Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 17
Fyrir þetta skal ég drepa þig. Quir.n, stundi hann og barðist árangur.-iaus' um á hæl og hnakka 24. Þeir faðir Sheel.,> O'; aöstoða,- presturinn, McCory, sátr. við irin inn, þegar knúð ’’ - dyra. McCory gekk fram og opnaT f>að va: Dermot 0‘ Neill, sem stóð úti fyrir, bað af- sökunar á þvi hve seint hann væri á ferð, en kvaðst eiga áríðandi erindi við prestinn. — Við skulum koma inn í eldhúsið, svo við gerum föður Sheehy ekki ónæði, sagði McCory og vísaði hon- um leiðina. Hann bauð Dermot sæti, og Þegar hann sá hve örðugt honum var að bera upp erindið, fór hann að spjalla við hann um knattspyrnu- kappleikina, sem nú yrði ekki langt að bíða. Svo varð nokkur þögn. — Þér vitið, faðir, að sveit úr þjóðfrelsishernum er starfandi hér í Duncrana, mælti Dermot lágt. —- Mig hefur grunað það, svaraði McCory stillilega og hlutlaust. — Ég hef verið í þeirri sveit frá stofnun hennar, mælti Dermot enn. —- Og þó vissuð þér að það var dauðasynd ... Dermot kinkaði kolli; kvað sér ekki hafa verið kunnugt um það fyrr en bréf biskupanna barst. — En nú hefur sveitin afráðið að gera árás á herlögreglustöð, op' þegar ég vissi að kona foringjans og börn dveldust í stöðnini, neitaði ég að taka nokk- urn þátt í þeim aðgerðum. — Þar gerðuð þér rétt. — Ég reyndi að hafa þá ofan af þessu, en það reyndist árangurslaust. Dermot lét hallast fram á borðið og fól andlitið í höndum sér. Presturinn reis úr sæti sínu og hellti upp á te; spurði hversvegna hann leitaði á sinn fund, og til hvers hann ætlaðist af sér; hvort hann vildi að hann talaði við þá. — Alls ekki. Þeir mundu ekki hlusta á yður; þeir eru kirkjunni gramir sökum biskupabréfsins. Foringi sveit- arinnar er þverlyndur, og hann mundi verða enn ákveðnari að gera árásina, aðeins til að sýna kirkjunni, að frelsisvinir fari sínu fram, hvað sem hún segi. — Ég geri ekki ráð fyrir að föður Sheehy tækist betur, mælti McCory. Það er ekki nema um tvö virki að gera, sem eru nægliega sterk til að geta stöðvað þá — kirkjan og lög- reglan. Samkvæmt landslögum, ber yður skylda til að gera lögreglunyí aðvart. Enda þótt ef til viil t.r.ni.-" afsökun fyrir ýmsum lögbrotum þjóðfrelsishersins, á morð á konum og börnum sér enga afsökun ... Og faðir McCory mælti hægt og með festu. — Ég tel að yður beri því að gera lögreglunni aðvart. Dermot kreppti hnefana. — Hvern- ig gæti ég það? Mér stendur á sama sjálfs míns vegna, en faðir minn mundi ekki lifa það af, að sonur hans gerðist svikari. Hann tók þátt í uppreisninni 1916, og fjandmenn- irnir felldu bróður hans. — Þér gætuð sagt lögreglunni frá þvi að árásin væri fyrirhuguð, án þess að nefna nokkurt nafn. Siðan segðuð þér foringja sveitarinnar, að þér hefðuð aðvarað lögregluna. Það mundi nægja til þess að hann þyrði ekki að gera alvöru úr árásinni ... Um annað ráð er ekki að ræða. 25. Kvöldið eftir leit Dermot inn hjá McGinnis á leið sinni til Hannafins og færði það í tal við hann, að Það mundu ýmsir aðrir staðir vera fullt eins ákjósanlegir til árása og Þessi eina lögreglustöð, og án þess lífi kvenna eða barna væri stefnt í hættu. — Þér er þýðingarlaust að vera að þrefa þetta við mig, svaraði McGinnis; ég veit hvað þú ætlast fyrir. Þú hefur ekki minnstu áhyggjur af konunni eða börnunum, þér gengur annað til. En ég er foringi sveitarinnar, ég hef ákveðið þessa árás og hún skal verða frarr.kvæmd ... Þér gengur ekki eins uðveldlega að losna við mig og Sean Keilly. Dermot varð hörkulegur á svipinn. — Hvað áttu við? spurði hann. — Það er að minnsta kosti ein- kennilegt, að þeir skyldu taka hann höndum um leið og hann fór yfir landamærin, en láta þig ganga lausan. — Ekki á ég neina sök á því! hróp- aði Dermot rauður af reiði. Þú veizt það líka vel, en það er ekki nema ein hugsun, sem kemst að hjá þér — að verða fræg frelsishetja, og þessvegna stendur þér á sama um þótt Sean rotni lifandi í dyflissunni, og líf kvenna og barna