Vikan


Vikan - 10.01.1963, Page 51

Vikan - 10.01.1963, Page 51
DÓRI Framh. af hls. 26. kynni af ástinni úr bókum, og þar voru allir elskhugar hetjur. —- Reyndu að skilja þetta, sagði vinkona mín alvarlega. Þetta hefði aldrei blessazt. Fyrst mamma hans var á móti því hefði ég ómögulega getað gifzt honum. Og hugsaðu þér barnabörnin, alsaklaus, að amma þeirra hefði _ kannski aldrei viljað líta á þau. Ég veit að ég sé eftir Dóra, alla mína ævi og get aldrei elskað annan mann. En maður verð- ur nú að taka betta líf eins og það er. Nanna var mjög sorgbitin, það sá ég vel. En mikið var hún sterk. ()g miklu skynsamari en mig hafði grunað. Ég skammaðist mín fyrir að hafa grátið yfir þeim gulhærða, einu sinni þegar ég var afbrýðisöm. Og ég sem þekkti hann næstum ekkert. Tíminn leið og læknaði sár fólks í leiðinni.. . Seinna um sumarið var Nanna send til frændfólks síns í Danmörku, og næsta vetur átti hún að fara á húsmæðraskóla þar. Hún bar harm sinn með mikilli stillingu. Engan gat grunað_ að hún væri í mikilli ástarsorg. Ég dáðist að henni. Skömmu eftir að hún fór, datt mér í_hug að líta inn til mömmu hennar. Ég þekkti hana vel. Hún tók vel á móti mér eins og venjulega, og við sátum og röbbuðum saman yfir kaffi í eldhúsinu. Hún sagði mér allt gott af Nönnu, hún kunni mjög vel við sig í Danmörku. Ég áræddi að spyrja: — Heldurðu að hún sé búin að jafna sig? — Búin að jafna sig, hvað áttu við? Ó, ég á við það, að hún sá áreiðan- lega mikið eftir Dóra, þó hún bæri það vel. — Um hvað ertu að tala, stúlka. Hver er Dóri og hvað kemur hann Nönnu við? Mamma Nönnu var undrandi og allt að því móðguð á svipinn. En ég var ekki síður hissa. Því Nanna hafði sagt mér að mamma hennar og ég vissum einar um þetta, eins og þa_ð gekk til. — Ég meina auðvitað hann Dóra á Njarðargötunni, og það að mamma hans leyfði þeim ekki að giftast, sagði ég, og dauðsá eftir að hafa minnzt á þetta. —• Þetta er tóm vitleysa, sem þú talar, ég þekki hana Nönnu mína það vel, að ég veit að hún hefði sagt mér ef eitthvað þess háttar hefði komið fyrir hana. Geturðu kannski sagt mér einhver deili á þessum Dóra og fólkinu hans? Ég sagði henni allt, sem ég vissi, heimilisfang, foreldra, stöðu o. s. frv. — Nei, heyrðu mig nú, næstum hrópaði hún. — I þessu húsi, sem þú nefndir, býr bróðir minn, með konunni sinni og þfrem dætrum. Aðra hvora ykkar Nönnu hefur ver- ið að dreyma. Þetta er draumarugl. Það er allt og sumt. Svo varð hún mildari á svipinn, brosti og sagði: — Hún Nanna mín er ákaflega draumlynd. Unglingar eru það oft. Það eldist af þeim ... Ég hef ekki séð Nönnu í mörg ár, og ég hugsa að ég væri búin að gleyma henni fyrir löngu ef það væri ekki vegna hans Dóra. Því Dóra gleymi ég aldrei. Hentugir réttir . . . Framli. ai' bls. 20. ÍTALSKUR OFNRÉTTUR. 2 meðalstórir laukar, 1 livit- laukslauf, 2 matsk.. matarolía, bolli kjötsósa, 3 bollar tómatsósa, % bolli sveppir (ef þeir eru úr dós á að nota vökvann líka), 2 matsk. persilja, 1 M> kg. kjöt úr læri, bezt er svinakjöt, % tsk. salt, 14 tsk. pipar, 2 matsk. satatolía, 2 boltar lirísgrjón, 3—4 laukar, 3 græn piparbulstur, % tsk. salt. Daginn áður er laukurinn og hvítlaukurinn brúnaður í 2 matsk. salatoliu, en hvítlaukurinn síðan tekinn upp úr. Bætið kjötsósunni við, sem ekki er höfð þykk, og tómatsósunni með sveppunum. Lát- ið sjóða við mjög litinn hita í u. þ. 1). 1 klst. Skerið kjötið í frekar þunnar sneiðar og kryddið með salti og pipar og brúnið ])að síðan i hinum 2 matsk.. af olíunni þar til það er vel brúnt á báðum hlið- um. Takið kjötið upp úr, hrærið svolitlu af tómatsósunni saman við feitina á pönnunni og hellið öllu i liina sósuna. Leggið helming kjöt- sneiðanna á botninn á eldföstu fati, ofan á ])ær eru svo hrísgrjónin lögð og helmingur sósunnar, siðan helm- ingurinn af lauknum og svo það, sem eftir er af kjötinu. Ofan á er svo afgangurinn af lauknuni lagð- ur og piparinn, sem hefur verið skorinn í hringi, og síðan sósan yfir allt. Geymið i ísskáp. Bakað 1 ofni i 1 % klukkutima áður en það á að notast, en það verður að vera lok yfir fatinu. Með þessu eru l)orin löng brauð eða brauðrúllur: BRAUÐRÚLLUR. 4 bollar hveiti, 8 tsk. lyftiduft, 2 tsk. salt, % bolli smjörlíki, 1% bolli mjólk, 2 matsk. l)ráðið smjör, ¥j bolii grænn eða rauður pipar og 2 bollar rifinn, sterkur ostur.. Saxið vel kalt smjörlíkið i hveit- ið, þannig að molarnir verði á stærð við grænar baunir, og bætið mjólkinni í. Hnoðið og skiptið deig- inu i tvennt og fletjið út í tvær ferhyrndar kökur og penslið þær með bráðnu smjörinu. Stráið fín- söxuðum piparnum og ostinum of- an á og rúllið saman eins og rúllu- tertu. Skerið i rúml. 1 cm. þykkar sneiðar og geymið í ísskápnum. Bakið þær síðan siðást með ofn- réttinum i 12—15 mínútur. Bornar fram heitar. RAFMAGNSELDAVÉLAR MARGAR GERÐIR 25 ARA REINSLA Eldavélasett til innbygging- ar í ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Verð frá kr. 7.090.00 settið Ódýrasta eldavélin á markaðnum Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist og hitaskúffu. Verð frá kr. 4.750.00 Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins- un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐ VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.