Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 13
Alltaf getur það komið fyrir, að brjóstahaldararnir bili, en það átti ekki að sjást og sízt af öllu að koma á mynd. En hver varar sig á nútima ljós- myndatækni? Það er Birgitta frá Danmörku, sem gerir við bilunina hjá Rigmor frá Noregi. ÁFERÐ IHfflNHWI Það var einn sunnudag um réttaleytið, að það stytti upp eftir langvarandi slagviðri. Þá voru hér staddar norrænar fegurðardrottningar og hafði varla verið hægt að sýna þeim bæinn fyrir veðurvonzku. Þennan sunnudag voru þær á lausum kili og Vikan sá sér leik á borði og bauð þeim í ferð austur á Þingvelli, niður með Sogi, til Hveragerðis og þaðan suður yfir Hellisheiði til Reykjavíkur. Það var lagt af stað uppúr hádeginu og það var afskaplega haust- legt, þegar út fyrir bæinn kom; móarnir i Mosfellssveitinni orðnir bleikir eftir haustrigningarnar. En þegar austur á Þingvöll kom, var litadýrðin einstök eins og alltaf þegar kjarrið er að fella laufin á haustin. Það var dálítið napurt á Þingvöllum og þeim var kalt, enda þótt þær væru allar í þessum ágætu stökkum frá Sportveri. Það var gengið á Lögberg og síðan upp að fossinum. Þjóðgarðs- yfirvöldin á Þingvöllum hafa víst ekki gefið því gætur ennþá, að það er varla fært þennan spotta af veginum og upp i gjána hjá Öxarárfossi. Að minnsta kosti hefur ekkert verið gert í því skyni að auðvelda fólki gönguna þangað Framhald á bls. 38. <] Nælonsokkarnir voru látnir hafa það, því háu hælarnir reyndust ekki sem beztir á hraunfláanum upp að Öxarárfossinum. María gengur á undan, Inger frá Svíþjóð á eftir. Inger frá Stokkhólmi er afskaplega blíðlynd stúlka — og alvarleg, að því er hún sjálf segir. Hér fagnar hún hvítum hesti austur í Ölfusi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.