Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 3
KROSSGÁTAN ... sem lifað hafa í leikjum til fjalla Kæra Vika. og i gróðursælum héruðum. Já, Kærar þakkir fyrir margt gott og grimmd mannanna er mikil. Ég hélt skemmtilegt, sem þú flytur lesend- að það væri afmáð og sæist ekki um þínuml Ég hef haft ánægju af meira nema við smalamennsku, að að lesa Vikuna siðastliðin fjögur fé sé rekið. Já, það er margt, sem ár og hefi gaman af sögunum, aldar- speglinum, mánaðargrein Helga Sæmundssonar og svo auðvitað blessaðri KROSSGÁTUNNI auk get- rauna. En þar sem ég hef haldið Viltunni saman, þá finnst mér það mikill galli að þurfa að skemma greinar eða sögur, með þvi að klippa getraunaseðilinn úr. Er ekki hægt að koma því svo fyrir að hann sé hafður á bakhlið einhverrar aug- lýsingar, því að þeim safna áreið- anlega fáir. Ég vona, að gott verði þitt gengi og þú lifir lengi. Þess óskar þinn Krossgátuunnandi. p. s. Hvernig er skriftin? Þú ert ekki sá fyrsti. — Hug- myndin er ágæt, og munum við reyna eftir fremsta megni að verða við ósk þinni. Hinsvegar er prentun þannig háttað, að það getur verið erfiðleikum bundið að fá þetta til að standast á. Það er langt og tæknilegt mál, sem of langt er til að útskýra hér. — Skriftin er lítt mótuð og sam- ræmir sér ekki nógu vel enn, svo að heildaráferðin verður ekki falleg. Til dæmis hallar stöfun- um ýmist til vinstri eða hægri. JÁ, GRIMMD MANNANNA ER MIKIL ... 'Kæra Vika. Viltu taka eftirfarandi línur, sem fyrst. Ég vil spyrja, var ekki búið að banna að reka sauðfé til slátrunar á haustin? Við hjónin komum frá Reykjavík i haust, þá mættum við sex fjárrekstrum, öllum í Húna- vatnssýslu, og var það sorgleg sjón, því margar kindurnar göptu af mæði og margar voru draghaltar og slæptar, og voru þessar blessaðar skepnur píndar áfram með geltandi hundum, og menn spöruðu ekki svipurnar. Við höfðum tal af ein- um herranum og spurðum, hvert ferðinni væri heitið. Svarið var, til Hvammstanga, og tel ég víst, að allir þessir fjárrekstrar hafi átt þangað að fara. En hvað segir svo Dýraverndunarfélagið um þtetta? Það er ekki að sjá, að mannúðin sé vaxandi og ætti fólk að þroska sig betur í að kynnast tilfinninga- lífi dýra en gert hefur verið hingað til. En kannski hugsa sumir, að sama sé, hvernig allt veltist, þar sem sú skoðun er að ryðja sér til rúms, að enginn guð sé til. En rannsökum okkar eigin til- finningar og lítum á innstu hjart- ans fylgsni, þvi að þvi kemur, að menn og dýr verða að deyja, og hvort við vildum slíka meðferð á okkur (eða okkar). Sjálfsagt er þetta víðar en í Húnavatnssýslu að fé er rekið langar leiðir til slátr- unar. Eitt er það enn, sem ég hef verið að undrast um — hvað sveita- fólk og aðrir gleðjast yfir þeim ó- fögnuði, þegar verið er að smala saman skepnum þeirra, til þess eins að reka þær í dauðann. Skepnur, ekki virðist vera á menningarstigi, sem þyrfti að vera. Gætu ekki eftirlitsmenn frá Dýra- verndunarfélaginu fylgzt með þess- um fjárflutningum á haustin? Ég vona, að þessar Hnur verði teknar til athugunar, þótt þær séu fátæk- legar, en mér dettur ekki í hug að spyrja, hvernig skriftin er, því ég veit sjálf, að hún er engin fyrir- mynd, það er efnið, sem ég hugsa mest um að komist á framfæri. En eitt er víst, að guð sér allt, einnig þær misþyrmingar, sem dýrin verða að þola af mannanna völdum. Inga. Hugsunin bak við bréf þitt er að vísu falleg, Inga, en ekki sé ég að það brjóti neitt í bága við kristilegar hugmyndir mannsins, þótt fé sé rekið til slátrunar. Guð gaf manninum einu sinni leyfi til að nærast á dýrum merkur- innar, og er þvf síður en svo neitt athugavert við það, þótt maðurinn gleðjist við tækifæri sem þetta. Hann gleðst yfir því að fá sína magafylli, gleðst eins og fólk gleðst að lokinni uppskeru. Auk þess er hvergi bannað með lögum að reka fé til slátrunar, enda þótt margar reglur séu til um alla meðferð á skepnunum á leið til slátrunar, og þar er ég þér fyllilega sammála, Inga, maff- urinn á að sýna blessuðum skepnunum fyllstu nærgætni — þar til þeim er greitt banahöggið, sem er nauðsynlegt og sannkristi- legt, því að fyrir Guði væri það ljótur löstur að svelta sjálfan sig í hel sakir eintómrar tillitssemi við blessaðar skepnurnar. Póst- urinn ræddi þetta við Þorbjörn Jóhannesson, mikinn áhugamann um dýraverndun hér á landi, og þótti honum gott til þess að vita, að menn sýndu