Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.11.1961, Qupperneq 38

Vikan - 09.11.1961, Qupperneq 38
Á ferð með fegurðardrottningum. Framhald af bls. 13. að undanskildum stiga niður í gjána. Þær voru á háum hælum eins og kvenfólki er eiginlegt undir flestum kringumstæðum og þegar upp á hraunhelluna kom, varð ekki annað til ráða heldur en að taka af sér skóna og láta nælonsokkana hafa það. Bn það var til vinnandi fannst þeim, því þetta var ný og áður óþekkt ver- öld. Rafveitan var svo elskuleg, að sjá mannskapnum fyrir kaffi við Sogsfossa, því Valhöll var búin að loka. Svo var ekið niður með Sogi og allt til Hveragerðis. Þar átti að fá gos úr borholunni á hverasvæðinu, en hópur varnarliðsmanna hafði verið þar á ferð tveim timum áður og pant- að gos og það þurfti ekki að ætla holunni meira þann daginn, sagði Eiríkur hótelstjóri. En við komum til Páls Michelsen í blómahúsið og það var mjög eftirminnilegt. Til þess að bæta upp borholuna var haldið upp að Grýtu með sápu og fékkst úr henni hið sæmilegasta gos. I skíða- skálanum var snæddur kvöldverður í vel búinni setustofu inn af aðal- salnum og var það framúrskarandi vel og smekklega af hendi reitt hjá BLÁSTURS- og STRENGJA- HLJÓÐFÆRI. Reynslan sannar gæðin. Ársábyrgð Sanngjarnt verð. Einkaumboð: HLJÓÐFÆRA- VERZL. SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturveri, sími 11315. r--- 38 VIKAN óla J. Ólasyni, veltingamanni Þar. Um kvöldið var allmargt fólk i Skfðaskálanum og lék hljómsveit fyrir dansi. Fóru allir glaðir og sáttir það- an og var þá ekki langt að leiðar- lokum. Lausnir á gátum á bls. 24. Lausnir: Fyrri talan er 563 og hin síðari 20. Var þetta nokkuð erfitt. Nei, því trúum við ekki, því það ert þú sjálfur. líART MÓTI HÖRÐU. Framhald af bls. 8. þá stórkostlegu ánægju að fá að deyja í rafmagnsstólnum. Þá komizt þér að raun um hvernig fórnar- lömbum yðar er innanbrjósts. Auk þess gefst yður góður tími til að hugsa málið. Ég er sannfærður um að jjér hafið lesið um hvernig aftaka í rafmagnsstólnum fer fram. Fingur hans krepptust um skammbyssu- gikkinn. — Ég er að velta því fyrir mér, hvernig þér munið bregðast við þessu, sagði ég. — Þér hafið senni- lega gert yður í hugarlund, að ])ér mynduð mæta dauðanum með ró- semi og festu, en þetta er tálvon, sem margir eru haldnir af, hr. Smith. Það er mjög trúlegt að þeir neyðist til að draga yður ... — Opnið hólfið, annars hleypi ég af, sagði hann skipandi röddu. Ég hló. — Nei, heyrið þér nú, hr. Smith, við vitum það báðir tveir, að ef ég opna hólfið, skjótið þér mig. Það varð hálfrar mínútu þögn, stðan tók hann til máls: — Hvað ætlið þér að gera við glasið? — Ef þér myrðið mig ekki — og ég hýst varla við þvi að þér gerið það héðan af, skal ég fara með það á einkalögreglustofu til að láta framkalla fingraförin og ljósmynda bau. Siðan læt ég Ijósmyndirnar i innsiglað umslag ásamt skrifuðum upplýsingum um málið, og mæli svo fyrir, að lögregtunni verði afhent umslagið, ef ég skyldi deyja voveif- lega, enda þótt það Hti út sem slys. Smith starði á mig. — Þess gerist ekki þörf, sagði hann og stundi við. — Ég fer núna og þér sjáið mig ekki framar. Ég hristi höfuðið. — Ég vil heldur hafa það svona. Það veitir mér öryggi. Hann varð hugsi. — Hvers vegna farið þér ekki beint til lögregl- nnnar? — Ég hef mfnar ástæður. Hann leit á skammbyssuna og stakk henni i vasann og sagði: — Konan yðar gæti auðveldlega fengið einhvern annan til að myrða yður. —■ .Tá, það er alveg rétt. — Þá