er þér einskis virði. En það máttu vita, að nú fer ég beina leið til lögreglunnar og vara þá við árásinni, án þess að nefna nokkur nöfn ... Dermot titraði og skalf af reiði. McGinnis þreif upp þungan skrúf- lykil. — Gerirðu það, Þá skal ég drepa þig ... — Hafir þú ekki afturkallað árás- ina fyrir klukkan tólf á laugardags- kvöld, aðvara ég lögregluna. Og til þess að sýna að hann væri ekki hið minnsta hræddur við McGinnis, sneri hann baki við honum og gekk út hægum skrefum. Hann heyrði hann kalla á eftir sér að hann væri svik- ari, og þegar út kom, fann hann, að hann var kvíðinn og óttasleginn, ekki einungis sjálfs sín vegna, heldur og foreldra sinna og systkina. Hann knúði dyra hjá Neeve, og hún bað guð að hjálpa sér, þegar hún sá hve fölur hann var. — Ég er í dálitlum vandræðum, hvíslaði hann. — Ekki þó lögreglan? spurði hún skelkuð. — Nei, svaraði hann, og sagði henni síðan upp alla söguna. McGinnis hafði í skyndi gert boð eftir fjórum af liðsmönnum sinum, Quinn, Malone og Mclntyre-bræðr- um, sem brugðu skjótt við og hlýddu nú af athygli á ræðu hans inni á vinnustofunni, eftir að hann hafði tilkynnt þeim fyrirætlun Dermots með viðeigandi skýringum. — ... Þeir bundu föður minn við eikina úti i garðinum og drápu hann með byssustingjum að móður minni ásjá- andi og misþyrmdu henni, og fyrir það fæddist ég, sem hún bar þá undir brjósti, með vanskapaðan fót. Þessa fanta vill hann vernda, og það nú, þegar aðeins vantar herzlumuninn, að við ráðum niðurlögum þeirra. Þjóð- verjar gera innrásina þá og þegar, og þá gefst okkur tækifæri til að hefna þeirra, sem féllu í uppreisn- inni 1916, hefna allra þeirra irsku manna og kvenna, sem þeir hafa myrt á undanförnum öldum. Takist það ekki nú, tekst Það aldrei og þá verður skömm okkar uppi um allan aldur. Þess vegna verðum við að stöðva Dermot O' Neill ... — Hvernig? spurði Quinn. —• Þið verðið að veita honum þá ráðningu, að hann þori ekki að vara lögregluna við; berja hann nægilega til þess að honum skiljist, að hann verði drepinn ef hann-svíkur. — Hann er harður í horn að taka, varð Quinn að orði. — Þú meinar að við fimm eigum ekki í öllum höndum við hann? spurði MeGinnis hæðnislega. Siðan sendi hann Quinn af stað til að njósna um ferðir Dermots. Við gætum þess að berja hann ekki i andlitið, sagði hann, þegar Quinn var farinn, heldur í kviðinn og á rifin. Þið Tom og John ráðizt aftan að honum og haldið hon- um, en við sjáum um sjálfa ráðning- una. Dermot vafði Neeve örmum og kyssti hana. — Þú verður að fara úr landi, áður en þeir láta til skarar skríða hvíslaði hún. Og þú mátt ekki fyrir nokkurn mun aðvara lögregl- una; það yrði þér aldrei fyrirgefið og þá gætirðu aldrei komið hingað aftur. Stundum má maður ekki, sin og sinna vegna, gera það sem maður veit réttast. . . . — Ég skal hugleiða það nánar, svaraðl Dermot. Hún fylgdi honum til dyra og hann kyssti hana enn. Góða nótt, vina mín, mælti hann lágt. Þeg- ar hann var kominn spölkorn út á götuna, heyrði hann Quinn kalla, að McGinnis vildi tala við hann. Þeir urðu samferða að verkstæðinu, en þegar þangað kom, sagði Quinn að þeir skyldu fara bakdyrameginn, þar sem búið væri að loka götudyrunum. Um leið og þeir komu inn í sundið, fann Dermot að báðar hendur hans voru gripnar og sveigðar á bak aftur, áður en hann gat áttað sig og um leið var gripið fyrir kverkar honum aftan frá, en höggin dundu á honum að framan. Hann var barinn í kvið- in og fyrir bringspalirnar. — Fyrir þetta skal ég drepa þig, Quinn, stundi hann og barðist árangurslaust um á hæl og hnakka, unz höggin drógu úr honum allan mátt og hann hneig hálf- meðvitundarlaus niður við vegginn. Þeir slepptu honum og báru saman ráð sín, og hann heyrði raddir þeirra eins og úr fjarska og bar kennsl á þær. Nokru eftir að árásarmennirnir voru farnir, staulaðist Dermot á fæt- ur með erfiðismunum. Góða stund Framhald á bls. 28. vv%f rnr VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.