Vikan


Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 26.04.1962, Blaðsíða 30
KIK BYLTING í SÖGl HÉSIÆÐRA CLOZONE verndar hendur yðar Aldrei þrútnar hendur á þvotta- deginum, ef þér notið CLOZONE. CLOZONE er framleitt sérstak- lega fyrir þvottavélar. Sparið þess vegna tíma og áhyggjur — veljið CLOZONE. ur um útgáfuna af mikilli prýði, og er forspjall þetta fróðlegt mjög, ekki aðeins um tildrögin að samningu ferðasögunnar, heldur og um höf- und hennar. Þá hefur Jóhann Briem listmálari myndskreytt ferðasöguna af smekkvksi, en hann er einn af okkar færustu kunnáttumönnum á því sviði, og Atli Már teiknað snotra kápu og titilsiðu. Má af þessu ráða að forlagið hcfur ekkert til sparað að gera l>essa þriðju útgáfu ferða- sögunnar sem bezt úr garði. Ferðasagan ber því Ijóst vitni, að Sigurður Breiðfjörð hefur ekki aðeins haft „glöggt gestsauga“, held- ur hefur honum og látið vel frá- sögn í óbundnu máli. Hitt gæti kom- ið mörgum á óvart, hve raunhæfur hann hefur verið í sér, þrátt fyrir allt — það sýnir siðasti kafli ferða- sögunnar, „Litiil viðbælir um háttu Grænlendinga, þá er nýtir mundu úti á íslandi“. Þar segir hann frá hvílupokum Grænlendinga — sem seinna hafa orðið fyrirmyndin að svefnpokum þeim, er nú þykja alls- staðar ómissandi á ferðalögum — og klæðagerð hinna grænlenzku, sem hann telur að fslendingar mættu margt af læra, „og mundu menn þá, sjaldnar en nú er títt, verða þar úti“ á vetrum segir hann. En þess var varla von að samtiðarmenn Sigurðar og landar tækju mikið 30 VIKAM mark á ráðum hans í raunhæfum el'num. Tveim fyrri útgáfunum af Græn- landssögu Sigurðar Breiðfjörðs var báðum vel tekið, og var þó hvorki að þær væru neitt likt því eins vel úr garði gerðar og þessi, né álit manna á höfundinum slikt, sem nú er orðið. Þarf þvi varla að efast um að henni verði nú tekið betur en nokkru sinni fyrr. Og hún og útgefendur eiga það skilið. Loftur Guðmundsson. Örlagadraumurinn. Framhald af bls. 18. lætur liöfundur álagavald draum- túlkunarinnar koma ljósast fram. Ekkjan játast Bolla, þó að hjarta hennar hrærist af ást á Kjartani. Geð hennar er klofið og að hálfu leyti á valdi annarlegra afla. Því skortir hina stórlyndu konu nú reisn til þess að rísa gegn vilja föður sins og bíða frjáls þess manns, sem hún unni. Gullhringurinn var aðeins þriðji draumaskartgripurinn. Enn voru framundan makamissir og nýjar ástir. Ef allar aðstæður eru vegnar, er Guðrún mannvönd að- eins við síðasta gjaforð sitt. Höfundur Laxdælu reynir ekki að fegra hlut Guðrúnar, heldur leiðir galla hennar og kosti í ljós í þróun persónuleikans. Hann þekkir álaga- vald spádómsins og veit, að hrakspá jaðrar við fordæmingu. Hrakspá Ólafs helga um fjórða mann Guð- rúnar bendir um leið á sefjunar- fjötrana, sem skapgerð og örlög ung- meyjarinnar glysgjörnu voru hneppt i. ★ Yikan og tæknin. Framhald af bls. 3. verðið kr. 91.500,00. Þess skal getið að verð þetta á öllum framantöldum bilum, er miðað við erlendan mark- að, en hvað þeir kynnu að kosta hér, skal ósagt látið. Þegar þess er gætt að þyngd þess- ara bíla er um 900—1000 kg yfir- leitt, er auðvelt að