verð ég ákærður fyrir morðið og lendi í rafmagnsstólnum. — Ég býst við því, svo framar- lega ... Smith beið átekta. — S'vo framarlega, sem hún hefir aðstöðu til þess að koma þvi í kring. — En Ungir sem aldnir kjósa sér Terylene-buxurnar frá Veltusundi 3. — Sfmi 11616. það eru að minnsta kosti sex aðrir ... Hann þagnaði. — Lét konan min yður vita hvert hún ætlaði, sagði ég brosandi. — Hún ætlaði að heimsækja einhver hjón, ég held að maðurinn heiti Peterson. Ilún fer þaðan klukkan eltefu. — Ellefu? Það er ágætur tími, það verður mjög slcuggsýnt i kvöld. — Vitið þér hvar Peterson á heima? Hann starði á mig. — Nei. — Hann býr í Bridgehamton, sagði ég og lét liann fá heimilisfangið. Við horfðum hvor á annan i hálfa mín- útu án þess að mæla orð frá vörum. — Þér verðið að gera þetta til að vernda sjálfan yður. Hann hneppti að sér frakkanum. — Og hvar verðið þér staddur klukkan ellefu, hr. 'Williams? — Sennilega í klúbbnum að spila við nokkra vini mína. Ég er viss um að þeir hafa mikla samúð með mér, þegar þeir frétta að konan mín hafi verið skotin til bana. Þegar hann var farinn, hraðaði ég mér á leynilögreglustofuna með glasið, og hélt síðan til klúbbsins. Ég tók ekki glasið, sem var í hólf- inu. Á því voru aðeins mín eigin fingraför. Ég tók glasið, sem Smith hafði skilið eftir á borðinu, þegar hann fór, þar sem fingraför hans sáust mjög greinilega. ta*.*.—_ „Ég skil Rætt við Bea er búin að v Hún sitiir við teikniborðið og það cru víðáttumiklir staflar af pappir, bókurn, litum og hverskon- ar efnivið í kringum liana. Hún er að gera auglýsingu fyrir e'íthvert þvottaefni, sem ég man ekki lengur hvað heitir og það er auðséð, að hún er enginn viðvrningur. Það leikur í höndunum á Iienni. Hún hefur skorið nafnið á þvottaefninu út í plast eða eitthvert viðlika efni, þvi að hún þarf að margendurtaka það og þetta er vinnusparnaður. segir hún. Him segir það á ágætri íslenzku þar að auki. — Það er vont að læra þetta mál, segir hún. Ég byrjaði heldur ekki fyri- en mn áramót að neinu ráði. Málfræðin er alveg voðaleg. Ætl- arðu að fara að skrifa eitthvað niður? — Já, fyrir Vikuna. Viltu segja mér hvað þú heitir? — Ég heiti Beatrix. Beatrix Liver. — Frá Svisslandi? — Já, frá Bern. — Hvað kemur til, að þú ert hér norður á hjara veraldar? — Ég veit það ekki. Ég er bara hér. Það eru engar sérstakar ástæð- nr. Ég hafði hugsað mér að komast til Norðnrlanda af þvi að þeir eru mjög góðir i auglýsingateikningum þar. En ég fékk engin svör við um- leitunum mimim. En ég þekkti mann hér á fslandi og hann talnði við Ásgeir Júliusson og ég fékk þau svör, að ég mætti kom'1, þegar ég vildi og fara þegar ég vildi. Mér likaði það ágætlega svo ég sló til og hér er ég. —- Hefurðu orðið vör við ein- hvern mun á þvi að vinna hér og i Sviss? -— Já, hvort ég hef. Það er nllt miklu strnngara þar. Þú veizt, mað- ur verður að vera mættur aipná mínútu og ef hað er ekki. há má húast við skömmnm eða hveriu sem er. Mér likar svo vel við þettn frjálsræði hérna. — Hefurðu kynnzt fólki hér i Reykjnvik — .Tá, að sjálfsögðu. — Og hvernig likar þér við mnnn- eskjurnar svona almennt? — Ég mun bera fslendingum vel söguna. Þeir eru að visu talsvert ólikir Svisslendingum og Megin- landsþjóðunum. Sérstaklega sveitn- fólkið hérna. mér finnst það dá- litið feimið og dregur sig inn i skelina, þegar útlendingur er ann- ars vegar. Ilvernig hefur þú kynnzt sveita- fólki? — Ég er búin að ferðast um

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.