóp. Er það ekki sú, sem mestan áhuga hefur á því sem fram fer i kringum hana? Sú sem lætur sér ekki standa á sama um allt? 5. Lifðu eins og leikkona. Og það þýðir að þú verðir að taka tillit til heilsu þinnar. Eng- inn er svo fallegur að komizt verði hjá skyn- samlegum og heilsusamlegum siðum. Góð leik- kona gætir heilsu sinnar jafnvel betur en út- litsins. Um aldamótin 1800 áttu konur að vera ósjálfbjarga og veikbyggðar og heil kvæði voru ort um þessar viðkvæmu verur. Nú skrifar enginn um heilsulausar konur. Þær gcra heil- brigða menn taugaóstyrka og eru þeim fjötur um fót. Þó að leilckonur lifi óreglulégu lifi er ekki þar með sagt að þær lifi óheilsusamlegu lífi. Þær fá meiri svefn en flestar aðrar konur, þó að það sé ekki alltaf á sömu tímunum. Þær fylgja mjög skynsamlegum reglum um heil- brigði og gæta vel að húð, liári, nöglum og öðru þess háttar. Heilsan er þeirra aðaláhugamál. Leikkonur reykja yfirleitt hvorki né drekka og þær borða minna en gengur og gerist. Ég veit ekki hvernig þeirra persónulegu fegrunar- aðferðir eru, hvort þær taka vitamin eða gera einhverjar öndunaræfingar, ég veit bara að þær eyða mikilli orku í það að vera lieilbrigðar og láta sér liða vel. Framhald á bls. 33. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.