gera sér i hug- arlund orku þeirra í því hlutfalli, og viðbragðsflýtir þeirra er að sjálf- sögðu mikill. Þeim verður ekki mik- ið fyrir að bruna upp brekkurnar i Alpafjöllunum, og þegar hinar beinu, steinsteyptu brautir eru framundan, fara þeir á kostum. En eflaust verður þess ár og dag að bíða, að þessir fjórhjóluðu gæð- ingar eigi erindi hingað ... ★ SÚPUR. Framhald af bls. 17. mjólk 1 pottur, tekex. — Steikið baconið í potti þar til bað er næst- um stinnt og sjóðíð iaukinn svo með bvi. en brúnið hann ekki. Skerið fiskinn í smástykki og bæt- ið honum, kartöflunum, kryddinu og vatninu I og sjóðið í 15—-20 min.. eða þar til bað er mjúkt. Búið til hvita sósu úr smjörlikinu, hveitinu og mjðlkinni og baetið henni út i og hitið að suðu. Setjið eina tekexköku út í hvern disk, eða berið bær með. Þetta er seinni tima útgáfa af þessari skozku súpu. Áður var það sama haft i hana, nema hveitið, og var þá eng- in sðsa búin til. heldur mjólkinni hellt á síðast og hitað að suðu. Ef kartöflurnar hafa soðið næstum í mauk og fiskurinn farið töluvert út i soðið, er gamla aðferðin alveg eins lystug. Tómatsúpa í fisksoði. Búinn til jafningur úr smjðr- líki og hveiti og jafnað upp með fisksoði. en þess gætt að súpan verði ekki of sölt. Tómatmauki bætt í þar til hæfilegur styrkleiki hefur fengizt. Makkarónur soðnar sér og bætt út í súpuna. Fölsk borchsúpa. (Rússnesk súpa). 1 ekta borchsúpu fer miklu meira, þar er soðið saman nauta- bringa, nýtt svínaflesk og pylsur, hvítkál, nýjir tómatar, gulrætur, rauðbeður, laukur, selleri, lárvið- arlauf o. fl., en kjötið og pyisurn- ar eru svo skornar í á eftir og borið fram i súpunni. 1 báðum upp- skriftunum er súr rjómi ofan á hvern disk nauðsynlegur. En falska uppskriftin er þannig: Niðursoðnar rauðbeður, saxað- ar, 1 bolli, kjötsoð 2’/2 bolli, sítrónusafi 3 matsk., salt M tesk., pipar og súr, þykkur eða þeyttur, rjómi til að setja ofan á diskinn. Sjóðið rauðbeðurnar og kjötsoðið saman i 10 mín., bætið sítrónusaf- anum i og kryddinu. Það má borða súpuna bæðl heita og kalda. Nægir fyrir fjóra. Nokkur orð um kjötsoð. Alls konar kjöt og bein má nota til að búa sér sjálfur tii kjötsoð. Það þarf langa, allt að þriggja tíma, suðu. Þegar soðið er kalt á að taka ofan af því fiotið. Síðan er Það síað gegnum klút Ef óskað er eftir alveg tæru soði, á að mæla það og í hvern pott á að láta eina eggjahvítu og mulið skurn af einu eggi. Það er gert þannig: E'ggja- hvitan er þeytt lauslega og skurn- inu blandað saman við ásamt 2 tesk. af vatni og þessu blandað saman við soðið. Látið sjóða sam- an i 5 mín. og hrært stöðugt í á meðan. % bolla af vatni bætt i og látið kólna í tíu mínútur. Margsíað gegnum klút og geymt á köldu .i stað. Ýmislegt í súpur. Fyrir utan makkarónur og hris- grjón, er margt sem gott er að láta út i súpur, til að þær verði matarmeiri og skrautlegri. Rifinn ostur er oft ágætur, litlar kjöt- bollur úr góðu farsi eru góðar út í glæra súpu og grænmetissúpu. Mjölbollur eru líka góðar í glærar súpur, og birtum við e. t. v. upp- skrift af Þeim seinna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.