þessu máli ein- hvern áhuga, og vill hann um- fram allt hafa upp á Ingu þess- ari, til þess að færa henni rétt gögn í hendur varðandi þetta mál, auk þess sem hann sagðist hafa áhuga á að birta bréf Ingu f Dýraverndaranum. Fór Þor- björn þess á leit við Ingu, að hún skrifaði Þorsteini Einarssyni íþróttafulltrúa í Arnarhvoli hið skjótasta og myndi hún þá heyra álit dýraverndara á þessu máli. Hinsvegar vil ég undirstrika í lokin að það þarf alls ekki að vera slæm meðferð á sauðfé að reka það, sé það gert á réttan hátt. LJÓS í BREKKUNA . . . Kæra Vika. Viltu koma eftirfarandi á fram- færi fyrir mig: Ég á heima inni í Selási og ek þangað að jafnaði um sjöleytið. Leiðin liggur upp Ártúns- brekkuna og það kemur oft fyrir að gangandi fólk er á veginum þarna i brekkunni. Nú er það að sjálf- sögðu í lagi, en hitt er verra, að engin götulýsing er í þessari brekku Úlgcfandín YIKAN H.F. Ritatjóri: Gfali Sigurðsgon (ábm.) Auglýsingastjórí: Jóhanncs Jörundsson. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjángson. . Ritstjórn óg auglýsingar: SkipholU 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Prtst- hólf 149. AígrelOsla og dreiíing:, BiaÖftdreifing, Míklubraut 15, síml 36720. Dreffingarstjóri: Óskar Karlr- son. VerS 1 iausasölu kr. Í5. Áskrifl arverB er 200 kr. ársþriBjungslega, greiðist fyriríram. Prentun:.,H"“‘" hX Myndamót; Rafgraf h.f, Á............ .................:...... / næsta blaði verður m. a.: * f næsta blaði birtist algjörlega óvenjulegt efni, sem ástæða er til að mæla með: BLINDU HJÓNIN í HAMRAHLÍÐ 19. Viðtal og fjórar síður með myndum af lífi og störfuin Andrésar Gestssonar og Elísabetar Kristinsdóttur. Þau eru nýlega gift og hafa aldrei séð hvort annað. * Hringekjan. Smásaga eftir Rosemary Johns. * Sunnan Sex. Ný revýa í Sjálfstæðishúsinu undir stjórn Fiosa Ólafssonar. Myndir og frásögn af revýunni. * Þú skalt ekki leika á mig öðru sinni. Sakamálasaga. * Allt fyrir mannkærleikann. Grein með myndum um Örn og Hauk Clausen, sem hlupu, stukku og köstuðu af miklum þrótti fyrir 10 árum, en iðka nú tannlækningar og lögfræði. * — Og konur eins og hver girnist, — Dr. Matthías Jónasson skrifar um Múhameðstrú og skyggnist undir tjaldskör spá- mannsins, sem nokkuð oft varð að gefa út „bráðabirgðalög“ fyrir munn Allah, vegna eigin kvennafars. * Vikan og heimilið. Fjórar síður fyrir húsmæður. * Skæruliðar næturinnar. Sjöundi og síðasti hluti. * Forsíðumynd eftir Halldór Pétursson: Saumaklúbbur. * Vikan og tæknin: Þátturinn fjallar meðal annars um hinn nýja Volkswagen 1500. * í fullri alvöru: Er útvarpið að eyðileggja tónlistarsmekkinn. og þetta fólk er í stórhættu. Ég reyni eftir megni að taka eftir þessu fólki og fer varlega, en það eru ekki allir sem gera það, því mitSur. Svo mætti geta þess, að vegurinn þarna beint upp snarhratta brekkuna er óskilj- anleg ráðstöfun. Ég skil ekki hvers- vegna var verið að færa hann. Brekkan var ekki nærri eins brött með þvi að sneiða hana eins og áður var gert. Guðmundur Iíjartansson Selási. Við höfum engar athugasemdir við þetta bréf, en komum því á- leiðia svo réttir hlutaðeigendur geti hugleitt málið. EITTHVAÐ NÝTT Á SEYÐI .... Til póstsins í Vikunni. Það er orðið svo mikið af eyðum i hlaðinu. Hafið þið ekki nóg efni eða hvað? . . . Svala. Pósturinn Fyrir alla muni farið þið nú ekki að vera nýtizkulegir. Mér hefur lík- að útlitið á Vikunni ágætlega.----- G'. Þórðarson. ÞAÐ SEM MÁ — OG EKKI MÁ. . . Pósturinn, Vikan. Hvað á það eiginlega að þýða að fá ekki að lita i Vikuna i sjoppunum. Manni er sagt, að það sé þannað, að blaðið sé ekki lánað til aflestrar. Það eru meira að segja komin skilti i búðunum um þetta. Mér finnst nú saklaust að fá aðéins að líta á efnið. Ein óánægð. Þaff er algjör misskilningur, aff þú fáir ekki að líta á efnið, en það er að okkar dómi talsverður mismunur á því að fletta blað- inu í gegn og kynna sér efnið, eða að lesa það á staðnum og skila því síðan aftur eins og tals- verð brögð eru að — einkum hjá unglingum og því fólki, sem virð- ist hafa af því atvinnu að hanga í sölubúðum. Það tíðkast hvergi nokkurs staðar, að fólki sé gefinn kostur á því að lesa blöð, áður en það ákveður, hvort það kaup- ir þau eða ekki. Erlendis eru öll blöð seld úr söluturnum og þá er ekki einu sinni hægt að fá að fletta þeim áður en keypt er.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.