Vikan


Vikan - 28.02.1963, Qupperneq 24

Vikan - 28.02.1963, Qupperneq 24
í fyrra fór fram í Reykjavík keppni um titilinn Ungfrú Norð- urlönd 1962. í þeirri keppni sigraði norsk stúlka, Rigmor Trengereid. Þessi mynd var tekin af henni á ferðalagi austur í Ölfusi. 24 — VIKAN ». tbl. Guðrún Bjarnadóttir, Ungfrú ís- land 1962, var orðin vel þekkt af myndum og frá tízkusýningum áður en hún vann titilinn. Guðrún er nú búin að fara á vegum fegurðarsamkeppninnar til Beirút í Líbanon og Helsinki. Nú í sumar mun hún fara á Langasand í Kalifomíu. HVER VERÐUR UNGFRÚ ÍSLAND 1 963? Á undanförnum árum liafa fegurðardrottn- ingar okkar náð svo langt á alþjóðlegum vett- vangi, að margir spyrja: Er það mögulegt að við, svona fámenn þjóð getum lialdið áfram að standa okkur eins og við höfum gert? Þessu er auðvitað ekki gott að svara fram í timann, en nú kemur bráðlega í ljós, hvort við fáum eitt „stjörnuár“ til viðbótar. Satt að segja erum við bjartsýnir. Nú hefur tilhögun keppninnar verið breytt litilsháttar eins og áður hefur verið tek- ið fram: Dómnefndin velur úr ábendingum þar til hún hefur fundið sex stúlkur, sem liún telur frambærilegar til úrslita. Af þessum sex stúlk- um birtast svo myndir i Vikunni — sú fyrsta kemur í næsta blaði — en lesendur Vikunnar bjálpa dómnefndinni til að velja Ungfrú ísland 1963 og kjósa þá fegurstu af þessum sex. Mynd- irnar i Vikunni verða með líku sniði og að undanförnu, nema livað nú birtuin við mynd- ir af þátttakendum á sundbol. Glæsileg verðlaun bíða allra þeirra, sem í úrslit komast. Þau éru eins og hér greinir: 1. verð!. Ferð til Kalifomíu og þátttaka i „Miss Internationai" fegurðarsamkeppninni þar. Síður kvöldkjóll. $ 100 skotsilfur. Einnig ferð um Miðjarðar- haf með skemtiferðaskipinu Arkadia. 2. verðl. Ferð til Miami, Florida, og þátttaka í Miss Universe fegurðarkeppninni. $ 100 skotsilfur. Einnig ferð til Mallorca og þátttaka í fegurðarsamkeppni þar. 3. verðlaun. Ferð til Libanon og þátttaka í fegurðar- samkeppninni þar. 4. verðlaun. Ferð til London og þátttaka í Miss World keppninni. 5. verðliaun. Ferð til Norðurlanda og þátttaka í Miss Norden keppninni. 6. verðiaun. Ferð til Norðurlanda og þátttaka í Miss Scandinavia keppninni. ENN E R HÆGT að taka á móti ábendingum um þátttakendur. Þó ekki lengur en út þessa viku. Athugið að mynd þarf að fylgja ábendingunni svo og fullt nafn sendanda. TILLAGA um þátttakanda í legurðarsamkeppninnl 1963. Naín þátttakanda .............................. Aldur ...... Heimilisfang ..................... Scndandi ...................................... Hcjmilisfang ................... simi .........

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.