Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 34
Gólfábreiða „Mér gæti ekki liðið betur, enda púðr- aði mamma mig með barnapúðrinu frá P A GLI ERI“ Gerið börn yðar einnig hamingjusöm notið „Felce Azzurra“ barnapúður frá Paglieri. H eildsölubirgðir: SN YRTIVÖRUR H. F. Sími 17177. Vélsmiðja Eysteins Leifssonar Hér sjáið þið hentuga aðferð við að búa sér til gólfábreiðu, sé vefstóll ekki fyrir hendi. Fáið ykkur grófan perlujava eða „hersianstriga", i þeirri stærð sem mottan á að vera I. Fallegt er að hafa svona mottu bekkjótta, en einnig má teikna mynzt- ur á efnið og vinna eftir því. Sjálfsagt er að nota íslenzkt band í sauðalitum. Sker'ið, eða klippið, pappaspjald 6 cm á breidd x breidd ábreiðunnar. Skerið siðan úr þvi eins og sést á myndinni. Hafið ca 1 cm öðrum megin, skerið síðan rúmlega taufótarbreidd sauma- vélarinnar úr, og hafið heilt til endanna. Vefjið nú garninu um spjaldið. Eigi að búa til mynztur, er garninu vafið um spjaldið eftir mynztrinu, sem teiknað hefur verið á efnið. En eigi ábreiðan að vera bekkjótt, er sama litnum vafið yfir allt spjaldið. Leggið nú spjaldið, sem búið er að vefja garninu um, á efnið, tyllið því með tituprjónum eða lauslegri þræðingu, hafið ca 3 cm lausa til endanna. Saumið með sterkum tvinna og frekar grófum sporum yfir spjaldið þar sem skorið er úr því, i saumavél, eins og sést á myndinni. Klippið endann af spjaldinu og dragið það úr. Vefjið síðan um spjald- ið aftur og límið límpappir fyrir af- klippta endann eins sterklega og hægt er. Leggið nú þessa röð nokkuð yfir þá næstu, eftir því hvað ábreiðan á að vera þykk og saumið á sama hátt. Saumið þannig áfram þar til ábreið- an er fullgerð. Faldið inn af ábreið- unni á öllum hliðum, með sterkum sporum. Hnýtið gjarnan kögur á endana. Saumakarfa úr basti: BLÓM Á HEIMILINU: eftir Paul V. Michelsen. Nýjungar í pottaplöntum Rhoeo discolor. Þessa mjög svo fallegu og sérkennilegu plöntu hafa frændur vorir á Norðurlönd- um kallað „Tvíbura í vöggu“, og finnst manni það skiljanlegt, þegar maður hefir séð hana blómstra. Ot úr blaðöxl kemur vaggan með urmul af knúppum" og síðan koma tvö útsprungin hvít blóm í einu upp úr þessari vel gerðu vöggu. Sjálf plantan verður 20—30 cm. há, en blöðin hækka hana margfalt. En þau eru nokkuð löng, breið, dökkgræn að ofan og pur- puraviolet að neðan. Og þar eð blöðin eru töluvert upprétt, ber mikið á þessum fallega lit undir blöðunum. Tvíburarnir þruast bezt í léttri, loftkenndri og næringar- ríkri mold. Plantan er fegurst í góðri birtu, en má þó ekki vera i sól, því þá missir hún litbrígðm og blöðin verða mött. Rakt lolx á bezt við hana og er þvi bezt að hafa hana fjarri miðstöðvarofnum. Til er annað afbrigði af Tvíbur- um, með gul röndóttum blöðum að ofan, en er ekki eins sterk og með- færileg, en falleg og sérstæð að lit. Allamanda cathartica var. Hend- ersonii heitir önnur nýjung, sem nýlega er farið að selja hér. Alla- manda er vafningsviður er getur orðið allt að 5 m. löng, ef maður sker „toppinn" af 2—3 sinnum getur hún orðið þétt og marg- greinótt. Blómstrar hún þá afar mikið gulum blómum mörgum saman í hnapp. Blöðin eru meðal- stór, græn og mjög gljáandi. Alla- manda vill gjarna góða birtu, þol- ir nokkuð vel sól en þarf þó ekki að standa í sólarglugga, þarf nokk- uð stóran pott, og af því hún er nokkuð áburðarfrek er bezt að hafa áburðarríka moldarblöndu, þó ekki um of þétta og gefa góðan lif- rænan áburð, sérstaklega á vorin og fram eftir sumri. Plantan þarf líka mikið vatn. Snemma vors er plantan skorin all mikið niður og koma þá nýjar greinar með fleiri og fallegri blóm. Á að blómstra frá því snemma vors til okt.-nóv. Ég þykist alveg viss um að kon- ur kunni að meta þessar nýjung- ar og veit ég að Allamanda á eftir að verða mjög eftirsótt planta fyrir dugnað sinn og fegurð, bæði blaða og blóma. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.