Vikan


Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 09.11.1961, Blaðsíða 11
Hann virtist að lotum kominn af hungri og þreytu og föt hans voru öll í tætlum. Hann hafði hina mestu furðusögu að segja; kvaðst hafa haldið langt upp með ánni í leit að staðnum, en „ég fann hann ... ég fann demantana og fjár- sjóðinn," sagði hann. Ekki kvaðst hann hafa tekið nema nokkra demanta með sér, en þegar hann hefði reynt að komast aftur til sam- ferðamannanna, hefði hann vil'lzt af leið, flækzt um frum- skóginn, og glatað demöntunum. „En það er nóg eftir af þeim,“ sagði hann. Þegar þeir gengu á hann, gerðist hann móðgaður. „Ég hef heitið því, að fjársjóðnum skuli skipt jafnt á milli okkar, og við það stend ég. Mér þykir leitt að ég skuli hafa glatað þessum fáu, sem ég tók með mér, en það er ekkert við því að gera. Og við verðum allir auðugir áður en lýkur.“ Þegar þeir sögðu honum frá bréfinu frá Philip, sagði hann: Á leiðinni ræddu þeir Swartz og Smorenberg margt um það, hvaða brögðum yrði að beita til þess að komast hjá því stjómin gerði sjóð þeirra upphækan, þar eð sala á óslíp- uðum demöntum og ómótuðu gulli var talin alvarlegur glæp- ur í Suður-Afríku, og lá þung refsing við. Kom þeim því saman um að fara yrði að öllu með hinni mestu leynd. Þeir héldu i slóð fyrri leiðangursins. En þegar þá bar að Makoetsifljóti, tók Swartz byssu sína og fór á undan til að athuga kennileiti. Þegar tveir dagar liðu og hann kom ekki aftur, urðu deilur nokkrar með leiðangursmönnum. Vildu sumir halda því fram, að þeir Smorenberg og Swartz hefðu gert með sér félag um að sitja sjálfir að auðæfunum; væri Swartz nú farinn til að grafa upp gullið og demantana, en Smorenberg ætti að sjá svo um að þeir hinir biðu rólegir átekta. Smorenberg lézt hinsvegar ekki hafa hugmynd um hvað gerði, að Swartz kom ekki aftur. SONN FRASOGN UR BUA- STRIÐINU AF ÓTRÚLEGUM ÆVINTÝRUM, GULLFUNDI í FRUMSKÓGINUM, SVIKUM OG MANNDRÁPUM SÍÐARI HLUTI „Það var glappaskot að taka hann með. En hann skal ekki heldur fá neitt af fjársjóðnum fyrir bragðið." Þreyttir, hungraðir og illa til reika náðu þeir til Leydsdorp þann 22. maí; þeir spurðust þar fyrir í öllum verzlunum, en enginn virtist kannast við það, að Philip hefði verið þar á ferð. Vildu þá sumir snúa aftur inn í frumskóginn og leita hans, en Swartz kvað það óráð; múldýrin þyrftu alllangrar hvíldar við, áður en þau gætu lagt upp í aðra slíka ferð. „Auk þess hef ég ekki neinar áhyggjur af Philip; hann er áreiðanlega ekki í neinni hættu," sagði Swartz. Þeir sneru því heim aftur; eftir að þeir höfðu greint lög- regluyfirvöldunum í Pietersburg frá atburðum, tóku þeir sér far með járnbrautarlestinni til Jóhannesarborgar. Ekki hafði Philip komið heim til sín. Van Dyk sagði önnu greinilegast frá hvarfi hans, og fullyrti, að þeir hefðu gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að finna hann. Swartz fullyrti hinsvegar að Philip væri einhversstaðar á flótta. „Hann stal nesti okk- ar, áfengi og peningum," sagði hann. „Því skal ég aldrei trúa,“ sagði Anna. „Hann hefur aldrei stolið neinu af neinum." Ekki leið á löngu áður en Swartz hafði skipulagt annan leiðangur á laun. Gerðust þeir félagar hans, Carl Langler, hollenzkur að uppruna, Andrew Smorenberg, fyrverandi lög- reglumaður en nýkominn heim úr stríðsfangabúðum, Jon Cullinan og Peter Potgieter. Fyrrverandi leiðangursfélagar hans lögðu nú á hann þungan grun og ræddu málið við lög- regluyfirvöldin, en þá var Swartz allur á bak og burt, — kominn inn i frumskóginn með hinum nýju félögum sínum. „Ekki kemur okkur það að neinu haidi að bíða hérna og éta upp vistirnar," sagði Potgieter. „Við höfum ekki neinn leiðsögumann, sem getur visað okkur á fjársjóðinn, fyrst Swartz er horfinn." Þeir sneru þvi við heimleiðis, en þá bar svo kynlega við, að Swartz kom til Leydsdorp, skömmu eftir að þá bar þar að garði. Þegar leiðangursmenn hófu yfir honum reiðilesturinn, lét hann sem þetta stafaði allt af misskilningi; kvað svo hafa verið ráð fyrir gert, að þeir kæmu í humáttina á eftir sér, eða það hefði hann minnsta kosti haldið, og þvi hefði haxm beðið þeirra lengi, en síðan haldið til baka og hefðu þeir þá hvergi verið sjáanlegir á tjaldstöðunum. Á meðan þeir leiðangursmenn dvöldust þama í borginni, höfðu fyrri leiðangursfélagar Swarts haldið út í frumskóg- inn, og var leynilögreglumaður í fylgd með þeim. Skammt frá tjaldstaðnum, þar sem Philip van Niekerck hvarf forðum, fann leynilögreglumaðurinn hjálm illa farinn, höfuðkúpu, tvö herðablöð og slitur af buxum, skyrtu, sokkum og öðrum fatnaði. Tvihleypa fannst i runna rétt hjá, og voru bæði hlaupin hlaðin. Þótlist lögreglcm nú hafa fengið sannanir fyrir því, að Swartz hefði skotið Philip, er þeir fóru að sækja vatnið. Hvort Swartz hefði í rauninni fundið fjársjóðinn í þeirri sömu ferð, en komið honum undan, — um það höfðu lögreglumennirnir deildar skoðanir. Ef svo hefði verið, þá var seinni leiðangurinn því nær óskiljanlegt tiltæki. Þegar lögreglan handtók Swartz, varðist hann allra svara, nema hvað hann neitaði harðlega að hann hefði ráðið Philip Framhald á bls. 32. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.