Vikan


Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 16

Vikan - 05.09.1963, Qupperneq 16
NÝ FRAMHALDSSAGA EFTIR KRISTM VIKUNA - NÚTÍMASAGA SEM GERI Þetta er nýjasta verk Kristmarms það fjallar um ástina i. Bíllinn nam staðar við garðs- hliðið, en stúlkan og maðurinn, er sátu frammi í fóru ekki strax út. Hún var dökkhærð og lang- leit, með stór, gráblá augu og stóran munn. Hann var vel bú- inn, feitlaginn nokkuð og kringlu- leitur, með þykkar varir, lítið nef, svolítið uppbrett að framan og glettnisleg, grá augu, ekki stór. „Vertu nú ekki að þessum þráa, Ása mín!“ sagði hann; röddin var djúp og hás, en um leið ákveðin og sannfærandi; þetta var mál- rómur hins þjálfaða sölumanns. „Þú veizt, að mér þykir vænt um þig og að ée vil giftast þér strax. Húsið er tilbúið, tólf herbergi, amerískt eldhús og bað •— hvað viltu hafa það meira, stúlka mín? Svo er það nú bílskrjóður- inn hérna. Kostaði fimm hundruð þúsund fyrir mánuði síðan, eins og ég sagði þér, og lítinn bíl get- urðu fensið sjálf til að skrölta á, ef þig langar til að stinga af frá mér öðru hvoru; þú veizt, að ég ragast ekki í neinum smámun- um. Nú, við erum búin að vera vinir núna á annað ár og í raun- inni sama sem trúlofuð. Mamma þín er ánægð og þú hefur ailtaf sagt, að þú kvnnir vel við mig — hó að þú viljir ekki einu sinni kvssa mig og það er nú í sjálfu sér nógu bölvað fyrir mann eins og mig, sem er ýmsu góðu vanur. Ja, ég geng hreint til verks, eins og þú veizt og mér er orðið mál á að fá þig; þetta er hreint og beint dreoandi ástand; ég get varla sofið á nóttinni fyrir um- hugsun um þig.“ Hún horfði á hann með kipr- uðum augum og hugsaði sig um; hún var dálítið nærsýn. Varir hennar opnuðust og svipurinn varð vandræðalegur. „Mér þykir það leiðinlegt, Tryggvi minn,“ sagði hún með djúpum málrómi sínum. ,,En ég hef oft sagt þér, að þú mátt skemmta þér með hvaða kvenmanni sem þú vilt, mín veffna; ég yrði ekkert af- brýðisöm út af því. Og svo erum við alls ekki trúlofuð, það er nú bara þú, sem segir það — og kannski mamma, af því að hún vill, að ég giftist ríkum manni. Henni er lika sérstaklega vel við þig, af því að þú gefur henni stundum flösku og slærð henni gullhamra. — En ég get ekki á- kveðið þetta strax.“ Hann varð snögvast hvass á brúnina, en svo hló hann. „Jæja, góða, ég verð þá víst að gera mér að góðu að bíða svolítið ennþá. En fjandi ertu erfið viðfangs!" Hann steig út úr bílnum og hélt opinni hurðinni fyrir hana. Framkoma hans var þægileg, en ákveðin og ekki laust við steigur- læti í fari hans; hann var í hærra meðallagi og sterklega vaxinn. „Ég ætla að skreppa með þér inn og gauka svolitlu að gömlu konunni,“ sagði hann með drýldnu brosi. Það Veitir ekki af að hafa hana með sér í þessu stríði. Mér þykir lika gaman að henni, það er eitthvað við hana, hún kann að meta heimsins gæði. Ég vildi að þú værir líkari henni, en þú ert, Ása mín.“ Hann opnaði fyrir henni hlið- ið og hún gekk á undan honum eftir garðstígnum að búðardyr- unum. Þetta var í byrjun maí og nokkrir krókusar höfðu skotið upp kollinum undir birkitrján- um, sem uxu þarna og voru orðin jafnhá mæninum á húsinu, sem var gamaldags steinbær, tvílyft- ur. Að utan var hann frekar við- kunnanlegur, þótt viðbyggingin lýtti hann, en í henni var verzl- un Guðríðar Metúsalemsdóttur og kompa innar af, þar sem hún spáði fyrir fólki. Á búðarhurðinni var gamal- dags bjalla, sem hringdi um leið og þau gengu inn. Guðríður kom snöggvast fram og brosti blíð- lega, er hún sá hverjir komnir voru. „Góða kvöldið, frú Guðríður!“ Hann fékk henni pakka, sem í voru tvær flöskur og hneigði sig um leið. „Alltáf jafn ungleg og fögur — hefði ég ekki verið svona bálskotinn í henni dóttur yðar, myndi ég hafa reynt að fá yður fyrir konu.“ Spákonan hristi höfuðið lítil- lega. „Látið þér nú ekki svona, Sigtryggur Háfells, aldrei hefði maður eins og þér viljað á mig líta, jafnvel ekki meðan ég var í- blóma lífsins. Og þér eigið ekki alltaf að vera að færa mér gjafir; ég skammast mín fyrir að taka á móti þessu, það er allt of mikið.“ „Mín er ánægjan og yðar lítil- lætið, kæra frú.“ „Farðu inn í stofu með hann vin þinn, Ása mín,“ sagði Guð- ríður. „Ég kem svo bráðum og fæ mér kaffisopa með ykkur. „Hann Tryggvi má ekki vera að því að stanza neitt núna,“ svaraði dóttirin og brosti ertnis- lega til fylgdarmanns síns. „Og ég ætla að leysa þig af í búðinni, það sem eftir er dagsins." „Ég er nú svo sem fegin því,“ sagði Guðríður. „Nóg verður að gera á bak við, ef að vanda læt- ur. — En eruð þér alveg vissir um, Sigtryggur Háfells, að þér ■viljið ekki kaffisopa hjá okkur.“ Hann leit glottandi á Ásu, en hristi svo höfuðið og kvaddi stuttlega. Ása fór úr kápunni og klæddist hvítum sloppi, sem hún var vön að nota innan við búðar- borðið, en móðir hennar sneri aftur til kompu sinnar. Það var furðu rúmgott her- bergi, en lágt undir loft og vöru- staflar meðfram öllum veggjum. Á miðju gólfi var borð, gamall rauður sófi og tveir fornfálegir hægindastólar. í öðrum þeirra sat fyrirferðarmikill maður, vel klæddur, með tignarlegan svip, brúnamikill og kinnastór, með kaldgrá augu. Á skutli við hlið hans var kaffikanna, bolli og sykurker. Hann krimti eilítið og mælti: „Ég hef nú lítinn tíma, Guðríð- ur mín, svo ég ætla að biðja þig að vera heldur snögg upp á lag- ið. En það sem ég vildi vita, er hvort ég á að fylgja þessu frum- varpi, sem ég var að tala um við yður, eða ekki.“ Spákonan tók bollann, sem hann rétti henni og starði í hann alllanga stund. „Það er ýmislegt hér, sem mælir bæði með og Framhald á bls. 18. Jg — VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.