Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 9
TROÐNAR SLÓÐIR FREISTA. Hvern virkan morgun liggur leið min fram hjá óhrjálegum troðningi. Á vetrum er hann ýmist krapa- eða forareðja, á sumrin nser arfahýjungur rétt að gróa yfir hann, áður en haust- rigningarnar og aukin umferð leggjast á eitt aS mynda for að nýju. Menn ganga þennan troðning til þess að stytta sér leið. Tandurhrein braut leiðir að sama marki, en fer ofur- litinn krók. Sjálfur geng ég þennan troðning aldrei, en mig langar stundum til þess og ég skil vel, hvað freistar annarra. Lðngun min er ekki sterkari en svo, að sjálfsvirðing og köld skynsemi fá alltaf að ráða. Þannig fer eflaust mörgum. Hinir hljóta þó einnig að vera margir, sem sýnist skemmri leiðin girnilegri; að öðrum kosti væri troðningurinn ekki til Hins vegar virðist ábati þeirra oft vafasamur. Ég átti einu sinni leið fram hjá kaþólsku kirkjunni, suður túnið eftir hellulögðum vegi. Á undan mér gekk kona i islenzkum búningi; dragsítt pils hennar nam við regnvotar hellurnar. Fyrir sunnan kirkjuna beygði hún skyndi- lega til hægri út á troðning, sem lá suður i Hávallagötu. Henni veitti örðugt að klífa niður forarsleypan bakkann, þar sem troðningurinn flattist út í eðjufeni, líkt og lækur breikkar í ósi. Ég vorkenndi pilsfaldi hennar. Örfáum metrum austar endaði hellubrautin í gerðar- legum tröppum. Mér varð þetta nokkurt umhugsunarefni. Hvað gat dregið konuna út á þennan forar- troðning? Auðsætt er, að hún sefjast af þvi fordæmi, sem troðningurinn táknar svo aug- ljóslega. 1 brjósti hennar vaknar ástriða, sem i svip tekur ráðin af skynseminni. Sú ástríða er að visu ekki ofurmögnuð, en blindar þó konuna á þær torfærur, sem á leið hennar muni verða. M. ö. o.: gerir hana ófæra til að meta afleiðingar gerða sinna. ! i ! i ! 1 ' I i ■ i. ■ MYRKRAVÖLD ÁSTRÍÐUNNAR. Þegar við heyrum frásögn af afbrotij verður okkur einfeldni afbrotamannsins ósjaldan undrunarefni. Það ber jafnvel við, að við hneykslumst fremur á heimsku hans en siðleysi. ' Freistingin tekur huga afbrotamanns- ins slíkum heljartökum, að hann blind- ast á allar hugsanlegar hættur. Skynsemi hans er reirð í ástríðufjötra og hugsunin um þýfið gagntekur hug hans allan. Okkur þykir oft sem honum hefði mátt vera það ljóst, að glæpur hans hlaut að komast upp. Ekki hefði þurft nema rólega ihugun drykklanga stund til að sjá, að ráðagerð hans öll var hreint ráðleysisflan, sem hlyti brátt að koma honum í koll. Borið saman við þá glæpa- snilld, sem lýst er i sakamálasögum, bæði í orði og mynd, er atferli hans beinlínis bjánalegt. Og okkur flýgur i hug hin hvinnzka speki: „Sá ætti ekki að stela, sem ekki kann að fela.“ Munurinn á bragðaref sakamálasögunnar og venjulegum afbrotamanni er þó auðskilinn. Sagan er til orðin i rólegum heila höfundarins. Hann lýsir glæpum, en er ekki haldinn glæpaástríðu sjálfur. Atferli glæpamannsins aftur á móti sprettur fram úr ofurmagnaðri ástriðu hans. Freistingin tekur hann slikum heljartökum, að hann blindast á þær hættur, sem skynsemi hans hefðu annars mátt vera augljósar. í huga hans rúmast ekkert nema þýfið, sem hann girnist, fjármunirnir, sem hann hyggst komast yfir með ofbeldi. Skynsamleg hugsun hans er reyrð í ástríðufjötra og raunar ekki starfhæf til annars en að fullnægja ástríðunni. í þessum afmarkaða jarðvegi vex henni afl, likt og grunnu straumvatni, sem þrengt er i krappan streng. Ástriðan æsir upp dulin öfl, knýr hæfileika til samtaka, gæðir sljótt og grunnt gáfnafar nokkurri snerpu og slægð svo að yfir afbroti fáráðlings getur stundum hvilt nokkur afreksblær. Svo er sagt, að í ákafa orustunnar kenni menn ekki sára sinna, æsinginn þurfti að lægja, áður en taugaboðin gangi óhindruð leið sina til vitundarinnar. Likt er gagnrýninni farið i æsingi afbrotaástriðunnar. Hún er blinduð og fjötruð, þangað til verknaðurinn er um garð genginn og æsinginn lægir. Þá fyrst tekur hún við sér á ný, einkum ef vonbrigði eða iðrun vekja hana, og hið vanhugsaða atferli liggur ljóst fyrir. Vonsvikinn afbrotamaður getur fyllzt ólýsanlegri undrun yfir heimsku sinni og gáleysi. Í $TR F JÖT f Ð U RÍR VIÐNÁMSVENJUR. Kenndir og tilhneigingar eru sameign manna. Þær sömu og hjá einum leiða til óreiðu og ofbrota, bærast einnig i brjósti hins siðvandasta manns. Flestum okkar getur vaknað ágirnd á eigulegum hlut eða ósk um að eignast peninga, en við styttum okkur þó ekki leiðina að þessu marki yfir lijófatroðninginn, heldur sefum löngun okkar, þangað til við getum fullnægt henni á heiðarlegan hátt. Við leyfum henni ckki að verða að ofurmagnaðri ástríðu, sem taki ráðin af skynsemi okkar og láti okkur þá fyrst koma til sjálfs okkar að nýju, þegar við stöndum frammi fyrir sjálfum okkur eftir glæpsamlegan verknað. Landamæri hins leyfilega og óleyfilega geta verið óglögg á einstaka stað, en við vitum þó alltaf, hvenær við förum yfir þau. Margur maður, sem hagræðir skattaframtali sínu full- djarflega, mundi aldrei taka eyrisvirði ófrjálsri hendi. Við dreypum á góðu víni, þó að við berjumst einlæglega gegn ofdrykkjubölinu, og Íítum kannski konu náungans girndarauga, þó við látum okkur nægja i raun að lyfta hattinum kurteislega fyrir lienni á götuhorni. Við kunnum okkur hóf. í þvi er munurinn framar öllu fólginn. Uppeldi okkar miðaði fyrst og fremst að þvi að mynda hjá okkur viðnámsvenjur, hasla tilhneigingum okkar leyfi- Framhald á bls. 26. TIKAN 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.