Vikan


Vikan - 26.04.1962, Síða 27

Vikan - 26.04.1962, Síða 27
Vortíxbn 1962 II 4 'bt\py)&p Hrútsrr.erkiö (21. r.'.arz—20. apr.): Þér mislikar eitthvað, sem fyrir kemur, herfilega, og er vissu- lega ástæða til. Um helgina færðu líklega ein- hverja uppreisn Verið getur að þú verðir að biða í svo sem vikutíma með að hrinda þessu i fram- kvæmd, sem þú hafðir i hyggju í þessari viku, en i rauninni liggur ekkert á. Nautsmerteió (21. apr.—21. maí): Þetta verður ósköp venjuleg vika og fátt um stórviðburði, þótt hún verði engan vegin leiðinleg. Þú munt vera óvenjumikið heima við, enda bíður þín lítið markvert utan heimilisins. Eitt kvöldið færðu skemmtilegan gest í heimsókn. Þú munt sjá talsvert af þessum gesti á næstunni. Tvíburamerkið (22. maí—21. júni): Þú munt eiga mjög annríkt i vikunni, og skaltu láta hendur standa fram úr ermum, því að þú hefur slegið slöku við undanfarið. Vinur þinn kemur með skemmtilega hugmynd, en einhvern veginn er eins og þú reynir að stela þessari hugmynd frá honum. Helgin verður mjög skemmtileg og ánægjurík. KrabbamerkiS (22. júni—23. júlí): Það gengur ýmislegt á í þessari viku, og ekki er víst að allt rnTjtm leiki í lyndi Þó þarftu svo sem engu að kvíða, því að í heiid verður vikan góð. Amor verður eitt- hvað á ferðinni, en ekki skaltu taka allt of mikið mark á skeytum hans. Þú kviðir fyrir einhverju. sem þú átt i vændum, en líklega svertir þú þér þetta allt of mikið. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Einn daginn akemur einhver til þin með fréttir, sem eiga eftir að breyta talsvert áformum þinum. Vera kann að þú eigir dálítið erfitt með þetta, en eftir svo sem vikutíma verður allt komið i samt lag aftur. Það er eins og einn vinur þinn verði óeðliiega mikið fyrir harðinu á þér og vinum þínum, og á hann það ekki skilið. MeyjarmerlciÖ (24 ág—23. sept.): Atburður, sem gerðist svo til nákvæmlega eins fyrir svo sem mánuði, endurtekur sig nú, og verða viðbrögð þín að þessu sinni allt önnur og betri en í fyrra skiptið. Þú verður mikið úti í vikunni, og er það vel, þvi að þú þarft á fersku lofti að halda þessa dagana. Miðvikudagurinn er þér til til mikilla heilla Heillatala 11. Vogarmerkið (24. sept.—23 okt.): Þú heyrir eitt- hvað, sem verður til þess að afstaða þín gagnvart einum vini þinum eða einum fjölskyldumeðlimi breytist mjög, og er gott til Þess að vita. Þú munt umgangast einn félaga þinn óvenjumikið i vik- unni, og ættuð þið að sinna þessu sameiginlega áhugamáli ykkar mun oftar. Þú skuldar einhverjum illilega bréf. ___ Drekamerkið (24. okt—22. nóv.): Það er eins og einhver óvissa sé yfir afstöðu stjarnanna í þessari viku. og verður því ekki ráðið, hvort vikan er til góðs eða ills. Ýmislegt bendir þó til þess að bæði föstudagur og laugardagur verði þér til heilla. Einnig virðist nátengdur ættingi koma óvenjumikið við sögu þína. Talan 5 skiptir einhverju máli. Bogmannsmerkið (23. nóv—21. des ): 1 vikunni gerist eitthvað. sem á eftir að valda miklum mis- skilningi meðal kunningja þinna, og greiðist ekki þessi flækja fyrr en eftir svo sem hálfan mánuð. Kvöldin verða dálitið óvenjuleg í vikunni, og þú munt fá að sinna ýmsum verkefnum, sem þú fæst annars sjaldan við. Þú ert orðinn einum of háðskur undanfarið. Geitarmerkiö (22. des —20. jan ): Fram að helgi verður einhver deyfð yfir þér og kunningjum þín- um flestum, og þér virðist ætla að verða lítið úr verki. En um helgina gerist eitthvað, sem kemur lifi í tuskurnar, svo að eftir lielgina verður nóg að gera. Þú ert allt of sérhlífinn þessa dagana, og verður þú að vinna bug á þessum ágalla, ef ekki á að fara illa. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Þér verður kornið þægilega á óvart líklega um helgina, og við það breytist afstaða þín til eins vinar þíns þó nokkuö mikið. Tómstundir þínar verða margar, og virðist þú kunna að nýta þér þær vel þessa dagana. Peningalega verður vikan þér ekki hagstæð, en þú þarft svo sem ekki að kvíða gjaldþroti þess vegna. Fcskamerkið (20. feb.—20. marz): Það steðja að þér miklar freistingar í vikunni. Líklegt er að þú ía.lir í eina gildruna, og er vissulega leiðinlegt til þess að vita — en þetta mun verða Þér dýr- mæt reynsla. Það er eins og þú sért að verða óeðlilega latur — kannski mætti fremur kalla þetta ófram- færni. Hugsaðu þetta mál vandlega. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi (il fimmtudags. f

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.